Við viljum að það sé tekið mark á okkur! Guðrún Ágústsdóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Öldungaráð Reykjavíkur, hvað er það? Samkvæmt samþykkt um öldungaráð Reykjavíkurborgar þá ber okkur að vera borgarstjórn, nefndum og ráðum borgarinnar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Ennfremur að vera vettvangur samráðs borgarbúa 67 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og borgaryfirvalda og vera virkur þátttakandi í allri stefnumörkum málaflokksins. Við eigum að vera ráðgefandi fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar í málaflokknum og eigum að stuðla í samstarfi við þjónustumiðstöðvarnar, að eflingu félagsauðs og kynningu á þjónustu borgarstofnana til borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Þetta er ekkert smáræði. Öldungaráðið er nýtt hér í borginni, við vorum kosin á þessu ári og fyrsti fundurinn okkar var haldinn 11. mars sl. Við höfum til þessa einbeitt okkur að því að læra á kerfið, með því að fara í heimsóknir og fá til okkar fagaðila á ýmsum sviðum. Við óskuðum eftir því að fá fulltrúa frá Velferðarráði sem áheyrnarfulltrúa á fundina okkar, en öldungaráðið er vistað á mannréttindaskrifstofu. Við höfum fengið tengiliði við öll svið borgarinnar. Einhver kynni að spyrja sig – hvað koma skipulagsmál öldruðum við? Svarið er: Ótal margt. T.d. góðar almenningssamgöngur sem stuðla að því að fólk geti sinnt hugðarefnum sínum. Hálkueyðing, gífurlega mikilvægt mál. Og fleira og fleira. Allt sem stuðlar að því að fólk geti séð um sig heima eins lengi og það getur og vill skiptir máli. Þannig mætti fara yfir öll svið borgarinnar; allir starfsþættir hennar skipta aldraða máli. Líka leikskólar. Fjölmenningarráðið er líka vistað hjá Mannréttindaskrifstofu. Nú hefur það ráð óskað eftir fundi með okkur og hann verður haldinn fljótlega. Við sjáum fyrir okkur samvinnu við þau, t.d. umræðu um það hvernig við erum í stakk búin til að sinna öldruðum innflytjendum. Við væntum okkur mikils af samstarfi við fjölmenningarráðið.Aldursvæn borg Og síðast en ekki síst eru bundnar miklar vonir við þátttöku borgarinnar í verkefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í aldursvænum borgum. Fyrir nokkrum dögum héldu borgarstjórn og öldungaráðið fyrsta opna sameiginlega fund sinn. Þar komu allir borgarfulltrúar allra flokka sem sýndu málefnum aldraðra mikinn áhuga. Þá komu á fundinn fulltrúar og talsmenn starfssviða borgarinnar. Það var góður fundur. Það er ástæða til að þakka borgarstjórn fyrir að kalla öldungaráðið til verka og við munum reyna að standa undir væntingum. Við ætlum ekki að verða silkihúfa, við ætlum að taka virkan þátt í starfsemi borgarinnar og við viljum að það verði tekið mark á okkur! Við í öldungaráðinu væntum okkur mikils af samstarfinu innan borgarkerfisins og við aðra þá sem vinna að málefnum eldra fólks og vonum að þær ábendingar og umsagnir og tillögur sem frá okkur koma í framtíðinni muni hjálpa til við að bæta kjör þessa hóps og hjálpa til við að hann verði sjálfbær sem allra lengst. Við viljum ekki að talað sé um fjölgun aldraðra sem óheillavænlega þróun sem minni helst á þá miklu vá sem heiminum stafar af loftslagsbreytingum af mannavöldum. Aldraðir á Íslandi eru nefnilega ungir! Þeir eru lægra hlutfall þjóðar en í grannlöndum okkar. Þeir vinna lengur eftir að fólk er komið á eftirlaunaaldur og þeir hafa lagt fyrir í stærstu sameiginlega sjóði landsmanna, lífeyrissjóðina. Við viljum vera með! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Öldungaráð Reykjavíkur, hvað er það? Samkvæmt samþykkt um öldungaráð Reykjavíkurborgar þá ber okkur að vera borgarstjórn, nefndum og ráðum borgarinnar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Ennfremur að vera vettvangur samráðs borgarbúa 67 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og borgaryfirvalda og vera virkur þátttakandi í allri stefnumörkum málaflokksins. Við eigum að vera ráðgefandi fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar í málaflokknum og eigum að stuðla í samstarfi við þjónustumiðstöðvarnar, að eflingu félagsauðs og kynningu á þjónustu borgarstofnana til borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Þetta er ekkert smáræði. Öldungaráðið er nýtt hér í borginni, við vorum kosin á þessu ári og fyrsti fundurinn okkar var haldinn 11. mars sl. Við höfum til þessa einbeitt okkur að því að læra á kerfið, með því að fara í heimsóknir og fá til okkar fagaðila á ýmsum sviðum. Við óskuðum eftir því að fá fulltrúa frá Velferðarráði sem áheyrnarfulltrúa á fundina okkar, en öldungaráðið er vistað á mannréttindaskrifstofu. Við höfum fengið tengiliði við öll svið borgarinnar. Einhver kynni að spyrja sig – hvað koma skipulagsmál öldruðum við? Svarið er: Ótal margt. T.d. góðar almenningssamgöngur sem stuðla að því að fólk geti sinnt hugðarefnum sínum. Hálkueyðing, gífurlega mikilvægt mál. Og fleira og fleira. Allt sem stuðlar að því að fólk geti séð um sig heima eins lengi og það getur og vill skiptir máli. Þannig mætti fara yfir öll svið borgarinnar; allir starfsþættir hennar skipta aldraða máli. Líka leikskólar. Fjölmenningarráðið er líka vistað hjá Mannréttindaskrifstofu. Nú hefur það ráð óskað eftir fundi með okkur og hann verður haldinn fljótlega. Við sjáum fyrir okkur samvinnu við þau, t.d. umræðu um það hvernig við erum í stakk búin til að sinna öldruðum innflytjendum. Við væntum okkur mikils af samstarfi við fjölmenningarráðið.Aldursvæn borg Og síðast en ekki síst eru bundnar miklar vonir við þátttöku borgarinnar í verkefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í aldursvænum borgum. Fyrir nokkrum dögum héldu borgarstjórn og öldungaráðið fyrsta opna sameiginlega fund sinn. Þar komu allir borgarfulltrúar allra flokka sem sýndu málefnum aldraðra mikinn áhuga. Þá komu á fundinn fulltrúar og talsmenn starfssviða borgarinnar. Það var góður fundur. Það er ástæða til að þakka borgarstjórn fyrir að kalla öldungaráðið til verka og við munum reyna að standa undir væntingum. Við ætlum ekki að verða silkihúfa, við ætlum að taka virkan þátt í starfsemi borgarinnar og við viljum að það verði tekið mark á okkur! Við í öldungaráðinu væntum okkur mikils af samstarfinu innan borgarkerfisins og við aðra þá sem vinna að málefnum eldra fólks og vonum að þær ábendingar og umsagnir og tillögur sem frá okkur koma í framtíðinni muni hjálpa til við að bæta kjör þessa hóps og hjálpa til við að hann verði sjálfbær sem allra lengst. Við viljum ekki að talað sé um fjölgun aldraðra sem óheillavænlega þróun sem minni helst á þá miklu vá sem heiminum stafar af loftslagsbreytingum af mannavöldum. Aldraðir á Íslandi eru nefnilega ungir! Þeir eru lægra hlutfall þjóðar en í grannlöndum okkar. Þeir vinna lengur eftir að fólk er komið á eftirlaunaaldur og þeir hafa lagt fyrir í stærstu sameiginlega sjóði landsmanna, lífeyrissjóðina. Við viljum vera með!
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun