Segway-maðurinn stórhættulegi bað Bolt afsökunar | Hittust aftur í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2015 12:00 Song Tao og Usain Bolt. Vísir/Getty Kínverjinn Song Tao varð óvænt heimsfrægur í gær þegar hann keyrði niður gullverðlaunahafann Usain Bolt þegar Bolt var að fagna sigri í 200 metra hlaupinu á HM í frjálsum í Peking í Kína. Song Tao vinnur sem myndatökumaður á mótinu og hefur verið að nota Segway-hjól til að komast sem fyrst á réttu staðina. Song Tao var að elta Usain Bolt í gær þegar hann keyrði utan í rennu og missti algjörlega stjórn á hjólinu. Svo óheppilega vildi til að Usain Bolt var beint fyrir framan hann og Song Tao keyrði hann hreinlega niður. Usain Bolt slapp með nokkrar skrámur og dýrmætustu fætur í heimi eru heilir sem betur fer. Myndbandið fór hinsvegar um netið eins og eldur í sinu. Bolt er maður fólksins og fjölmiðlanna og Jamaíkamaðurinn grínaðist með atvikið á blaðamannafundi, fíflaðist bæði með það að Song Tao hafi reynt að drepa sig sem og að erkifjandi hans Justin Gatlin hafi borgað honum fyrir að gera þetta. Allt þó í gríni og með bros á vör. Song Tao var þó ekki rekinn þrátt fyrir þetta slys og hann er nú mættur aftur til vinnu í Fuglahreiðrið. Song Tao hitti meðal annars Usain Bolt aftur þegar Bolt fékk gullið sitt afhent í verðlaunaafhendingunni fyrir 200 metra hlaupið. Song Tao bað Usain Bolt þá afsökunar og hélt síðan áfram vinnu sinni. Song Tao er mjög reyndur myndatökumaður og hefur unnið bæði á Asíuleikunum sem og á Ólympíuleikum. „Það mikilvægast er að það er allt í lagi með hann. Ég meiddi mig heldur ekki og er tilbúinn að fara að vinna á ný," sagði Song Tao við kollega sinn Shao Yi sem þýddi orð hans fyrir blaðamann Guardian.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Bolt og Gatlin forðast hvor annan á móti í næsta mánuði Tvö einvígi spretthlauparanna Usain Bolt og Justin Gatlin í 100 og 200 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum voru í hópi hápunkta heimsmeistaramótsins. 28. ágúst 2015 11:00 Bolt stakk Gatlin af á lokasprettinum Usain Bolt landaði tvennunni í spretthlaupunum á HM í Peking með því að vinna 200 metra hlaupið í dag. 27. ágúst 2015 13:03 Bolt: Gatlin borgaði Segway-manninum fyrir að keyra á mig Usain Bolt varð fyrir óvæntri "árás" ljósmyndara á Segway-hjóli í dag þegar hann fagnaði sigri í 200 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína. 27. ágúst 2015 19:23 Myndatökumaður á Segway keyrði Bolt niður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á HM í frjálsum íþróttum í dag eftir 200 metra hlaupið. 27. ágúst 2015 14:35 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára gamalt Íslandsmet Arnars Arnarsonar Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Sjá meira
Kínverjinn Song Tao varð óvænt heimsfrægur í gær þegar hann keyrði niður gullverðlaunahafann Usain Bolt þegar Bolt var að fagna sigri í 200 metra hlaupinu á HM í frjálsum í Peking í Kína. Song Tao vinnur sem myndatökumaður á mótinu og hefur verið að nota Segway-hjól til að komast sem fyrst á réttu staðina. Song Tao var að elta Usain Bolt í gær þegar hann keyrði utan í rennu og missti algjörlega stjórn á hjólinu. Svo óheppilega vildi til að Usain Bolt var beint fyrir framan hann og Song Tao keyrði hann hreinlega niður. Usain Bolt slapp með nokkrar skrámur og dýrmætustu fætur í heimi eru heilir sem betur fer. Myndbandið fór hinsvegar um netið eins og eldur í sinu. Bolt er maður fólksins og fjölmiðlanna og Jamaíkamaðurinn grínaðist með atvikið á blaðamannafundi, fíflaðist bæði með það að Song Tao hafi reynt að drepa sig sem og að erkifjandi hans Justin Gatlin hafi borgað honum fyrir að gera þetta. Allt þó í gríni og með bros á vör. Song Tao var þó ekki rekinn þrátt fyrir þetta slys og hann er nú mættur aftur til vinnu í Fuglahreiðrið. Song Tao hitti meðal annars Usain Bolt aftur þegar Bolt fékk gullið sitt afhent í verðlaunaafhendingunni fyrir 200 metra hlaupið. Song Tao bað Usain Bolt þá afsökunar og hélt síðan áfram vinnu sinni. Song Tao er mjög reyndur myndatökumaður og hefur unnið bæði á Asíuleikunum sem og á Ólympíuleikum. „Það mikilvægast er að það er allt í lagi með hann. Ég meiddi mig heldur ekki og er tilbúinn að fara að vinna á ný," sagði Song Tao við kollega sinn Shao Yi sem þýddi orð hans fyrir blaðamann Guardian.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Bolt og Gatlin forðast hvor annan á móti í næsta mánuði Tvö einvígi spretthlauparanna Usain Bolt og Justin Gatlin í 100 og 200 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum voru í hópi hápunkta heimsmeistaramótsins. 28. ágúst 2015 11:00 Bolt stakk Gatlin af á lokasprettinum Usain Bolt landaði tvennunni í spretthlaupunum á HM í Peking með því að vinna 200 metra hlaupið í dag. 27. ágúst 2015 13:03 Bolt: Gatlin borgaði Segway-manninum fyrir að keyra á mig Usain Bolt varð fyrir óvæntri "árás" ljósmyndara á Segway-hjóli í dag þegar hann fagnaði sigri í 200 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína. 27. ágúst 2015 19:23 Myndatökumaður á Segway keyrði Bolt niður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á HM í frjálsum íþróttum í dag eftir 200 metra hlaupið. 27. ágúst 2015 14:35 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára gamalt Íslandsmet Arnars Arnarsonar Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Sjá meira
Bolt og Gatlin forðast hvor annan á móti í næsta mánuði Tvö einvígi spretthlauparanna Usain Bolt og Justin Gatlin í 100 og 200 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum voru í hópi hápunkta heimsmeistaramótsins. 28. ágúst 2015 11:00
Bolt stakk Gatlin af á lokasprettinum Usain Bolt landaði tvennunni í spretthlaupunum á HM í Peking með því að vinna 200 metra hlaupið í dag. 27. ágúst 2015 13:03
Bolt: Gatlin borgaði Segway-manninum fyrir að keyra á mig Usain Bolt varð fyrir óvæntri "árás" ljósmyndara á Segway-hjóli í dag þegar hann fagnaði sigri í 200 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína. 27. ágúst 2015 19:23
Myndatökumaður á Segway keyrði Bolt niður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á HM í frjálsum íþróttum í dag eftir 200 metra hlaupið. 27. ágúst 2015 14:35