Valdís og Ólafía byrja vel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2015 17:43 Valdís Þóra Jónsdóttir lék fyrsta keppnisdaginn á tveimur höggum undir pari. mynd/gsí Valdís Þóra Jónsdóttir, Leyni, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, byrjuðu vel á fyrsta keppnisdeginum á LETAS móti sem hófst í Finnlandi í dag. Valdís, sem er á sínu öðru tímabili á LETAS mótaröðinni, er í 2.-4. sæti á tveimur höggum undir pari (samtals 69 höggum) en Ólafía, sem er á sínu fyrsta tímabili, er á einu undir pari (samtals 70 höggum) og er hún í 5.–10. sæti. Valdís náði góðum lokakafla eftir að hafa fengið þrjá fugla og þrjá skolla á fyrri níu holunum. Hún lagaði stöðu sína með erni á 13. braut og fuglum á 15. og 18. Alls fékk hún fimm fugla og einn örn á hringnum. Leiknar verða 54 holur og lýkur keppninni á sunnudaginn. Mótið er hluti af LETAS mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Þetta er 13. mótið hjá Ólafíu á þessu tímabili en hún er í 16. sæti á styrkleikalista mótaraðarinnar af alls 154 kylfingum sem hafa tekið þátt. Valdís Þóra er að leika á sínu 11. móti á þessu tímabili en hún er í 25. sæti á styrkleikalistanum. Það er að miklu að keppa fyrir íslensku atvinnukylfingana. Fimm efstu á stigalistanum fá keppnisrétt á sjálfri LET Evrópumótaröð kvenna á næsta tímabili. Þeir sem eru í sætum 6-20 komast beint inn á lokaúrtökumótið í haust og sleppa við fyrra úrtökumótið en þessi mót fara fram í nóvember og desember í Marokkó. Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, Leyni, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, byrjuðu vel á fyrsta keppnisdeginum á LETAS móti sem hófst í Finnlandi í dag. Valdís, sem er á sínu öðru tímabili á LETAS mótaröðinni, er í 2.-4. sæti á tveimur höggum undir pari (samtals 69 höggum) en Ólafía, sem er á sínu fyrsta tímabili, er á einu undir pari (samtals 70 höggum) og er hún í 5.–10. sæti. Valdís náði góðum lokakafla eftir að hafa fengið þrjá fugla og þrjá skolla á fyrri níu holunum. Hún lagaði stöðu sína með erni á 13. braut og fuglum á 15. og 18. Alls fékk hún fimm fugla og einn örn á hringnum. Leiknar verða 54 holur og lýkur keppninni á sunnudaginn. Mótið er hluti af LETAS mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Þetta er 13. mótið hjá Ólafíu á þessu tímabili en hún er í 16. sæti á styrkleikalista mótaraðarinnar af alls 154 kylfingum sem hafa tekið þátt. Valdís Þóra er að leika á sínu 11. móti á þessu tímabili en hún er í 25. sæti á styrkleikalistanum. Það er að miklu að keppa fyrir íslensku atvinnukylfingana. Fimm efstu á stigalistanum fá keppnisrétt á sjálfri LET Evrópumótaröð kvenna á næsta tímabili. Þeir sem eru í sætum 6-20 komast beint inn á lokaúrtökumótið í haust og sleppa við fyrra úrtökumótið en þessi mót fara fram í nóvember og desember í Marokkó.
Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira