Greindarskerti Hollendingurinn umkomulaus um jólin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. desember 2015 06:00 27 ára greindarskertur Hollendingur verður líklega settur í farbann í dag en á í engin hús að vernda. „Það verður farið fram á farbann yfir honum í dag. Ég veit ekkert hvað verður um hann ef dómari fellst á kröfuna en það er lögreglan sem er að fara fram á þvingunarráðstöfunina og verður því að finna eitthvað úrræði fyrir hann og útvega honum dagpeninga,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi 27 ára gamals Hollendings með greindarskerðingu og andlega fötlun sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Hann er grunaður um að hafa reynt að smygla 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins. Manninum verður sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og verður farið fram á farbann yfir honum. „Hann hefur alla tíð búið hjá móður sinni og býr yfir mjög takmarkaðri enskukunnáttu. Ég hef áhyggjur af því hvernig hann komi til með að bjarga sér einn síns liðs á gistiheimili útî í bæ,“ segir Ómar.Móðir mannsins vissi vikum saman ekki hvar sonur hennar var niðurkominn. Lýst var eftir manninum á vefnum reddit.com.Tveir Íslendingar og annar Hollendingur hafa einnig verið í gæsluvarðhaldi vegna málsins og verður þeim öllum sleppt í dag. Ástæðan er sú að lögreglunni hefur ekki tekist að ljúka rannsókn málsins og samkvæmt lögum er ekki heimilt að úrskurða menn til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema gefin hafi verið út ákæra. Ákæra verður ekki gefin út í dag og verður mönnunum fjórum því sleppt úr haldi. „Málið er bara enn þá til rannsóknar enda umfangsmikið. Rannsókninni miðar hins vegar mjög vel,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, um málið.Ómar Örn Bjarnþórssonmynd/baldur kristjánssonAð sögn Ómars leið manninum vel á Kvíabryggju. Mótmælti hann ekki síðustu gæsluvarðhaldskröfunni enda treysti hann sér ekki til að sjá um sig sjálfur hér á landi þar til hann yrði sóttur til saka. Á Kvíabryggju hefur hann dvalið í húsi með fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og ber hann þeim söguna vel. „Hann áttar sig held ég ekki almennilega á því að nú þurfi hann að vera á gistiheimili í Reykjavík þar til ákæra verður gefin út eða þar til dómur í málinu fellur,“ segir Ómar og bætir við að það geti tekið fleiri mánuði og að maðurinn eigi ekki í önnur hús að venda á Íslandi. Ómar fór fram á að skjólstæðingur hans myndi sæta geðrannsókn þegar hann var í einangrun og er enn beðið eftir niðurstöðum. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
„Það verður farið fram á farbann yfir honum í dag. Ég veit ekkert hvað verður um hann ef dómari fellst á kröfuna en það er lögreglan sem er að fara fram á þvingunarráðstöfunina og verður því að finna eitthvað úrræði fyrir hann og útvega honum dagpeninga,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi 27 ára gamals Hollendings með greindarskerðingu og andlega fötlun sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Hann er grunaður um að hafa reynt að smygla 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins. Manninum verður sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og verður farið fram á farbann yfir honum. „Hann hefur alla tíð búið hjá móður sinni og býr yfir mjög takmarkaðri enskukunnáttu. Ég hef áhyggjur af því hvernig hann komi til með að bjarga sér einn síns liðs á gistiheimili útî í bæ,“ segir Ómar.Móðir mannsins vissi vikum saman ekki hvar sonur hennar var niðurkominn. Lýst var eftir manninum á vefnum reddit.com.Tveir Íslendingar og annar Hollendingur hafa einnig verið í gæsluvarðhaldi vegna málsins og verður þeim öllum sleppt í dag. Ástæðan er sú að lögreglunni hefur ekki tekist að ljúka rannsókn málsins og samkvæmt lögum er ekki heimilt að úrskurða menn til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema gefin hafi verið út ákæra. Ákæra verður ekki gefin út í dag og verður mönnunum fjórum því sleppt úr haldi. „Málið er bara enn þá til rannsóknar enda umfangsmikið. Rannsókninni miðar hins vegar mjög vel,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, um málið.Ómar Örn Bjarnþórssonmynd/baldur kristjánssonAð sögn Ómars leið manninum vel á Kvíabryggju. Mótmælti hann ekki síðustu gæsluvarðhaldskröfunni enda treysti hann sér ekki til að sjá um sig sjálfur hér á landi þar til hann yrði sóttur til saka. Á Kvíabryggju hefur hann dvalið í húsi með fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og ber hann þeim söguna vel. „Hann áttar sig held ég ekki almennilega á því að nú þurfi hann að vera á gistiheimili í Reykjavík þar til ákæra verður gefin út eða þar til dómur í málinu fellur,“ segir Ómar og bætir við að það geti tekið fleiri mánuði og að maðurinn eigi ekki í önnur hús að venda á Íslandi. Ómar fór fram á að skjólstæðingur hans myndi sæta geðrannsókn þegar hann var í einangrun og er enn beðið eftir niðurstöðum.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira