Loðin svör um hælisleitendur Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Evrópa stendur frammi fyrir mesta fjölda flóttafólks frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Daglega berast okkur fréttir af fjölda fólks á vergangi og yfirfullum flóttamannabúðum í löndunum sunnar í álfunni. Andspænis þessum vanda hafa ríki Evrópu, þar á meðal Ísland, rætt um að skipta niður á sig flóttafólki til að jafna byrðarnar. Í ljósi alls þessa skaut skökku við þegar fregnir bárust af því að Útlendingastofnun væri að vísa hælisleitendum frá Sýrlandi aftur til meginlandsins. Þess vegna spurði ég Ólöfu Norðdal innanríkisráðherra þann 17. september sl. á Alþingi hvort hún teldi ekki rétt að hætta við núverandi aðstæður að senda fólk úr landi með tilvísun í Dyflinnarreglugerðina. Minnti ég einnig á að Dyflinnarreglugerðin felur aðeins í sér heimild til að senda hælisleitendur til baka til fyrri viðkomustaðar en alls enga skyldu, eins og stundum er þó látið í veðri vaka. Tilgangur Dyflinnarreglugerðarinnar á að vera að allir hælisleitendur fái meðferð síns máls í einu landi – en ekki að vera skálkaskjól afskekktra landa álfunnar til að firra sig allri ábyrgð. Ekki var ráðherra sammála mér í þessu efni en sagði þó skýrt að Íslendingar sendu ekki hælisleitendur til baka til Grikklands, Ungverjalands og Ítalíu vegna aðstæðna í þeim löndum. Sú yfirlýsing var ágæt eins langt og hún náði. Í síðustu viku bárust hins vegar af því fréttir að Hæstiréttur hefði staðfest úrskurð Útlendingastofnunar, undirstofnunar ráðherrans, um að senda tvo hælisleitendur til Ítalíu. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort ekkert hafi verið að marka orð ráðherrans á Alþingi þann 17. september? Má ætla að ef þessi umræða hefði ekki átt sér stað í þinginu væri Útlendingastofnun nú, í kyrrþey, að senda fólk unnvörpum í óviðunandi aðstæður á Ítalíu? Og jafnframt, finnst nokkrum vera heil brú í því að íslensk stjórnvöld sendi hælisleitendur til lands sem þegar er yfirfullt af flóttamönnum en séu á sama tíma að leita leiða til að létta á þeim vanda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópa stendur frammi fyrir mesta fjölda flóttafólks frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Daglega berast okkur fréttir af fjölda fólks á vergangi og yfirfullum flóttamannabúðum í löndunum sunnar í álfunni. Andspænis þessum vanda hafa ríki Evrópu, þar á meðal Ísland, rætt um að skipta niður á sig flóttafólki til að jafna byrðarnar. Í ljósi alls þessa skaut skökku við þegar fregnir bárust af því að Útlendingastofnun væri að vísa hælisleitendum frá Sýrlandi aftur til meginlandsins. Þess vegna spurði ég Ólöfu Norðdal innanríkisráðherra þann 17. september sl. á Alþingi hvort hún teldi ekki rétt að hætta við núverandi aðstæður að senda fólk úr landi með tilvísun í Dyflinnarreglugerðina. Minnti ég einnig á að Dyflinnarreglugerðin felur aðeins í sér heimild til að senda hælisleitendur til baka til fyrri viðkomustaðar en alls enga skyldu, eins og stundum er þó látið í veðri vaka. Tilgangur Dyflinnarreglugerðarinnar á að vera að allir hælisleitendur fái meðferð síns máls í einu landi – en ekki að vera skálkaskjól afskekktra landa álfunnar til að firra sig allri ábyrgð. Ekki var ráðherra sammála mér í þessu efni en sagði þó skýrt að Íslendingar sendu ekki hælisleitendur til baka til Grikklands, Ungverjalands og Ítalíu vegna aðstæðna í þeim löndum. Sú yfirlýsing var ágæt eins langt og hún náði. Í síðustu viku bárust hins vegar af því fréttir að Hæstiréttur hefði staðfest úrskurð Útlendingastofnunar, undirstofnunar ráðherrans, um að senda tvo hælisleitendur til Ítalíu. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort ekkert hafi verið að marka orð ráðherrans á Alþingi þann 17. september? Má ætla að ef þessi umræða hefði ekki átt sér stað í þinginu væri Útlendingastofnun nú, í kyrrþey, að senda fólk unnvörpum í óviðunandi aðstæður á Ítalíu? Og jafnframt, finnst nokkrum vera heil brú í því að íslensk stjórnvöld sendi hælisleitendur til lands sem þegar er yfirfullt af flóttamönnum en séu á sama tíma að leita leiða til að létta á þeim vanda?
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar