Gunnlaugur: Menn höfðu ýmislegt að sanna í ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2015 18:22 Gunnlaugur Jónsson náði flottum árangri með ÍA í sumar en liðið endaði í 7. sæti Pepsi-deildar karla með 29 stig. Hann var gestur Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþættinum Akraborginni þar sem hann fór yfir tímabilið sem lauk um helgina. Gunnlaugur segir að fyrir tímabilið hafi aðalmarkmið Skagamanna verið að halda sér í Pepsi-deildinni. „Við ætluðum okkur að halda sætinu í deildinni. Við vorum alveg raunsæir á að þetta gæti orðið barátta í kjallaranum og það varð raunin því við tryggðum okkur ekki áframhaldandi sæti í deildinni fyrr en í 20. umferð,“ sagði Gunnlaugur en Skagamenn voru taplausir í síðustu sex deildarleikjum sínum, unnu þrjá leiki og gerðu þrjú jafntefli. Gunnlaugur kveðst ánægður með seinni umferðina hjá sínum mönnum en þeir töpuðu aðeins tveimur leikjum í henni, gegn FH og Breiðabliki, tveimur efstu liðum deildarinnar.Ætluðum erlendu leikmönnunum stærra hlutverk „Seinni umferðin gekk framar okkar björtustu vonum,“ sagði Gunnlaugur fór með svipaðan hóp inn í tímabilið og lenti í 2. sæti í 1. deildinni í fyrra. „Við höfðum mikla trú á þessum leikmannahópi sem við höfðum á að skipa í 1. deildinni og héldum að það væri rými fyrir bætingu hjá mönnum. Við lögðum snemma áherslu á að fá sterkan framherja og miðjumann erlendis frá. Við vorum búnir að finna þær týpur í lok janúar. „Þrátt fyrir einhverjir kynnu að segja að þeir hefðu verið flopp, þá komu þeir nú heldur betur við sögu en voru kannski í öðrum hlutverkum en við ætluðum þeim. Við ætluðum þeim stærri hlutverk,“ sagði Gunnlaugur og átti þar við serbneska miðjumanninn Marko Andelkovic og litháíska framherjann Asenij Buinickij sem spiluðu lítið seinni hluta tímabilsins. Gunnlaugur segir að í stað þess að fá þriðja erlenda leikmanninn til liðs við ÍA hafi verið ákveðið að styrkja liðið innan frá. „Í desember ákváðum við að fá Viðar Halldórsson, félagsfræðing og háskólakennara, sem hefur unnið með mörgum liðum og einstaklingum. Við gerðum þriggja ára samning við hann og hann vann með liðinu og einstaklingum varðandi markmiðasetningu og það gafst mjög vel. „Auk þess náðum við að klófesta Guðmund Hreiðarsson, markmannsþjálfara, sem KR-ingar létu fara í haust. Þótt hann hafi ekki verið á öllum æfingum kom hann gríðarlega sterkur inn í hópinn með margar ferskar hugmyndir,“ sagði Gunnlaugur en Guðmundur er einnig markmannsþjálfari íslenska landsliðsins.Bjuggum til sterka liðsheild í fyrra ÍA féll með stæl úr Pepsi-deildinni 2013 og þegar Gunnlaugur tók við uppeldisfélaginu eftir það tímabil beið hans vinna við að rífa liðið upp og auka sjálftraust þess eftir erfitt ár. „Það má vel vera að tímabilið 2013 hafi setið í einhverjum leikmönnum. En það sem við náðum að gera 2014 var að skapa sterka liðsheild sem lenti í ýmsu í 1. deildinni. Það var ekki beinn vegur en menn sigruðust á því og komust upp,“ sagði Gunnlaugur. „Engu að síður tryggðum við okkur upp og gerðum það nokkuð sannfærandi. Það hleypti miklu sjálfstrausti í þennan hóp og sérstaklega í þá leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar 2013. Við notuðum þetta 2013 tímabil sem ákveðið bensín fyrir þetta tímabil. Menn höfðu ýmislegt að sanna í ár, sérstaklega þeir sem voru í stórum hlutverkum 2013,“ bætti Gunnlaugur við en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Gunnlaugur Jónsson náði flottum árangri með ÍA í sumar en liðið endaði í 7. sæti Pepsi-deildar karla með 29 stig. Hann var gestur Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþættinum Akraborginni þar sem hann fór yfir tímabilið sem lauk um helgina. Gunnlaugur segir að fyrir tímabilið hafi aðalmarkmið Skagamanna verið að halda sér í Pepsi-deildinni. „Við ætluðum okkur að halda sætinu í deildinni. Við vorum alveg raunsæir á að þetta gæti orðið barátta í kjallaranum og það varð raunin því við tryggðum okkur ekki áframhaldandi sæti í deildinni fyrr en í 20. umferð,“ sagði Gunnlaugur en Skagamenn voru taplausir í síðustu sex deildarleikjum sínum, unnu þrjá leiki og gerðu þrjú jafntefli. Gunnlaugur kveðst ánægður með seinni umferðina hjá sínum mönnum en þeir töpuðu aðeins tveimur leikjum í henni, gegn FH og Breiðabliki, tveimur efstu liðum deildarinnar.Ætluðum erlendu leikmönnunum stærra hlutverk „Seinni umferðin gekk framar okkar björtustu vonum,“ sagði Gunnlaugur fór með svipaðan hóp inn í tímabilið og lenti í 2. sæti í 1. deildinni í fyrra. „Við höfðum mikla trú á þessum leikmannahópi sem við höfðum á að skipa í 1. deildinni og héldum að það væri rými fyrir bætingu hjá mönnum. Við lögðum snemma áherslu á að fá sterkan framherja og miðjumann erlendis frá. Við vorum búnir að finna þær týpur í lok janúar. „Þrátt fyrir einhverjir kynnu að segja að þeir hefðu verið flopp, þá komu þeir nú heldur betur við sögu en voru kannski í öðrum hlutverkum en við ætluðum þeim. Við ætluðum þeim stærri hlutverk,“ sagði Gunnlaugur og átti þar við serbneska miðjumanninn Marko Andelkovic og litháíska framherjann Asenij Buinickij sem spiluðu lítið seinni hluta tímabilsins. Gunnlaugur segir að í stað þess að fá þriðja erlenda leikmanninn til liðs við ÍA hafi verið ákveðið að styrkja liðið innan frá. „Í desember ákváðum við að fá Viðar Halldórsson, félagsfræðing og háskólakennara, sem hefur unnið með mörgum liðum og einstaklingum. Við gerðum þriggja ára samning við hann og hann vann með liðinu og einstaklingum varðandi markmiðasetningu og það gafst mjög vel. „Auk þess náðum við að klófesta Guðmund Hreiðarsson, markmannsþjálfara, sem KR-ingar létu fara í haust. Þótt hann hafi ekki verið á öllum æfingum kom hann gríðarlega sterkur inn í hópinn með margar ferskar hugmyndir,“ sagði Gunnlaugur en Guðmundur er einnig markmannsþjálfari íslenska landsliðsins.Bjuggum til sterka liðsheild í fyrra ÍA féll með stæl úr Pepsi-deildinni 2013 og þegar Gunnlaugur tók við uppeldisfélaginu eftir það tímabil beið hans vinna við að rífa liðið upp og auka sjálftraust þess eftir erfitt ár. „Það má vel vera að tímabilið 2013 hafi setið í einhverjum leikmönnum. En það sem við náðum að gera 2014 var að skapa sterka liðsheild sem lenti í ýmsu í 1. deildinni. Það var ekki beinn vegur en menn sigruðust á því og komust upp,“ sagði Gunnlaugur. „Engu að síður tryggðum við okkur upp og gerðum það nokkuð sannfærandi. Það hleypti miklu sjálfstrausti í þennan hóp og sérstaklega í þá leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar 2013. Við notuðum þetta 2013 tímabil sem ákveðið bensín fyrir þetta tímabil. Menn höfðu ýmislegt að sanna í ár, sérstaklega þeir sem voru í stórum hlutverkum 2013,“ bætti Gunnlaugur við en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira