Alþingi að falla á tíma til að klára stjórnarskrárbreytingar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 19:27 Katrín Jakobsdóttir. vísir/daníel Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Alþingi sé að renna út á tíma til að klára stjórnarskrárbreytingar á yfirstandandi kjörtímabili. Erfiðlega gangi hjá stjórnarskrárnefnd að ljúka sinni vinnu þar sem forystumenn ríkistjórnarinnar hafi ekki boðað til formannafundar vegna málsins. „Hvert er þetta mál eiginlega að fara? Hæstvirtur forsætisráðherra hefur margítrekað að hann vilji sjá stjórnarskrárbreytingar og styðji það ferli mjög eindregið sem nú er í gangi. Ég skil eiginlega ekki hvað tefur nú,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. Hún sagði stjórnarskrárnefnd á lokametrunum og að mikilvægt sé að nefndin fái skýrt umboð til að ljúka störfum sínum. Ljúka þurfi þinglegri umfjöllun um málið fyrir áramót svo hægt verði að ná því í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum í júní. „Þá þurfum við að fá mjög skýr svör um það frá hæstvirtum forsætisráðherra í fyrsta lagi hvort nefndin hafi skýrt umboð til að ljúka sinni vinnu á næstu dögum, því að það er nánast ekkert eftir til þess að nefndin geti lokið sinni vinnu, og hvort dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslunnar er eitthvað sem forsætisráðherra telur skipta máli í þessum efnum,“ sagði Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að það væri ólíkt mat nefndarmanna hvar þessi vinna standi, einhver mál séu enn óleyst samkvæmt kynningu sem hann hafi fengið í dag. Hann sagðist þó vonast til að formenn allra flokka myndu funda um málið á næstu dögum og að þá verði hægt að taka ákvörðun varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu. „Auðvitað tímabært að formenn stjórnmálaflokkanna hittist til að ræða framhald þessa máls því það er ekki gott fyrir nefndina að skila því inn í eitthvert tómarúm, einhverja óvissu. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvað tekur við næst,“ sagði Sigmundur Davíð. „Hvað varðar svo dagsetningu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þá hlýtur það að vera eitthvað sem menn vilja koma sér saman um líka. Við hljótum að finna út úr því í sameiningu þegar við ræðum á fundi formanna næstu skref í þessari vinnu hvenær heppilegast sé að hafa slíka atkvæðagreiðslu.“ Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Alþingi sé að renna út á tíma til að klára stjórnarskrárbreytingar á yfirstandandi kjörtímabili. Erfiðlega gangi hjá stjórnarskrárnefnd að ljúka sinni vinnu þar sem forystumenn ríkistjórnarinnar hafi ekki boðað til formannafundar vegna málsins. „Hvert er þetta mál eiginlega að fara? Hæstvirtur forsætisráðherra hefur margítrekað að hann vilji sjá stjórnarskrárbreytingar og styðji það ferli mjög eindregið sem nú er í gangi. Ég skil eiginlega ekki hvað tefur nú,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. Hún sagði stjórnarskrárnefnd á lokametrunum og að mikilvægt sé að nefndin fái skýrt umboð til að ljúka störfum sínum. Ljúka þurfi þinglegri umfjöllun um málið fyrir áramót svo hægt verði að ná því í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum í júní. „Þá þurfum við að fá mjög skýr svör um það frá hæstvirtum forsætisráðherra í fyrsta lagi hvort nefndin hafi skýrt umboð til að ljúka sinni vinnu á næstu dögum, því að það er nánast ekkert eftir til þess að nefndin geti lokið sinni vinnu, og hvort dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslunnar er eitthvað sem forsætisráðherra telur skipta máli í þessum efnum,“ sagði Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að það væri ólíkt mat nefndarmanna hvar þessi vinna standi, einhver mál séu enn óleyst samkvæmt kynningu sem hann hafi fengið í dag. Hann sagðist þó vonast til að formenn allra flokka myndu funda um málið á næstu dögum og að þá verði hægt að taka ákvörðun varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu. „Auðvitað tímabært að formenn stjórnmálaflokkanna hittist til að ræða framhald þessa máls því það er ekki gott fyrir nefndina að skila því inn í eitthvert tómarúm, einhverja óvissu. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvað tekur við næst,“ sagði Sigmundur Davíð. „Hvað varðar svo dagsetningu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þá hlýtur það að vera eitthvað sem menn vilja koma sér saman um líka. Við hljótum að finna út úr því í sameiningu þegar við ræðum á fundi formanna næstu skref í þessari vinnu hvenær heppilegast sé að hafa slíka atkvæðagreiðslu.“
Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira