Greindarskerti Hollendingurinn umkomulaus um jólin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. desember 2015 06:00 27 ára greindarskertur Hollendingur verður líklega settur í farbann í dag en á í engin hús að vernda. „Það verður farið fram á farbann yfir honum í dag. Ég veit ekkert hvað verður um hann ef dómari fellst á kröfuna en það er lögreglan sem er að fara fram á þvingunarráðstöfunina og verður því að finna eitthvað úrræði fyrir hann og útvega honum dagpeninga,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi 27 ára gamals Hollendings með greindarskerðingu og andlega fötlun sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Hann er grunaður um að hafa reynt að smygla 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins. Manninum verður sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og verður farið fram á farbann yfir honum. „Hann hefur alla tíð búið hjá móður sinni og býr yfir mjög takmarkaðri enskukunnáttu. Ég hef áhyggjur af því hvernig hann komi til með að bjarga sér einn síns liðs á gistiheimili útî í bæ,“ segir Ómar.Móðir mannsins vissi vikum saman ekki hvar sonur hennar var niðurkominn. Lýst var eftir manninum á vefnum reddit.com.Tveir Íslendingar og annar Hollendingur hafa einnig verið í gæsluvarðhaldi vegna málsins og verður þeim öllum sleppt í dag. Ástæðan er sú að lögreglunni hefur ekki tekist að ljúka rannsókn málsins og samkvæmt lögum er ekki heimilt að úrskurða menn til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema gefin hafi verið út ákæra. Ákæra verður ekki gefin út í dag og verður mönnunum fjórum því sleppt úr haldi. „Málið er bara enn þá til rannsóknar enda umfangsmikið. Rannsókninni miðar hins vegar mjög vel,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, um málið.Ómar Örn Bjarnþórssonmynd/baldur kristjánssonAð sögn Ómars leið manninum vel á Kvíabryggju. Mótmælti hann ekki síðustu gæsluvarðhaldskröfunni enda treysti hann sér ekki til að sjá um sig sjálfur hér á landi þar til hann yrði sóttur til saka. Á Kvíabryggju hefur hann dvalið í húsi með fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og ber hann þeim söguna vel. „Hann áttar sig held ég ekki almennilega á því að nú þurfi hann að vera á gistiheimili í Reykjavík þar til ákæra verður gefin út eða þar til dómur í málinu fellur,“ segir Ómar og bætir við að það geti tekið fleiri mánuði og að maðurinn eigi ekki í önnur hús að venda á Íslandi. Ómar fór fram á að skjólstæðingur hans myndi sæta geðrannsókn þegar hann var í einangrun og er enn beðið eftir niðurstöðum. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira
„Það verður farið fram á farbann yfir honum í dag. Ég veit ekkert hvað verður um hann ef dómari fellst á kröfuna en það er lögreglan sem er að fara fram á þvingunarráðstöfunina og verður því að finna eitthvað úrræði fyrir hann og útvega honum dagpeninga,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi 27 ára gamals Hollendings með greindarskerðingu og andlega fötlun sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Hann er grunaður um að hafa reynt að smygla 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins. Manninum verður sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og verður farið fram á farbann yfir honum. „Hann hefur alla tíð búið hjá móður sinni og býr yfir mjög takmarkaðri enskukunnáttu. Ég hef áhyggjur af því hvernig hann komi til með að bjarga sér einn síns liðs á gistiheimili útî í bæ,“ segir Ómar.Móðir mannsins vissi vikum saman ekki hvar sonur hennar var niðurkominn. Lýst var eftir manninum á vefnum reddit.com.Tveir Íslendingar og annar Hollendingur hafa einnig verið í gæsluvarðhaldi vegna málsins og verður þeim öllum sleppt í dag. Ástæðan er sú að lögreglunni hefur ekki tekist að ljúka rannsókn málsins og samkvæmt lögum er ekki heimilt að úrskurða menn til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema gefin hafi verið út ákæra. Ákæra verður ekki gefin út í dag og verður mönnunum fjórum því sleppt úr haldi. „Málið er bara enn þá til rannsóknar enda umfangsmikið. Rannsókninni miðar hins vegar mjög vel,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, um málið.Ómar Örn Bjarnþórssonmynd/baldur kristjánssonAð sögn Ómars leið manninum vel á Kvíabryggju. Mótmælti hann ekki síðustu gæsluvarðhaldskröfunni enda treysti hann sér ekki til að sjá um sig sjálfur hér á landi þar til hann yrði sóttur til saka. Á Kvíabryggju hefur hann dvalið í húsi með fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og ber hann þeim söguna vel. „Hann áttar sig held ég ekki almennilega á því að nú þurfi hann að vera á gistiheimili í Reykjavík þar til ákæra verður gefin út eða þar til dómur í málinu fellur,“ segir Ómar og bætir við að það geti tekið fleiri mánuði og að maðurinn eigi ekki í önnur hús að venda á Íslandi. Ómar fór fram á að skjólstæðingur hans myndi sæta geðrannsókn þegar hann var í einangrun og er enn beðið eftir niðurstöðum.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira