Erlent

Telur sig hafa fundið Mónu Lísu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Við fornleifauppgröft í klaustrinu.
Við fornleifauppgröft í klaustrinu. NordicPhotos/AFP.
Eftir fjögurra ára fornleifarannsóknir undir nunnuklaustri í Flórens telja sérfræðingar sig hafa fundið bein sem geti verið jarðneskar leifar Lisu Gherardini. Margir telja að hún hafi setið fyrir á þekktasta málverki Leonardos DaVinci, Mónu Lísu.

Sérfræðingar greindu frá því á fimmtudaginn að beinin séu frá sama tíma og Gherardini lést, í júlí 1542 þegar hún var 63ja ára gömul. Sagnfræðilegar heimildir benda til þess að Gherardini, sem varði síðustu árum ævi sinnar í Sant Orsola klaustrinu í Flórens, hafi verið jörðuð á þessum stað.

„Ég er nokkuð sannfærður um að þetta er hún,‟ sagði listasagnfræðingurinn Silvanu Vinceti, sem fer fyrir rannsókninni, í samtali við breska blaðið Telegraph.

Aðrir segja að fjöldi kvenna hafi verið grafinn fyrir neðan þetta klaustur. Jafnvel þótt þessar jarðnesku leifar séu frá þeim tíma sem Gherardini lést þá gætu þær samt verið af annarri konu. Að auki sé alls ekki víst að Gherardini hafi verið konan sem sat fyrir hjá DaVinci.

Enn aðrir telja að málverkið af Mónu Lísu sé alls ekki af konu, heldur af Salai. Hann var karlkyns lærlingur hjá Davinci og er talið að þeir gætu hafa verið elskendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×