Einn daginn berst bréf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2015 09:00 Draumur hins níu ára gamla albanska Petrit rættist á mánudagsmorgun. Hann og systur hans fengu að fara í skóla. Það er með ólíkindum að ekkert hafi bent til þess að Petrit, Laura og Janie fengu sjálfsagða ósk sína uppfyllta. Ef ekki hefði verið fyrir hugrakka foreldra sem sögðu Fréttablaðinu sögu sína væru börnin líklega enn að láta sér leiðast í galtómri íbúð. Ég efast ekki um að börnin í Laugarnes- og Laugalækjarskóla munu taka vel á móti nýju skólafélögum sínum. Sömuleiðis hafa fjölmargir borgarbúar sýnt vilja í verki og aðstoðað fjölskylduna að koma undir sig fótunum. Hins vegar er alls óvíst hve lengi börnin verða velkomin á Íslandi enda hefur ekki verið tekin afstaða til beiðni fjölskyldunnar um hæli. Afstaða Íslands til Dyflinnarreglugerðarinnar virðist vera sú að það sé skylda fyrir okkur að senda hælisleitendur aftur til næsta Schengen-ríkis, ekki að við höfum heimild til þess. Á meðan stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að verja tveimur milljörðum króna í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur næstu tvö árin stefnir í að vel liðnir Nígeríumenn, sem líta á Ísland sem sitt heimili, verði sendir úr landi á næstunni.Petrit litli vakti föður sinn með látum á mánudaginn og vildi drífa sig í skólann klukkan 6:30. Vafalítið var brosið á andliti hans ekki minna þá um morguninn en það var í lok dags eftir faðmlög skólafélaga. „Það er allt miklu betra núna. Ég eignast vini og leik við þá. Svo læri ég líka,“ sagði Petrit í sérstaklega fallegri kvöldfrétt Stöðvar 2. Það er sorglegt að hugsa til þess að einn daginn gæti beðið hans bréf í póstkassanum frá íslenskum yfirvöldum þess efnis að hans nærveru sé ekki lengur óskað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Draumur hins níu ára gamla albanska Petrit rættist á mánudagsmorgun. Hann og systur hans fengu að fara í skóla. Það er með ólíkindum að ekkert hafi bent til þess að Petrit, Laura og Janie fengu sjálfsagða ósk sína uppfyllta. Ef ekki hefði verið fyrir hugrakka foreldra sem sögðu Fréttablaðinu sögu sína væru börnin líklega enn að láta sér leiðast í galtómri íbúð. Ég efast ekki um að börnin í Laugarnes- og Laugalækjarskóla munu taka vel á móti nýju skólafélögum sínum. Sömuleiðis hafa fjölmargir borgarbúar sýnt vilja í verki og aðstoðað fjölskylduna að koma undir sig fótunum. Hins vegar er alls óvíst hve lengi börnin verða velkomin á Íslandi enda hefur ekki verið tekin afstaða til beiðni fjölskyldunnar um hæli. Afstaða Íslands til Dyflinnarreglugerðarinnar virðist vera sú að það sé skylda fyrir okkur að senda hælisleitendur aftur til næsta Schengen-ríkis, ekki að við höfum heimild til þess. Á meðan stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að verja tveimur milljörðum króna í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur næstu tvö árin stefnir í að vel liðnir Nígeríumenn, sem líta á Ísland sem sitt heimili, verði sendir úr landi á næstunni.Petrit litli vakti föður sinn með látum á mánudaginn og vildi drífa sig í skólann klukkan 6:30. Vafalítið var brosið á andliti hans ekki minna þá um morguninn en það var í lok dags eftir faðmlög skólafélaga. „Það er allt miklu betra núna. Ég eignast vini og leik við þá. Svo læri ég líka,“ sagði Petrit í sérstaklega fallegri kvöldfrétt Stöðvar 2. Það er sorglegt að hugsa til þess að einn daginn gæti beðið hans bréf í póstkassanum frá íslenskum yfirvöldum þess efnis að hans nærveru sé ekki lengur óskað.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar