Fyrsti byggingarkrani Öræfa í stærsta sveitahóteli Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 28. ágúst 2015 21:15 Stærsta hótel í dreifbýli á Íslandi, yfir eitthundrað herbergja lúxushótel, rís nú á Hnappavöllum í Öræfum. Verktakinn segir að byggingarkrani hafi aldrei áður sést í Öræfasveit. Þótt lágreistar séu eru byggingarnar þegar farnar að setja svip sinn á umhverfi Hnappavalla en hótelið verður hluti af keðju Fosshótela. Beka-ráðgjöf annast verkið en húsasmíðin er í höndum Húsheildar ehf. í Hafnarfirði. „Ég held að ég sé ekki að ljúga mikið þegar ég segi að þetta sé stærsta hótel sem byggt hefur verið í dreifbýli,“ segir Ólafur Ragnarsson, byggingarverktaki hjá Húsheild ehf. „Þetta verður frekar fínt hótel. Þetta á að vera svona í hærri klassa, stór og flott herbergi, og alveg gríðarlega flott útsýni hérna.“Hótelbyggingin er þegar orðin áberandi við Hnappavelli. Byggingarkraninn er sagður sá fyrsti sem notaður er við húsbyggingu í Öræfasveit.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stefnt er að því að opna næsta vor. Herbergin verða 104 talsins en einnig verða veitingasalir og ráðstefnuaðstaða. Það er reyndar með ólíkindum hversu hratt hótelið rís en framkvæmdir hófust þann 15. apríl í vor. Ástæðuna segir Ólafur vera þessar innfluttu timbureiningar. „Þær eru alveg stórsniðugar. Þær auka framkvæmdahraða hér bara alveg um 40 prósent.“ Við smíðina starfa þrjátíu manns og fer fjölgandi. 50-60 manns verða með haustinu og í vetur, þegar fleiri pípulagningamenn og rafvirkjar koma í innivinnuna, að sögn Ólafs. Hér í Öræfasveit finna þeir fyrir vinnuaflsskorti. „Jarðvinnuverktakinn er af þessu svæði og aukamenn í kringum það. Svo eru bændur hér tengdir jarðvinnunni. Ég hef nú ekki náð nema einum smið hér úr nágrenninu. Það er bara bullandi uppgangur á þessu svæði og erfitt að fá fólk. Þannig að við erum bara töluvert úr bænum sem erum hérna,“ segir Ólafur.Hótelið verður í mörgum lágreistum en samtengdum byggingum.Í Öræfum hafa menn aldrei séð annað eins. Þetta er einfaldlega stærsta atvinnuuppbygging í sögu þessa fámenna héraðs. „Þið verðið að athuga það að til dæmis í Öræfasveit, - þetta er í fyrsta skipti sem kemur byggingarkrani í sveitina. Það hefur aldrei gerst áður,“ segir Ólafur hjá Húsheild. Í viðtali fyrir tveimur árum í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að neðan, sagði Davíð Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, að fjárfestingin gæti orðið upp á einn og hálfan milljarð króna. Tengdar fréttir Hefja smíði lúxushótels við rætur Öræfajökuls Fosshótel áforma smíði lúxushótels við Hnappavelli í Öræfasveit fyrir einn og hálfan milljarð króna. 8. október 2013 19:13 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Stærsta hótel í dreifbýli á Íslandi, yfir eitthundrað herbergja lúxushótel, rís nú á Hnappavöllum í Öræfum. Verktakinn segir að byggingarkrani hafi aldrei áður sést í Öræfasveit. Þótt lágreistar séu eru byggingarnar þegar farnar að setja svip sinn á umhverfi Hnappavalla en hótelið verður hluti af keðju Fosshótela. Beka-ráðgjöf annast verkið en húsasmíðin er í höndum Húsheildar ehf. í Hafnarfirði. „Ég held að ég sé ekki að ljúga mikið þegar ég segi að þetta sé stærsta hótel sem byggt hefur verið í dreifbýli,“ segir Ólafur Ragnarsson, byggingarverktaki hjá Húsheild ehf. „Þetta verður frekar fínt hótel. Þetta á að vera svona í hærri klassa, stór og flott herbergi, og alveg gríðarlega flott útsýni hérna.“Hótelbyggingin er þegar orðin áberandi við Hnappavelli. Byggingarkraninn er sagður sá fyrsti sem notaður er við húsbyggingu í Öræfasveit.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stefnt er að því að opna næsta vor. Herbergin verða 104 talsins en einnig verða veitingasalir og ráðstefnuaðstaða. Það er reyndar með ólíkindum hversu hratt hótelið rís en framkvæmdir hófust þann 15. apríl í vor. Ástæðuna segir Ólafur vera þessar innfluttu timbureiningar. „Þær eru alveg stórsniðugar. Þær auka framkvæmdahraða hér bara alveg um 40 prósent.“ Við smíðina starfa þrjátíu manns og fer fjölgandi. 50-60 manns verða með haustinu og í vetur, þegar fleiri pípulagningamenn og rafvirkjar koma í innivinnuna, að sögn Ólafs. Hér í Öræfasveit finna þeir fyrir vinnuaflsskorti. „Jarðvinnuverktakinn er af þessu svæði og aukamenn í kringum það. Svo eru bændur hér tengdir jarðvinnunni. Ég hef nú ekki náð nema einum smið hér úr nágrenninu. Það er bara bullandi uppgangur á þessu svæði og erfitt að fá fólk. Þannig að við erum bara töluvert úr bænum sem erum hérna,“ segir Ólafur.Hótelið verður í mörgum lágreistum en samtengdum byggingum.Í Öræfum hafa menn aldrei séð annað eins. Þetta er einfaldlega stærsta atvinnuuppbygging í sögu þessa fámenna héraðs. „Þið verðið að athuga það að til dæmis í Öræfasveit, - þetta er í fyrsta skipti sem kemur byggingarkrani í sveitina. Það hefur aldrei gerst áður,“ segir Ólafur hjá Húsheild. Í viðtali fyrir tveimur árum í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að neðan, sagði Davíð Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, að fjárfestingin gæti orðið upp á einn og hálfan milljarð króna.
Tengdar fréttir Hefja smíði lúxushótels við rætur Öræfajökuls Fosshótel áforma smíði lúxushótels við Hnappavelli í Öræfasveit fyrir einn og hálfan milljarð króna. 8. október 2013 19:13 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hefja smíði lúxushótels við rætur Öræfajökuls Fosshótel áforma smíði lúxushótels við Hnappavelli í Öræfasveit fyrir einn og hálfan milljarð króna. 8. október 2013 19:13