Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2015 13:04 Ef allir misskilja alltaf það sem maður segir verður maður að reyna að finna út úr því hvernig maður tjái sig þannig að fólk misskilji síður, segir Helgi Hrafn. „Það eru náttúrlega ekki fréttir að það sé illa komið fyrir lýðræðinu. Fólk hlýtur einhvern tíma að hætta að hneykslast á því,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson kapteinn Pírata. Vísir spurði hann hvort ekki væri illa komið fyrir lýðræðinu nú þegar fyrir liggur að forsætisráðherrar tala ekki hug sinn af ótta við að orð þeirra verði rangtúlkuð eða snúið út úr fyrir þeim af fjölmiðlum. Þetta kemur fram í viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands.Skylda stjórnmálamanna að tala skýrtHelgi Hrafn vill setja fyrirvara á orð sín: „Manneskjur eru ekki einhliða portrett-myndir heldur kristallar; við komum öðruvísi fram við vini okkar heldur en foreldra, öðruvísi við kollega heldur en viðskiptavini og öðruvísi í einrúmi heldur en á almannafæri. Það er eðlilegt og í því felst enginn óheiðarleiki í sjálfu sér.“ Að því sögðu, segir Helgi Hrafn það hluta af starfi stjórnmálamanns að koma hlutum frá sér þannig að líkur á misskilningi séu sem minnstar. „Oft flóknum málum sem maður hefur lítinn sem engan tíma til að útskýra. Ekki einungis forsætisráðherra þarf að díla við það heldur allir sem þurfa að samskipta með sömu orðunum við stóra hópa fólks með ólíkar skoðanir og nálganir á viðfangsefnið.“Í vandræðum með að verja skoðanir sínarOg Helgi Hrafn heldur áfram: „En ég upplifi kvörtun Sigmundar meira á þann hátt að hann varpi sinni ábyrgð á viðmælandann, það er þeirri að geta rökstutt og varið sín sjónarmið. Það er heldur algengt að þegar fólk lendir í vandræðum með að verja sínar skoðanir þá varpi það ábyrgðinni á tjáningunni yfir til viðmælandans. Ef allir misskilja alltaf það sem maður segir verður maður að reyna að finna út úr því hvernig maður tjái sig þannig að fólk misskilji síður,“ segir Helgi Hrafn: „Annað sem menn verða að velta fyrir sér er hvort að það sé yfirhöfuð einhver misskilningur sem valdi viðbrögðunum, en ekki þvert á móti einmitt dýpri skilningur á lógískum afleiðingum þess sem viðmælandinn sagði.“ Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
„Það eru náttúrlega ekki fréttir að það sé illa komið fyrir lýðræðinu. Fólk hlýtur einhvern tíma að hætta að hneykslast á því,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson kapteinn Pírata. Vísir spurði hann hvort ekki væri illa komið fyrir lýðræðinu nú þegar fyrir liggur að forsætisráðherrar tala ekki hug sinn af ótta við að orð þeirra verði rangtúlkuð eða snúið út úr fyrir þeim af fjölmiðlum. Þetta kemur fram í viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands.Skylda stjórnmálamanna að tala skýrtHelgi Hrafn vill setja fyrirvara á orð sín: „Manneskjur eru ekki einhliða portrett-myndir heldur kristallar; við komum öðruvísi fram við vini okkar heldur en foreldra, öðruvísi við kollega heldur en viðskiptavini og öðruvísi í einrúmi heldur en á almannafæri. Það er eðlilegt og í því felst enginn óheiðarleiki í sjálfu sér.“ Að því sögðu, segir Helgi Hrafn það hluta af starfi stjórnmálamanns að koma hlutum frá sér þannig að líkur á misskilningi séu sem minnstar. „Oft flóknum málum sem maður hefur lítinn sem engan tíma til að útskýra. Ekki einungis forsætisráðherra þarf að díla við það heldur allir sem þurfa að samskipta með sömu orðunum við stóra hópa fólks með ólíkar skoðanir og nálganir á viðfangsefnið.“Í vandræðum með að verja skoðanir sínarOg Helgi Hrafn heldur áfram: „En ég upplifi kvörtun Sigmundar meira á þann hátt að hann varpi sinni ábyrgð á viðmælandann, það er þeirri að geta rökstutt og varið sín sjónarmið. Það er heldur algengt að þegar fólk lendir í vandræðum með að verja sínar skoðanir þá varpi það ábyrgðinni á tjáningunni yfir til viðmælandans. Ef allir misskilja alltaf það sem maður segir verður maður að reyna að finna út úr því hvernig maður tjái sig þannig að fólk misskilji síður,“ segir Helgi Hrafn: „Annað sem menn verða að velta fyrir sér er hvort að það sé yfirhöfuð einhver misskilningur sem valdi viðbrögðunum, en ekki þvert á móti einmitt dýpri skilningur á lógískum afleiðingum þess sem viðmælandinn sagði.“
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00