Fyrsti byggingarkrani Öræfa í stærsta sveitahóteli Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 28. ágúst 2015 21:15 Stærsta hótel í dreifbýli á Íslandi, yfir eitthundrað herbergja lúxushótel, rís nú á Hnappavöllum í Öræfum. Verktakinn segir að byggingarkrani hafi aldrei áður sést í Öræfasveit. Þótt lágreistar séu eru byggingarnar þegar farnar að setja svip sinn á umhverfi Hnappavalla en hótelið verður hluti af keðju Fosshótela. Beka-ráðgjöf annast verkið en húsasmíðin er í höndum Húsheildar ehf. í Hafnarfirði. „Ég held að ég sé ekki að ljúga mikið þegar ég segi að þetta sé stærsta hótel sem byggt hefur verið í dreifbýli,“ segir Ólafur Ragnarsson, byggingarverktaki hjá Húsheild ehf. „Þetta verður frekar fínt hótel. Þetta á að vera svona í hærri klassa, stór og flott herbergi, og alveg gríðarlega flott útsýni hérna.“Hótelbyggingin er þegar orðin áberandi við Hnappavelli. Byggingarkraninn er sagður sá fyrsti sem notaður er við húsbyggingu í Öræfasveit.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stefnt er að því að opna næsta vor. Herbergin verða 104 talsins en einnig verða veitingasalir og ráðstefnuaðstaða. Það er reyndar með ólíkindum hversu hratt hótelið rís en framkvæmdir hófust þann 15. apríl í vor. Ástæðuna segir Ólafur vera þessar innfluttu timbureiningar. „Þær eru alveg stórsniðugar. Þær auka framkvæmdahraða hér bara alveg um 40 prósent.“ Við smíðina starfa þrjátíu manns og fer fjölgandi. 50-60 manns verða með haustinu og í vetur, þegar fleiri pípulagningamenn og rafvirkjar koma í innivinnuna, að sögn Ólafs. Hér í Öræfasveit finna þeir fyrir vinnuaflsskorti. „Jarðvinnuverktakinn er af þessu svæði og aukamenn í kringum það. Svo eru bændur hér tengdir jarðvinnunni. Ég hef nú ekki náð nema einum smið hér úr nágrenninu. Það er bara bullandi uppgangur á þessu svæði og erfitt að fá fólk. Þannig að við erum bara töluvert úr bænum sem erum hérna,“ segir Ólafur.Hótelið verður í mörgum lágreistum en samtengdum byggingum.Í Öræfum hafa menn aldrei séð annað eins. Þetta er einfaldlega stærsta atvinnuuppbygging í sögu þessa fámenna héraðs. „Þið verðið að athuga það að til dæmis í Öræfasveit, - þetta er í fyrsta skipti sem kemur byggingarkrani í sveitina. Það hefur aldrei gerst áður,“ segir Ólafur hjá Húsheild. Í viðtali fyrir tveimur árum í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að neðan, sagði Davíð Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, að fjárfestingin gæti orðið upp á einn og hálfan milljarð króna. Tengdar fréttir Hefja smíði lúxushótels við rætur Öræfajökuls Fosshótel áforma smíði lúxushótels við Hnappavelli í Öræfasveit fyrir einn og hálfan milljarð króna. 8. október 2013 19:13 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Stærsta hótel í dreifbýli á Íslandi, yfir eitthundrað herbergja lúxushótel, rís nú á Hnappavöllum í Öræfum. Verktakinn segir að byggingarkrani hafi aldrei áður sést í Öræfasveit. Þótt lágreistar séu eru byggingarnar þegar farnar að setja svip sinn á umhverfi Hnappavalla en hótelið verður hluti af keðju Fosshótela. Beka-ráðgjöf annast verkið en húsasmíðin er í höndum Húsheildar ehf. í Hafnarfirði. „Ég held að ég sé ekki að ljúga mikið þegar ég segi að þetta sé stærsta hótel sem byggt hefur verið í dreifbýli,“ segir Ólafur Ragnarsson, byggingarverktaki hjá Húsheild ehf. „Þetta verður frekar fínt hótel. Þetta á að vera svona í hærri klassa, stór og flott herbergi, og alveg gríðarlega flott útsýni hérna.“Hótelbyggingin er þegar orðin áberandi við Hnappavelli. Byggingarkraninn er sagður sá fyrsti sem notaður er við húsbyggingu í Öræfasveit.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stefnt er að því að opna næsta vor. Herbergin verða 104 talsins en einnig verða veitingasalir og ráðstefnuaðstaða. Það er reyndar með ólíkindum hversu hratt hótelið rís en framkvæmdir hófust þann 15. apríl í vor. Ástæðuna segir Ólafur vera þessar innfluttu timbureiningar. „Þær eru alveg stórsniðugar. Þær auka framkvæmdahraða hér bara alveg um 40 prósent.“ Við smíðina starfa þrjátíu manns og fer fjölgandi. 50-60 manns verða með haustinu og í vetur, þegar fleiri pípulagningamenn og rafvirkjar koma í innivinnuna, að sögn Ólafs. Hér í Öræfasveit finna þeir fyrir vinnuaflsskorti. „Jarðvinnuverktakinn er af þessu svæði og aukamenn í kringum það. Svo eru bændur hér tengdir jarðvinnunni. Ég hef nú ekki náð nema einum smið hér úr nágrenninu. Það er bara bullandi uppgangur á þessu svæði og erfitt að fá fólk. Þannig að við erum bara töluvert úr bænum sem erum hérna,“ segir Ólafur.Hótelið verður í mörgum lágreistum en samtengdum byggingum.Í Öræfum hafa menn aldrei séð annað eins. Þetta er einfaldlega stærsta atvinnuuppbygging í sögu þessa fámenna héraðs. „Þið verðið að athuga það að til dæmis í Öræfasveit, - þetta er í fyrsta skipti sem kemur byggingarkrani í sveitina. Það hefur aldrei gerst áður,“ segir Ólafur hjá Húsheild. Í viðtali fyrir tveimur árum í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að neðan, sagði Davíð Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, að fjárfestingin gæti orðið upp á einn og hálfan milljarð króna.
Tengdar fréttir Hefja smíði lúxushótels við rætur Öræfajökuls Fosshótel áforma smíði lúxushótels við Hnappavelli í Öræfasveit fyrir einn og hálfan milljarð króna. 8. október 2013 19:13 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Hefja smíði lúxushótels við rætur Öræfajökuls Fosshótel áforma smíði lúxushótels við Hnappavelli í Öræfasveit fyrir einn og hálfan milljarð króna. 8. október 2013 19:13