Greindarskerti Hollendingurinn umkomulaus um jólin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. desember 2015 06:00 27 ára greindarskertur Hollendingur verður líklega settur í farbann í dag en á í engin hús að vernda. „Það verður farið fram á farbann yfir honum í dag. Ég veit ekkert hvað verður um hann ef dómari fellst á kröfuna en það er lögreglan sem er að fara fram á þvingunarráðstöfunina og verður því að finna eitthvað úrræði fyrir hann og útvega honum dagpeninga,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi 27 ára gamals Hollendings með greindarskerðingu og andlega fötlun sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Hann er grunaður um að hafa reynt að smygla 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins. Manninum verður sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og verður farið fram á farbann yfir honum. „Hann hefur alla tíð búið hjá móður sinni og býr yfir mjög takmarkaðri enskukunnáttu. Ég hef áhyggjur af því hvernig hann komi til með að bjarga sér einn síns liðs á gistiheimili útî í bæ,“ segir Ómar.Móðir mannsins vissi vikum saman ekki hvar sonur hennar var niðurkominn. Lýst var eftir manninum á vefnum reddit.com.Tveir Íslendingar og annar Hollendingur hafa einnig verið í gæsluvarðhaldi vegna málsins og verður þeim öllum sleppt í dag. Ástæðan er sú að lögreglunni hefur ekki tekist að ljúka rannsókn málsins og samkvæmt lögum er ekki heimilt að úrskurða menn til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema gefin hafi verið út ákæra. Ákæra verður ekki gefin út í dag og verður mönnunum fjórum því sleppt úr haldi. „Málið er bara enn þá til rannsóknar enda umfangsmikið. Rannsókninni miðar hins vegar mjög vel,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, um málið.Ómar Örn Bjarnþórssonmynd/baldur kristjánssonAð sögn Ómars leið manninum vel á Kvíabryggju. Mótmælti hann ekki síðustu gæsluvarðhaldskröfunni enda treysti hann sér ekki til að sjá um sig sjálfur hér á landi þar til hann yrði sóttur til saka. Á Kvíabryggju hefur hann dvalið í húsi með fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og ber hann þeim söguna vel. „Hann áttar sig held ég ekki almennilega á því að nú þurfi hann að vera á gistiheimili í Reykjavík þar til ákæra verður gefin út eða þar til dómur í málinu fellur,“ segir Ómar og bætir við að það geti tekið fleiri mánuði og að maðurinn eigi ekki í önnur hús að venda á Íslandi. Ómar fór fram á að skjólstæðingur hans myndi sæta geðrannsókn þegar hann var í einangrun og er enn beðið eftir niðurstöðum. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
„Það verður farið fram á farbann yfir honum í dag. Ég veit ekkert hvað verður um hann ef dómari fellst á kröfuna en það er lögreglan sem er að fara fram á þvingunarráðstöfunina og verður því að finna eitthvað úrræði fyrir hann og útvega honum dagpeninga,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi 27 ára gamals Hollendings með greindarskerðingu og andlega fötlun sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Hann er grunaður um að hafa reynt að smygla 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins. Manninum verður sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og verður farið fram á farbann yfir honum. „Hann hefur alla tíð búið hjá móður sinni og býr yfir mjög takmarkaðri enskukunnáttu. Ég hef áhyggjur af því hvernig hann komi til með að bjarga sér einn síns liðs á gistiheimili útî í bæ,“ segir Ómar.Móðir mannsins vissi vikum saman ekki hvar sonur hennar var niðurkominn. Lýst var eftir manninum á vefnum reddit.com.Tveir Íslendingar og annar Hollendingur hafa einnig verið í gæsluvarðhaldi vegna málsins og verður þeim öllum sleppt í dag. Ástæðan er sú að lögreglunni hefur ekki tekist að ljúka rannsókn málsins og samkvæmt lögum er ekki heimilt að úrskurða menn til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema gefin hafi verið út ákæra. Ákæra verður ekki gefin út í dag og verður mönnunum fjórum því sleppt úr haldi. „Málið er bara enn þá til rannsóknar enda umfangsmikið. Rannsókninni miðar hins vegar mjög vel,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, um málið.Ómar Örn Bjarnþórssonmynd/baldur kristjánssonAð sögn Ómars leið manninum vel á Kvíabryggju. Mótmælti hann ekki síðustu gæsluvarðhaldskröfunni enda treysti hann sér ekki til að sjá um sig sjálfur hér á landi þar til hann yrði sóttur til saka. Á Kvíabryggju hefur hann dvalið í húsi með fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og ber hann þeim söguna vel. „Hann áttar sig held ég ekki almennilega á því að nú þurfi hann að vera á gistiheimili í Reykjavík þar til ákæra verður gefin út eða þar til dómur í málinu fellur,“ segir Ómar og bætir við að það geti tekið fleiri mánuði og að maðurinn eigi ekki í önnur hús að venda á Íslandi. Ómar fór fram á að skjólstæðingur hans myndi sæta geðrannsókn þegar hann var í einangrun og er enn beðið eftir niðurstöðum.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira