Graeme McDowell sigraði í Mexíkó 16. nóvember 2015 22:00 McDowell er mjög vinsæll kylfingur meðal golfáhugamanna. Getty Graeme McDowell sigraði á sínu þriðja móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum í dag en hann lék best allra á OHL Classic á El Camaleon vellinum í Mexíkó. Vegna verðurs tókst ekki að klára mótið í gær en að loknum 72 holum voru þrír kylfingar jafnir í efsta sæti á 18 höggum undir pari, McDowell, Jason Bohn og Russell Knox. Því þurfti að grípa til bráðabana þar sem McDowell tryggði sér kærkomin sigur með fugli á fyrstu holu en hann hefur verið í töluverðu basli með leik sinn á árinu. Spennan var ekki mikið minni á BMW Masters sem fram fór á Evrópumótaröðinni um helgina en margir af bestu kylfingum heims voru skráðir til leiks. Þar enduðu þeir Patrick Reed og Kristoffer Broberg jafnir á 17 höggum undir pari en sá síðarnefndi hafði betur í bráðabana og vann þar með sinn fyrsta sigur á mótaröðinni. Fyrir sigurinn fékk Broberg rúmlega 170 milljónir króna sem verður að teljast ágætt fyrir kylfing sem lék á Nordic Tour fyrir aðeins nokkrum árum, sömu mótaröð og íslensku kylfingarnir Axel Bóasson og Ólafur Björn Loftsson unnu sér inn þátttökurétt á fyrir stuttu. Evrópumótaröðinni líkur svo um næstu helgi á Jumeirah vellinum í Dubai en þá fer fram stærsta mót ársins á henni, Dubai meistaramótið, þar sem gríðarlegar fjárhæðir verða í boði fyrir efstu menn. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Graeme McDowell sigraði á sínu þriðja móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum í dag en hann lék best allra á OHL Classic á El Camaleon vellinum í Mexíkó. Vegna verðurs tókst ekki að klára mótið í gær en að loknum 72 holum voru þrír kylfingar jafnir í efsta sæti á 18 höggum undir pari, McDowell, Jason Bohn og Russell Knox. Því þurfti að grípa til bráðabana þar sem McDowell tryggði sér kærkomin sigur með fugli á fyrstu holu en hann hefur verið í töluverðu basli með leik sinn á árinu. Spennan var ekki mikið minni á BMW Masters sem fram fór á Evrópumótaröðinni um helgina en margir af bestu kylfingum heims voru skráðir til leiks. Þar enduðu þeir Patrick Reed og Kristoffer Broberg jafnir á 17 höggum undir pari en sá síðarnefndi hafði betur í bráðabana og vann þar með sinn fyrsta sigur á mótaröðinni. Fyrir sigurinn fékk Broberg rúmlega 170 milljónir króna sem verður að teljast ágætt fyrir kylfing sem lék á Nordic Tour fyrir aðeins nokkrum árum, sömu mótaröð og íslensku kylfingarnir Axel Bóasson og Ólafur Björn Loftsson unnu sér inn þátttökurétt á fyrir stuttu. Evrópumótaröðinni líkur svo um næstu helgi á Jumeirah vellinum í Dubai en þá fer fram stærsta mót ársins á henni, Dubai meistaramótið, þar sem gríðarlegar fjárhæðir verða í boði fyrir efstu menn.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira