„Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2015 12:45 Ferðamenn hafa ítrekað stefnt sér í voða undanfarið, meðal annars í Reynisfjöru og Jökulsárlóni. Mynd/Ingólfur Bruun/Ulrich Pittroff/Owen Hunt Liðna viku hafa ítrekað borist fréttir af því að ferðafólk stefni sér í voða, til dæmis við Jökulsárlón og Reynisfjöru. Þá splundruðust rúður í bílum ferðamanna sem óku um Öræfasveit í ofsaveðri sem gekk þar yfir á sunnudag. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að félagið leggi áherslu á fræðslu og forvarnir til erlendra ferðamanna en það þurfi engu að síður að gera betur í því og þá þurfi meira fjármagn í málaflokkinn. „Við höfum verið með verkefnið safetravel.is þar sem við höfum fengið ferðaþjónustuna og opinbera aðila í lið með okkur til að koma upplýsingum á framfæri við erlenda ferðamenn. Við þurfum þó að stýra ferðamönnunum betur og setja pening í þennan málaflokk. Það má eiginlega segja að þessi mikla fjölgun á stuttum tíma sé að koma svolítið í bakið á okkur. Við erum kannski ekki alveg tilbúin til að taka á móti þessu,“ segir Ólöf.Sjá einnig:Ferðamenn urðu illa úti í ÖræfasveitSumir hlusta ekki á aðvaranir Elías Gíslason, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri, vill ekki meina að yfirvöld séu búin að missa stjórn á ferðamannastraumnum þrátt fyrir gríðarmikla fjölgun ferðamanna. „Það sem er verið að gera með átakið „Ísland allt árið“ er tvennt. Það er annars vegar að fá ferðamenn hingað til lands árið um kring og hins vegar að dreifa þeim betur um landið. Við gerum okkur samt fulla grein fyrir því að það er allra veðra von á Íslandi og það er alltaf verið að reyna að koma skilaboðum til ferðamanna,“ segir Elías. Aldrei verður þó hægt að koma í veg fyrir að ferðamenn hlusti ekki á viðvaranir vegna hættu á ferðamannastöðum, að mati Elíasar. „Það er því miður staðreynd að fólk keyrir framhjá lokunum en það er ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum. Það eru til dæmis skilti bæði í Reynisfjöru og Jökulsárlóni með aðvörunum en svo virðist vera sem sumir lesi einfaldlega ekki eða fari einfaldlega ekki eftir því sem segir á skiltunum.“Sjá einnig: „Sumir hlusta bara ekki“„Við getum alltaf gert betur“ Elías segir að þó megi alltaf gera betur í öryggismálum ferðamanna og meðal annars eigi að nota hluta af tekjum náttúrupassans í að auka öryggi. „Þetta er einfaldlega verkefni sem öll ferðaþjónustan þarf að koma að. Gististaðir geta til dæmis varað gesti sína við með því að prenta út veðurspá og þess háttar. Það er margt sem við getum gert, og erum að gera, en við getum alltaf gert betur.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rúður sprungu í flestum bifreiðum Ofsaveður gekk yfir landið um helgina. Björgunarsveitir áttu fullt í fangi með björgunarstörf á Suðurlandi. Björgunarsveitarmenn fá skemmdir á eigin bílum ekki bættar. Átta bílar voru skildir eftir á milli Péturseyjar og Skóga. 24. febrúar 2015 07:00 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Ferðaþjónustan komin að þolmörkum: „Hvernig verður sumarið ef þetta er svona núna?“ Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. 17. febrúar 2015 13:44 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Sjá meira
Liðna viku hafa ítrekað borist fréttir af því að ferðafólk stefni sér í voða, til dæmis við Jökulsárlón og Reynisfjöru. Þá splundruðust rúður í bílum ferðamanna sem óku um Öræfasveit í ofsaveðri sem gekk þar yfir á sunnudag. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að félagið leggi áherslu á fræðslu og forvarnir til erlendra ferðamanna en það þurfi engu að síður að gera betur í því og þá þurfi meira fjármagn í málaflokkinn. „Við höfum verið með verkefnið safetravel.is þar sem við höfum fengið ferðaþjónustuna og opinbera aðila í lið með okkur til að koma upplýsingum á framfæri við erlenda ferðamenn. Við þurfum þó að stýra ferðamönnunum betur og setja pening í þennan málaflokk. Það má eiginlega segja að þessi mikla fjölgun á stuttum tíma sé að koma svolítið í bakið á okkur. Við erum kannski ekki alveg tilbúin til að taka á móti þessu,“ segir Ólöf.Sjá einnig:Ferðamenn urðu illa úti í ÖræfasveitSumir hlusta ekki á aðvaranir Elías Gíslason, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri, vill ekki meina að yfirvöld séu búin að missa stjórn á ferðamannastraumnum þrátt fyrir gríðarmikla fjölgun ferðamanna. „Það sem er verið að gera með átakið „Ísland allt árið“ er tvennt. Það er annars vegar að fá ferðamenn hingað til lands árið um kring og hins vegar að dreifa þeim betur um landið. Við gerum okkur samt fulla grein fyrir því að það er allra veðra von á Íslandi og það er alltaf verið að reyna að koma skilaboðum til ferðamanna,“ segir Elías. Aldrei verður þó hægt að koma í veg fyrir að ferðamenn hlusti ekki á viðvaranir vegna hættu á ferðamannastöðum, að mati Elíasar. „Það er því miður staðreynd að fólk keyrir framhjá lokunum en það er ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum. Það eru til dæmis skilti bæði í Reynisfjöru og Jökulsárlóni með aðvörunum en svo virðist vera sem sumir lesi einfaldlega ekki eða fari einfaldlega ekki eftir því sem segir á skiltunum.“Sjá einnig: „Sumir hlusta bara ekki“„Við getum alltaf gert betur“ Elías segir að þó megi alltaf gera betur í öryggismálum ferðamanna og meðal annars eigi að nota hluta af tekjum náttúrupassans í að auka öryggi. „Þetta er einfaldlega verkefni sem öll ferðaþjónustan þarf að koma að. Gististaðir geta til dæmis varað gesti sína við með því að prenta út veðurspá og þess háttar. Það er margt sem við getum gert, og erum að gera, en við getum alltaf gert betur.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rúður sprungu í flestum bifreiðum Ofsaveður gekk yfir landið um helgina. Björgunarsveitir áttu fullt í fangi með björgunarstörf á Suðurlandi. Björgunarsveitarmenn fá skemmdir á eigin bílum ekki bættar. Átta bílar voru skildir eftir á milli Péturseyjar og Skóga. 24. febrúar 2015 07:00 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Ferðaþjónustan komin að þolmörkum: „Hvernig verður sumarið ef þetta er svona núna?“ Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. 17. febrúar 2015 13:44 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Sjá meira
Rúður sprungu í flestum bifreiðum Ofsaveður gekk yfir landið um helgina. Björgunarsveitir áttu fullt í fangi með björgunarstörf á Suðurlandi. Björgunarsveitarmenn fá skemmdir á eigin bílum ekki bættar. Átta bílar voru skildir eftir á milli Péturseyjar og Skóga. 24. febrúar 2015 07:00
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30
Ferðaþjónustan komin að þolmörkum: „Hvernig verður sumarið ef þetta er svona núna?“ Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. 17. febrúar 2015 13:44
Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent