Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2015 13:04 Ef allir misskilja alltaf það sem maður segir verður maður að reyna að finna út úr því hvernig maður tjái sig þannig að fólk misskilji síður, segir Helgi Hrafn. „Það eru náttúrlega ekki fréttir að það sé illa komið fyrir lýðræðinu. Fólk hlýtur einhvern tíma að hætta að hneykslast á því,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson kapteinn Pírata. Vísir spurði hann hvort ekki væri illa komið fyrir lýðræðinu nú þegar fyrir liggur að forsætisráðherrar tala ekki hug sinn af ótta við að orð þeirra verði rangtúlkuð eða snúið út úr fyrir þeim af fjölmiðlum. Þetta kemur fram í viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands.Skylda stjórnmálamanna að tala skýrtHelgi Hrafn vill setja fyrirvara á orð sín: „Manneskjur eru ekki einhliða portrett-myndir heldur kristallar; við komum öðruvísi fram við vini okkar heldur en foreldra, öðruvísi við kollega heldur en viðskiptavini og öðruvísi í einrúmi heldur en á almannafæri. Það er eðlilegt og í því felst enginn óheiðarleiki í sjálfu sér.“ Að því sögðu, segir Helgi Hrafn það hluta af starfi stjórnmálamanns að koma hlutum frá sér þannig að líkur á misskilningi séu sem minnstar. „Oft flóknum málum sem maður hefur lítinn sem engan tíma til að útskýra. Ekki einungis forsætisráðherra þarf að díla við það heldur allir sem þurfa að samskipta með sömu orðunum við stóra hópa fólks með ólíkar skoðanir og nálganir á viðfangsefnið.“Í vandræðum með að verja skoðanir sínarOg Helgi Hrafn heldur áfram: „En ég upplifi kvörtun Sigmundar meira á þann hátt að hann varpi sinni ábyrgð á viðmælandann, það er þeirri að geta rökstutt og varið sín sjónarmið. Það er heldur algengt að þegar fólk lendir í vandræðum með að verja sínar skoðanir þá varpi það ábyrgðinni á tjáningunni yfir til viðmælandans. Ef allir misskilja alltaf það sem maður segir verður maður að reyna að finna út úr því hvernig maður tjái sig þannig að fólk misskilji síður,“ segir Helgi Hrafn: „Annað sem menn verða að velta fyrir sér er hvort að það sé yfirhöfuð einhver misskilningur sem valdi viðbrögðunum, en ekki þvert á móti einmitt dýpri skilningur á lógískum afleiðingum þess sem viðmælandinn sagði.“ Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
„Það eru náttúrlega ekki fréttir að það sé illa komið fyrir lýðræðinu. Fólk hlýtur einhvern tíma að hætta að hneykslast á því,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson kapteinn Pírata. Vísir spurði hann hvort ekki væri illa komið fyrir lýðræðinu nú þegar fyrir liggur að forsætisráðherrar tala ekki hug sinn af ótta við að orð þeirra verði rangtúlkuð eða snúið út úr fyrir þeim af fjölmiðlum. Þetta kemur fram í viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands.Skylda stjórnmálamanna að tala skýrtHelgi Hrafn vill setja fyrirvara á orð sín: „Manneskjur eru ekki einhliða portrett-myndir heldur kristallar; við komum öðruvísi fram við vini okkar heldur en foreldra, öðruvísi við kollega heldur en viðskiptavini og öðruvísi í einrúmi heldur en á almannafæri. Það er eðlilegt og í því felst enginn óheiðarleiki í sjálfu sér.“ Að því sögðu, segir Helgi Hrafn það hluta af starfi stjórnmálamanns að koma hlutum frá sér þannig að líkur á misskilningi séu sem minnstar. „Oft flóknum málum sem maður hefur lítinn sem engan tíma til að útskýra. Ekki einungis forsætisráðherra þarf að díla við það heldur allir sem þurfa að samskipta með sömu orðunum við stóra hópa fólks með ólíkar skoðanir og nálganir á viðfangsefnið.“Í vandræðum með að verja skoðanir sínarOg Helgi Hrafn heldur áfram: „En ég upplifi kvörtun Sigmundar meira á þann hátt að hann varpi sinni ábyrgð á viðmælandann, það er þeirri að geta rökstutt og varið sín sjónarmið. Það er heldur algengt að þegar fólk lendir í vandræðum með að verja sínar skoðanir þá varpi það ábyrgðinni á tjáningunni yfir til viðmælandans. Ef allir misskilja alltaf það sem maður segir verður maður að reyna að finna út úr því hvernig maður tjái sig þannig að fólk misskilji síður,“ segir Helgi Hrafn: „Annað sem menn verða að velta fyrir sér er hvort að það sé yfirhöfuð einhver misskilningur sem valdi viðbrögðunum, en ekki þvert á móti einmitt dýpri skilningur á lógískum afleiðingum þess sem viðmælandinn sagði.“
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00