Samherji hagnaðist um ellefu milljarða í fyrra Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2015 14:23 Arðgreiðsla til hluthafa verður 1,4 milljarðar króna eða 12,4 prósent hagnaðar. Vísir/Pjetur Afkoma Samherja hf. og dótturfélaga er sögð hafa verið góð á síðasta ári. Hagnaður félagsins var rúmir ellefu milljarðar króna. Þá voru tekjur rúmlega 78 milljarðar. Félagið greiðir 2,6 milljarða króna í tekjuskatt og 900 milljónir í veiðileyfagjald. Arðgreiðsla til hluthafa verður 1,4 milljarðar króna eða 12,4 prósent hagnaðar. Í tilkynningu frá félaginu segir að tæpur helmingur af starfsemi samstæðunnar sé erlendis. Félagið seldi afurðir til 60 landa í fyrra og þar af 23 landa í Afríku. Rekstrartekjur Samherja og dótturfélaga þess voru rúmir 78 milljarðar í fyrra og nam hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði 16,4 milljörðum. Árið áður var sá hagnaður 25,4 milljarðar, en þá var söluhagnaður 8,1 milljarður. „Afkoma af reglulegri starfsemi í fyrra var því mjög svipuð og árið á undan. Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 13,7 milljörðum og að teknu tilliti til tekjuskatts var hagnaður ársins 11,2 milljarðar króna.“ Eignir samstæðunnar í lok árs 2014 voru 116,2 milljarðar króna. Heildarskuldir og skuldbindingar voru 40,8 milljarðar og eigið fé 75,3 milljarðar.Gjörbreytt landslag á mörkuðum „Innflutningsbann er til Nígeríu og gjaldeyrisskortur en þangað höfum við flutt mikið af uppsjávarafurðum og allar okkar þurrkuðu afurðir. Ekki sér fyrir endann á innflutningsbanni Rússa á íslenskar afurðir, þangað sem við fluttum afurðir fyrir vel á fimmta milljarð á síðasta ári. Við trúum því að þau mál muni leysast og höldum áfram að rækta okkar tryggu viðskiptasambönd þar í landi sem hafa byggst upp á löngum tíma og gagnkvæmu trausti. Þriðji stóri markaður okkar fyrir uppsjávarafurðir hefur verið í Úkraínu. Þar eru aðstæður mjög erfiðar og mikill samdráttur hefur verið í innflutningi. Það eru því ærin verkefni framundan að leita leiða til að hámarka verðmæti uppsjávarafla okkar á næstu misserum. Verkefnin eru til að leysa og það er af nógu að taka en við erum vel í stakk búin að takast á við síbreytilegar aðstæður. Við höfum mikið af hæfu starfsfólki sem hefur tekist á við fjölmargt með okkur. Við munum þétta raðirnar til að klára þessar fjárfestingar og mæta áskorunum sem framundan eru,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í tilkynningunni. Í tilkynningu Samherja kemur fram að Samherji hf. sé eignarhaldsfélag um eignarhluti í dóttur- og hlutdeildarfélögum sem flest tengist sjávarútvegi og vinnslu afurða hérlendis og erlendis. „Rekstur útgerðar og fiskvinnslu á Íslandi er í félögunum Samherji Ísland ehf. og Útgerðarfélag Akureyringa ehf. og rekstur fiskeldis er í Íslandsbleikju ehf. Félög samstæðunnar starfa í ellefu löndum og gera upp í níu mismunandi gjaldmiðlum.“ Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Afkoma Samherja hf. og dótturfélaga er sögð hafa verið góð á síðasta ári. Hagnaður félagsins var rúmir ellefu milljarðar króna. Þá voru tekjur rúmlega 78 milljarðar. Félagið greiðir 2,6 milljarða króna í tekjuskatt og 900 milljónir í veiðileyfagjald. Arðgreiðsla til hluthafa verður 1,4 milljarðar króna eða 12,4 prósent hagnaðar. Í tilkynningu frá félaginu segir að tæpur helmingur af starfsemi samstæðunnar sé erlendis. Félagið seldi afurðir til 60 landa í fyrra og þar af 23 landa í Afríku. Rekstrartekjur Samherja og dótturfélaga þess voru rúmir 78 milljarðar í fyrra og nam hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði 16,4 milljörðum. Árið áður var sá hagnaður 25,4 milljarðar, en þá var söluhagnaður 8,1 milljarður. „Afkoma af reglulegri starfsemi í fyrra var því mjög svipuð og árið á undan. Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 13,7 milljörðum og að teknu tilliti til tekjuskatts var hagnaður ársins 11,2 milljarðar króna.“ Eignir samstæðunnar í lok árs 2014 voru 116,2 milljarðar króna. Heildarskuldir og skuldbindingar voru 40,8 milljarðar og eigið fé 75,3 milljarðar.Gjörbreytt landslag á mörkuðum „Innflutningsbann er til Nígeríu og gjaldeyrisskortur en þangað höfum við flutt mikið af uppsjávarafurðum og allar okkar þurrkuðu afurðir. Ekki sér fyrir endann á innflutningsbanni Rússa á íslenskar afurðir, þangað sem við fluttum afurðir fyrir vel á fimmta milljarð á síðasta ári. Við trúum því að þau mál muni leysast og höldum áfram að rækta okkar tryggu viðskiptasambönd þar í landi sem hafa byggst upp á löngum tíma og gagnkvæmu trausti. Þriðji stóri markaður okkar fyrir uppsjávarafurðir hefur verið í Úkraínu. Þar eru aðstæður mjög erfiðar og mikill samdráttur hefur verið í innflutningi. Það eru því ærin verkefni framundan að leita leiða til að hámarka verðmæti uppsjávarafla okkar á næstu misserum. Verkefnin eru til að leysa og það er af nógu að taka en við erum vel í stakk búin að takast á við síbreytilegar aðstæður. Við höfum mikið af hæfu starfsfólki sem hefur tekist á við fjölmargt með okkur. Við munum þétta raðirnar til að klára þessar fjárfestingar og mæta áskorunum sem framundan eru,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í tilkynningunni. Í tilkynningu Samherja kemur fram að Samherji hf. sé eignarhaldsfélag um eignarhluti í dóttur- og hlutdeildarfélögum sem flest tengist sjávarútvegi og vinnslu afurða hérlendis og erlendis. „Rekstur útgerðar og fiskvinnslu á Íslandi er í félögunum Samherji Ísland ehf. og Útgerðarfélag Akureyringa ehf. og rekstur fiskeldis er í Íslandsbleikju ehf. Félög samstæðunnar starfa í ellefu löndum og gera upp í níu mismunandi gjaldmiðlum.“
Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira