Marglaga umfjöllun um sköpun unglingsins 11. desember 2015 10:30 Leitin að tilgangi unglingsins Höfundar: Bryndís Björgvinsdóttir, Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson Útgefandi: JPV útgáfa Myndir: Sóley Dúfa Leósdóttir Prentun: Oddi 289 bls. Rithöfundur fór á leikrit í Gaflaraleikhúsinu og heillaðist svo að hún sjanghæjaði höfundana með sér í bókaútgáfu. Útkoman er tilraunakennd, vel heppnuð og bráðfyndin: Leitin að tilgangi unglingsins, eftir þau Bryndísi Björgvinsdóttur, Arnór Björnsson og Óla Gunnar Gunnarsson. Þetta er póstmódernísk tilraun, þar sem yngri höfundarnir tveir skrifa sögu um ungling, sögu sem fylgir hinni bókmenntafræðilegu hugmynd um ferðalag hetjunnar. Um leið verður bókin ferðalag höfundanna. Það er svo mikið fjör hjá ungu rithöfundunum tveimur að það smitar lesandann ósjálfrátt, þeir leyfa sér alls konar vitleysu – rjúfa söguþráðinn stöðugt með athugasemdum og pælingum í samtalsformi og gera tilraunir með framsetningu efnisins. Bókin er sem fyrr segir mjög meðvituð um sjálfa sig. Í upphafi gera höfundar grein fyrir áðurnefndri byggingu sögunnar, í stíl við kvikmyndahandrit: Söguhetjan fær vitrun, efast, lendir í hrakningum, ræðst til atlögu, bugast og rís upp á ný. Í lokin hefur hún lært eitthvað. Auk þess bæta höfundar við hléi, aukaefni og „kreditlista“. Meira að segja svokölluðu „montage“, eða myndfléttu. Kvikmyndaformið er þeim mjög eðlislægt og hugsanlega form sem unglingar tengja fremur við en bókarformið – án þess að ég vilji alhæfa eða hljóma rosalega gömul. Þetta verður að hálfgerðu stefi í gegnum bókina, samanburður bókarformsins við kvikmyndaformið. „Þetta er bók,“ er til dæmis setning sem kemur oftar en einu sinni fyrir sem einhvers konar áminning og leiðrétting í samtali yngri höfundanna tveggja. Á síðum bókanna má finna töluvert af neðanmálsgreinum sem útskýra hin ýmsu hugtök. Þær virðast ýmist vera ætlaðar unglingum, þá útskýringar á orðatiltækjum eins og „að setja eitthvað á fóninn“, eða fullorðnum lesendum og þá eru það útskýringar á „unglingísku“ eins og tungutak unglinga kallast í bókinni. Söguþráðurinn sem höfundarnir skapa á leið sinni í gegnum bókina er skemmtilegur, en engan veginn jafnáhugaverður og bókin sem heild. Enda er það líklega ætlunin, að skapa „dæmigerða“ sögu og ræða hana svo í gegnum ferlið. Sagan segir frá unglingnum Stebba sem er skrifaður af þeim Arnóri og Óla. Hann er hálfgerð strengjabrúða þeirra. En það er nú líka þannig, þegar maður er unglingur, að það er dálítið erfitt að vera maður sjálfur. Þetta kemur í ljós á hábókmenntafræðilegan máta í lok bókarinnar. Rödd yngri höfundanna tveggja er sterk og stórskemmtileg. Bryndís Björgvinsdóttir er þögli leiðtoginn. Kannski má líta á bókina sem þriggja laga frásögn, þar sem Bryndís skrifar um Arnór og Óla sem skrifa svo um ímynduðu söguhetjuna Stefán. Bryndís skrifar um ferðalag höfundanna sem skrifa um ferðalag hetjunnar. Arnór og Óli eru svo ótrúlega geðugir piltar, svo ég notist við orðalag öldungsins; jákvæðni, einlægni og manngæska hreinlega leka af þeim og það lætur lesandanum líða eins og hann sé í fáránlega góðum félagsskap. Halla Þórlaug Óskarsdóttir Niðurstaða: Fróðleg og fyndin bók um unglinga, fyrir unglinga og þá sem einhvern tímann hafa verið unglingar. Þar að auki áhugaverð tilraun í bókmenntafræðilegum skilningi. Halla Þórlaug ÓskarsdóttirNiðurstaða: Fróðleg og fyndin bók um unglinga, fyrir unglinga og þá sem einhvern tímann hafa verið unglingar. Þar að auki áhugaverð tilraun í bókmenntafræðilegum skilningi. Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leitin að tilgangi unglingsins Höfundar: Bryndís Björgvinsdóttir, Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson Útgefandi: JPV útgáfa Myndir: Sóley Dúfa Leósdóttir Prentun: Oddi 289 bls. Rithöfundur fór á leikrit í Gaflaraleikhúsinu og heillaðist svo að hún sjanghæjaði höfundana með sér í bókaútgáfu. Útkoman er tilraunakennd, vel heppnuð og bráðfyndin: Leitin að tilgangi unglingsins, eftir þau Bryndísi Björgvinsdóttur, Arnór Björnsson og Óla Gunnar Gunnarsson. Þetta er póstmódernísk tilraun, þar sem yngri höfundarnir tveir skrifa sögu um ungling, sögu sem fylgir hinni bókmenntafræðilegu hugmynd um ferðalag hetjunnar. Um leið verður bókin ferðalag höfundanna. Það er svo mikið fjör hjá ungu rithöfundunum tveimur að það smitar lesandann ósjálfrátt, þeir leyfa sér alls konar vitleysu – rjúfa söguþráðinn stöðugt með athugasemdum og pælingum í samtalsformi og gera tilraunir með framsetningu efnisins. Bókin er sem fyrr segir mjög meðvituð um sjálfa sig. Í upphafi gera höfundar grein fyrir áðurnefndri byggingu sögunnar, í stíl við kvikmyndahandrit: Söguhetjan fær vitrun, efast, lendir í hrakningum, ræðst til atlögu, bugast og rís upp á ný. Í lokin hefur hún lært eitthvað. Auk þess bæta höfundar við hléi, aukaefni og „kreditlista“. Meira að segja svokölluðu „montage“, eða myndfléttu. Kvikmyndaformið er þeim mjög eðlislægt og hugsanlega form sem unglingar tengja fremur við en bókarformið – án þess að ég vilji alhæfa eða hljóma rosalega gömul. Þetta verður að hálfgerðu stefi í gegnum bókina, samanburður bókarformsins við kvikmyndaformið. „Þetta er bók,“ er til dæmis setning sem kemur oftar en einu sinni fyrir sem einhvers konar áminning og leiðrétting í samtali yngri höfundanna tveggja. Á síðum bókanna má finna töluvert af neðanmálsgreinum sem útskýra hin ýmsu hugtök. Þær virðast ýmist vera ætlaðar unglingum, þá útskýringar á orðatiltækjum eins og „að setja eitthvað á fóninn“, eða fullorðnum lesendum og þá eru það útskýringar á „unglingísku“ eins og tungutak unglinga kallast í bókinni. Söguþráðurinn sem höfundarnir skapa á leið sinni í gegnum bókina er skemmtilegur, en engan veginn jafnáhugaverður og bókin sem heild. Enda er það líklega ætlunin, að skapa „dæmigerða“ sögu og ræða hana svo í gegnum ferlið. Sagan segir frá unglingnum Stebba sem er skrifaður af þeim Arnóri og Óla. Hann er hálfgerð strengjabrúða þeirra. En það er nú líka þannig, þegar maður er unglingur, að það er dálítið erfitt að vera maður sjálfur. Þetta kemur í ljós á hábókmenntafræðilegan máta í lok bókarinnar. Rödd yngri höfundanna tveggja er sterk og stórskemmtileg. Bryndís Björgvinsdóttir er þögli leiðtoginn. Kannski má líta á bókina sem þriggja laga frásögn, þar sem Bryndís skrifar um Arnór og Óla sem skrifa svo um ímynduðu söguhetjuna Stefán. Bryndís skrifar um ferðalag höfundanna sem skrifa um ferðalag hetjunnar. Arnór og Óli eru svo ótrúlega geðugir piltar, svo ég notist við orðalag öldungsins; jákvæðni, einlægni og manngæska hreinlega leka af þeim og það lætur lesandanum líða eins og hann sé í fáránlega góðum félagsskap. Halla Þórlaug Óskarsdóttir Niðurstaða: Fróðleg og fyndin bók um unglinga, fyrir unglinga og þá sem einhvern tímann hafa verið unglingar. Þar að auki áhugaverð tilraun í bókmenntafræðilegum skilningi. Halla Þórlaug ÓskarsdóttirNiðurstaða: Fróðleg og fyndin bók um unglinga, fyrir unglinga og þá sem einhvern tímann hafa verið unglingar. Þar að auki áhugaverð tilraun í bókmenntafræðilegum skilningi.
Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira