Renault tekur yfir Lotus í næstu viku Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. ágúst 2015 22:30 Lotus-Renault gekk vel síðast þegar þessir aðilar unnu saman. Kannski smellur þetta saman aftur hjá þeim. Vísir/Getty Renault mun klára að taka yfir Lotus liðið í Formúlu 1 í næstu viku. Franski bílaframleiðandinn verður þá orðinn liðseigandi aftur í Formúlu 1. Red Bull og Toro Rosso nota Renault vélar sem sætt hafa mikilli gagnrýni í ár og í fyrra. Skortur á afli er helsta uppspretta gagnrýninnar. Renault mat þrjá kosti: hætta alfarið í Formúlu 1, halda áfram sem vélaframleiðandi eða snúa aftur sem eigandi og rekandi eigin liðs. Nú er svo komið ef marka má frétt Autosport að Renault mun kaupa stóran hluta Lotus liðsins, sem hét áður Renault. Þetta gerist í kjölfar nokkurra mánaða samningaviðræðna og fjárhagsvandræða Lotus liðsins. Bílar þess voru kyrrsettir á Spa brautinni eftir kappaksturinn síðustu helgi og voru fyrir skemmstu leystir út. Samkvæmt heimildum Autosport mun Renault fara með 65 prósent eignarhlut í liðinu. Greiðslur fyrir hlutinn dreifast yfir tíu ár og nema 11,5 milljónum dollara á ári (1,5 milljarður) íslenskra króna). Talið er að fjórfaldur heimsmeistari og fulltrúi Renault, Alain Prost muni sjálfur taka stóran þátt í rekstri liðsins og eiga 10 prósent hlut. Gerard Lopez, núverandi eigandi liðsins situr þá eftir með 25 prósent. Heimildir Autosport herma að samningar verði undirritaðir á mánudag. Eigendaskiptin munu taka gildi frá næstu áramótum. Renault hefur enn ekki ákveðið hvernig leyst verði úr skuldbindingum liðsins gagnvart Red Bull á næsta ári. Red Bull hefur forgangsákvæði í sínum samningi sem þýðir að það myndi ganga framar eigin liði Renault ef eitthvað vandamál kæmi upp. Einn möguleikinn er þá að Lotus noti Mercedes vélar áfram, þangað til samningur liðsins við Mercedes rennur út, eftir næsta tímabil. Það gæti verið lærdómsríkt fyrir Renault að reka lið með Mercedes vélar, sem eru án vafa þær bestu í bransanum þessi misserin. Spurningin er hvort Mercedes sé tilbuið að heimila slíkt. Þessi eigendaskipti gætu haft í för með sér breytingu á liðsskipan hjá Lotus/Renault. Líklega heldur franski ökumaðurinn Romain Grosjean sæti sínu þegar franski bílaframleiðandinn tekur yfir. Annað gæti gilt um hinn umdeilda liðsfélaga hans, Pastor Maldonado. Hann gæti þurft að taka pokann sinn. Þetta er þó óvíst og um getgátur að ræða. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Baráttan í Belgíu Lewis Hamilton er nú búinn að tryggja sér ráspólsbikar ársins. Óvæntir atburðir áttu sér stað í belgíska kappakstrinum. 24. ágúst 2015 22:45 Lewis Hamilton vann í Belgíu Lewis Hamilton á Mercedes vann á Spa brautinni í Belgíu. Liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Romain Grosjean á Lotus varð þriðji. 23. ágúst 2015 13:13 Whiting: Honda misnotaði reglurnar Regluvörður Alþjóða akstursíþróttasambandsins, FIA, Charlie Whiting segir McLaren-Honda hafa misnotað reglurnar um refsingar fyrir ofnotkun vélaíhluta í Belgíu. 28. ágúst 2015 17:00 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Renault mun klára að taka yfir Lotus liðið í Formúlu 1 í næstu viku. Franski bílaframleiðandinn verður þá orðinn liðseigandi aftur í Formúlu 1. Red Bull og Toro Rosso nota Renault vélar sem sætt hafa mikilli gagnrýni í ár og í fyrra. Skortur á afli er helsta uppspretta gagnrýninnar. Renault mat þrjá kosti: hætta alfarið í Formúlu 1, halda áfram sem vélaframleiðandi eða snúa aftur sem eigandi og rekandi eigin liðs. Nú er svo komið ef marka má frétt Autosport að Renault mun kaupa stóran hluta Lotus liðsins, sem hét áður Renault. Þetta gerist í kjölfar nokkurra mánaða samningaviðræðna og fjárhagsvandræða Lotus liðsins. Bílar þess voru kyrrsettir á Spa brautinni eftir kappaksturinn síðustu helgi og voru fyrir skemmstu leystir út. Samkvæmt heimildum Autosport mun Renault fara með 65 prósent eignarhlut í liðinu. Greiðslur fyrir hlutinn dreifast yfir tíu ár og nema 11,5 milljónum dollara á ári (1,5 milljarður) íslenskra króna). Talið er að fjórfaldur heimsmeistari og fulltrúi Renault, Alain Prost muni sjálfur taka stóran þátt í rekstri liðsins og eiga 10 prósent hlut. Gerard Lopez, núverandi eigandi liðsins situr þá eftir með 25 prósent. Heimildir Autosport herma að samningar verði undirritaðir á mánudag. Eigendaskiptin munu taka gildi frá næstu áramótum. Renault hefur enn ekki ákveðið hvernig leyst verði úr skuldbindingum liðsins gagnvart Red Bull á næsta ári. Red Bull hefur forgangsákvæði í sínum samningi sem þýðir að það myndi ganga framar eigin liði Renault ef eitthvað vandamál kæmi upp. Einn möguleikinn er þá að Lotus noti Mercedes vélar áfram, þangað til samningur liðsins við Mercedes rennur út, eftir næsta tímabil. Það gæti verið lærdómsríkt fyrir Renault að reka lið með Mercedes vélar, sem eru án vafa þær bestu í bransanum þessi misserin. Spurningin er hvort Mercedes sé tilbuið að heimila slíkt. Þessi eigendaskipti gætu haft í för með sér breytingu á liðsskipan hjá Lotus/Renault. Líklega heldur franski ökumaðurinn Romain Grosjean sæti sínu þegar franski bílaframleiðandinn tekur yfir. Annað gæti gilt um hinn umdeilda liðsfélaga hans, Pastor Maldonado. Hann gæti þurft að taka pokann sinn. Þetta er þó óvíst og um getgátur að ræða.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Baráttan í Belgíu Lewis Hamilton er nú búinn að tryggja sér ráspólsbikar ársins. Óvæntir atburðir áttu sér stað í belgíska kappakstrinum. 24. ágúst 2015 22:45 Lewis Hamilton vann í Belgíu Lewis Hamilton á Mercedes vann á Spa brautinni í Belgíu. Liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Romain Grosjean á Lotus varð þriðji. 23. ágúst 2015 13:13 Whiting: Honda misnotaði reglurnar Regluvörður Alþjóða akstursíþróttasambandsins, FIA, Charlie Whiting segir McLaren-Honda hafa misnotað reglurnar um refsingar fyrir ofnotkun vélaíhluta í Belgíu. 28. ágúst 2015 17:00 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Bílskúrinn: Baráttan í Belgíu Lewis Hamilton er nú búinn að tryggja sér ráspólsbikar ársins. Óvæntir atburðir áttu sér stað í belgíska kappakstrinum. 24. ágúst 2015 22:45
Lewis Hamilton vann í Belgíu Lewis Hamilton á Mercedes vann á Spa brautinni í Belgíu. Liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Romain Grosjean á Lotus varð þriðji. 23. ágúst 2015 13:13
Whiting: Honda misnotaði reglurnar Regluvörður Alþjóða akstursíþróttasambandsins, FIA, Charlie Whiting segir McLaren-Honda hafa misnotað reglurnar um refsingar fyrir ofnotkun vélaíhluta í Belgíu. 28. ágúst 2015 17:00