Innlent

Reyna á að ná Jóni Hákoni upp af hafsbotni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hraðbáturinn Sædís sést hér koma að bryggju í Bolungarvík með sjómennina þrjá sem björguðust þegar Jón Hákon sökk.
Hraðbáturinn Sædís sést hér koma að bryggju í Bolungarvík með sjómennina þrjá sem björguðust þegar Jón Hákon sökk. vísir/hafþór gunnarsson
Reynt verður að ná Jóni Hákoni BA 60 af hafsbotni svo hægt sé að ljúka rannsókn á sjóslysinu sem varð þegar fiskveiðiskipið sökk við Aðalvík 7. júlí sl.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu. Þar segir að Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafi rannsakað sjóslysið og telji hún nauðsynlegt að ná skipinu af hafsbotni til að ljúka rannsókninni. Því á að freista þess að ná skipinu af hafsbotni.

Stefnt er að því að hefja aðgerðir á næstu vikum eða strax og aðstæður leyfa. Kostnaður liggur ekki fyrir en ráðuneytið hefur komið þvi á framfæri við nefndina að það muni styðja við verkefni reynist þörf á því.

Sjómannnasamtök hafa krafist þess að allt sé gert til þess að komast að því hvað olli því að Jón Hákon sökk en hvorugur björgunarbátanna kom upp og sleppibúnaður virkaði ekki. Segja samtökin að mikilvægt sé að komast til til botns í því afhverju sjálvirkur sleppibúnaður hafi ekki virkað sem skyldi.


Tengdar fréttir

Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist

Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun.

Hvorugur björgunarbátanna blés út

Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×