Hamilton stal forystunni af liðsfélaga sínum strax í ræsingunni. Rosberg tapaði í raun þremur sætum strax í byrjun keppninnar.
„Þeir taka fram úr mér eins og ég sé á GP2 bíl. Þetta er vandræðalegt, mjög vandræðalegt,“ sagði Fernando Alonso í talstöðinni. Tvo hringi í röð missti hann ökumenn fram úr sér á ráskafla brautarinnar.
Daniel Ricciardo og Felipe Massa lentu í samstuði í ræsingunni. Í atvikinu sprungu dekk á báðum bílum. Red Bull átti tvo síðustu bílana í keppninni á tímabili. Red Bull hefur verið á verðlaunapalli í Japan á hverju ári síðan 2006.

Baráttan Finnanna, Valtteri Bottas og Kimi Raikkonen varð að engu þegar Raikkonen nýtti sér þjónustuhlé til að taka fram úr.
Aðeins einn ökumaður, Felipe Nasr á Sauber kláraði ekki keppnina, hann átti tvo hringi eftir þegar hann hætti keppni. Hann fær þó skráð að hann hafi lokið keppni. Þetta er því einungis fimmta keppnin í sögu Formúlu 1 þar sem allir klára.
Fimm fremstu ökumennirnir í dag röðuðust í sömu sæti og þeir eru í, í stigakeppni ökumanna.
Hér fyrir neðan má finna úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.