Vísindi árið 2015 - Hið stóra kannað og hið smáa beislað Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. desember 2015 00:01 Stjörnustöð Evrópulanda á norðurhveli náði þessari mynd á árinu af glitrandi leifum hringþoku. Hún myndaðist í miklum hamförum þegar eldsneyti stjörnu varð uppurið og ytri lög hennar þeyttust út í geiminn. Eftir 5 milljarða ára mun Sólin okkar mæta sömu örlögum. VÍSIR/ESO Þegar það styttist í að Jörðin klári 365 daga hringferð sína um Sólina er viðeigandi að horfa yfir farinn veg og rifja upp það sem upp úr stóð á árinu. Líkt og síðustu ár var árið 2015 gjöfult þegar vísindi eru annars vegar. Hérna eru helstu vísindaafrek og uppgötvanir ársins 2015. Þetta er augljóslega ekki tæmandi listi en hann inniheldur það sem vakti sérstaklega athygli höfundar.Dvergreikistjarnan Plútó fangaði hug og hjörtu heimsbyggðarinnar eftir stutta heimsókn geimfarsins New Horizons.VÍSIR/NASA/JPLFramandi landslag Plútó Það eru aðeins rúmir átta áratugir síðan Plútó fannst á sveimi, djúpt í ískaldri víðáttu sólkerfisins. Það er ótrúleg staðreynd, sérstaklega í ljósi þess að í júlí á þessu ári fylgdist heimsbyggðin með því þegar geimfarið New Horizons vitjaði Plútós og myndaði í miklu návígi eða í 12.500 km hæð yfir yfirborði dvergreikistjörnunnar.Draugaleg virkni virðist vera staðreynd en hún brýtur þó ekki gegn afstæðiskenningu Einsteins, enda ómögulegt að senda upplýsingar í gegnum skammtaflækju.VÍSIR/GETTYAfraksturinn voru ómetanleg gögn og stórkostlegar ljósmyndir sem sýndu, í fyrsta sinn, 10 milljóna ára gamalt landslag Plútós þar sem heilu fjöllin af ís gnæfa yfir víðfeðmum sléttum af frosnu metani og nitri. Heimsókn New Horizons var sögulegt, vísindalegt og verkfræðilegt afrek og um tíma var Plútó skyndilega á allra vörum. Draugaleg virkni Við fögnuðum 100 ára afmæli hinnar sértæku afstæðiskenningar Einsteins í ár, og um leið móðguðum við hann með því að sanna kenninguna um að skammtaheimurinn er ekki háður staðfestu, það er, að athugun á tiltekinni eind hefur á sama augnabliki og óháð ljóshraða áhrif á aðra eind. Einstein kallaði þetta „draugalega virkni úr fjarlægð“. Hann var ekki hrifinn enda gengur kenningin þvert á hugmyndir hans um tíma og rúm. Engu að síður tókst vísindamönnum við Delft-háskólann að sýna fram á óstaðbundin tengsl rafeinda sem voru í 1,3 kílómetra fjarlægð hvor frá annarri og það 245 sinnum á 18 dögum. Fyrirgefðu Einstein, en til hamingju með áfangann!Traustar vísbendingar hafa fundist um að fljótandi vatn sé að finna á rauðu plánetunni.VÍSIR/NASAVatn á Mars, enn á ný Yfirlýsingar vísindamanna um vatn á Mars eru orðnar að hálfgerðri klisju meðal áhugamanna um rauðu plánetuna. Í september varð aftur á móti ljóst að NASA hafði uppgötvað eitthvað algjörlega nýtt á Mars. Það reyndist vera árstíðabundið, fljótandi vatn. Vatn er mögulega orðum ofaukið. Þetta er í raun pækill sem seytlar niður fjallshlíðar á stöku stað og myndar dökkar rákir sem vísindamenn hafa velt vöngum yfir lengi. Uppgötvunin er enn ein vísbendingin um að Mars hafi verið, og sé mögulega, lífvænlegur staður.Tekist á um erfðatilraunir CRISPR-erfðatæknin vakti mikla athygli þegar hún var kynnt árið 2009. Það var hins vegar í ágúst á þessu ári sem almenningur gerði sér loks grein fyrir möguleikum hennar þegar kínverskir vísindamenn tilkynntu að þeir hefðu átt við erfðaefni í ólífvænum fósturvísum.Í stuttu og afar einföldu máli felst CRISPR í því að nota RNA og ensím til að ráðast á vírusa. Í raun er hægt að nota tæknina til að breyta nánast hvaða erfðavísi sem er. Með CRISPR verður mögulega hægt að eyða stökkbreytingum sem valda arfgengum sjúkdómum en tilraunir vísindamanna í Kína leiddu til þess að almenningur þurfti í fyrsta skipti að horfast í augu við gríðarlegan mátt erfðatækninnar.Hin hræðilega fallega Stellarator-vél. Frasinn „fegurðin kemur innan frá“ hefur aldrei átt jafn vel við.VÍSIR/MAX PLANCK INSTITUTESkrefi nær samrunaorku Hvað kostar að framleiða ofurheitt helíum-plasma í örfá sekúndubrot? Svarið er 130 milljarðar króna og tíu ár af rannsóknarvinnu. Þetta var þessi virði fyrir vísindamenn hjá Max Planck-stofnuninni í Greifswald í Þýskalandi sem ræstu Wendelstein 7-X vélina, eða Stellarator, fyrr á þessu ári, þar sem segulsvið er framleitt með ofurleiðni við alkul til að halda rafgasi í lausu lofti. Þetta er stutt en engu að síður stórt skref í átt að beislun samrunaorku. Stellarator-vélin markar tímamót en sjálf lítur vélin út eins og eitthvað sem kom af teikniborðinu í verkfræðistofnun kölska. Fréttir ársins 2015 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Þegar það styttist í að Jörðin klári 365 daga hringferð sína um Sólina er viðeigandi að horfa yfir farinn veg og rifja upp það sem upp úr stóð á árinu. Líkt og síðustu ár var árið 2015 gjöfult þegar vísindi eru annars vegar. Hérna eru helstu vísindaafrek og uppgötvanir ársins 2015. Þetta er augljóslega ekki tæmandi listi en hann inniheldur það sem vakti sérstaklega athygli höfundar.Dvergreikistjarnan Plútó fangaði hug og hjörtu heimsbyggðarinnar eftir stutta heimsókn geimfarsins New Horizons.VÍSIR/NASA/JPLFramandi landslag Plútó Það eru aðeins rúmir átta áratugir síðan Plútó fannst á sveimi, djúpt í ískaldri víðáttu sólkerfisins. Það er ótrúleg staðreynd, sérstaklega í ljósi þess að í júlí á þessu ári fylgdist heimsbyggðin með því þegar geimfarið New Horizons vitjaði Plútós og myndaði í miklu návígi eða í 12.500 km hæð yfir yfirborði dvergreikistjörnunnar.Draugaleg virkni virðist vera staðreynd en hún brýtur þó ekki gegn afstæðiskenningu Einsteins, enda ómögulegt að senda upplýsingar í gegnum skammtaflækju.VÍSIR/GETTYAfraksturinn voru ómetanleg gögn og stórkostlegar ljósmyndir sem sýndu, í fyrsta sinn, 10 milljóna ára gamalt landslag Plútós þar sem heilu fjöllin af ís gnæfa yfir víðfeðmum sléttum af frosnu metani og nitri. Heimsókn New Horizons var sögulegt, vísindalegt og verkfræðilegt afrek og um tíma var Plútó skyndilega á allra vörum. Draugaleg virkni Við fögnuðum 100 ára afmæli hinnar sértæku afstæðiskenningar Einsteins í ár, og um leið móðguðum við hann með því að sanna kenninguna um að skammtaheimurinn er ekki háður staðfestu, það er, að athugun á tiltekinni eind hefur á sama augnabliki og óháð ljóshraða áhrif á aðra eind. Einstein kallaði þetta „draugalega virkni úr fjarlægð“. Hann var ekki hrifinn enda gengur kenningin þvert á hugmyndir hans um tíma og rúm. Engu að síður tókst vísindamönnum við Delft-háskólann að sýna fram á óstaðbundin tengsl rafeinda sem voru í 1,3 kílómetra fjarlægð hvor frá annarri og það 245 sinnum á 18 dögum. Fyrirgefðu Einstein, en til hamingju með áfangann!Traustar vísbendingar hafa fundist um að fljótandi vatn sé að finna á rauðu plánetunni.VÍSIR/NASAVatn á Mars, enn á ný Yfirlýsingar vísindamanna um vatn á Mars eru orðnar að hálfgerðri klisju meðal áhugamanna um rauðu plánetuna. Í september varð aftur á móti ljóst að NASA hafði uppgötvað eitthvað algjörlega nýtt á Mars. Það reyndist vera árstíðabundið, fljótandi vatn. Vatn er mögulega orðum ofaukið. Þetta er í raun pækill sem seytlar niður fjallshlíðar á stöku stað og myndar dökkar rákir sem vísindamenn hafa velt vöngum yfir lengi. Uppgötvunin er enn ein vísbendingin um að Mars hafi verið, og sé mögulega, lífvænlegur staður.Tekist á um erfðatilraunir CRISPR-erfðatæknin vakti mikla athygli þegar hún var kynnt árið 2009. Það var hins vegar í ágúst á þessu ári sem almenningur gerði sér loks grein fyrir möguleikum hennar þegar kínverskir vísindamenn tilkynntu að þeir hefðu átt við erfðaefni í ólífvænum fósturvísum.Í stuttu og afar einföldu máli felst CRISPR í því að nota RNA og ensím til að ráðast á vírusa. Í raun er hægt að nota tæknina til að breyta nánast hvaða erfðavísi sem er. Með CRISPR verður mögulega hægt að eyða stökkbreytingum sem valda arfgengum sjúkdómum en tilraunir vísindamanna í Kína leiddu til þess að almenningur þurfti í fyrsta skipti að horfast í augu við gríðarlegan mátt erfðatækninnar.Hin hræðilega fallega Stellarator-vél. Frasinn „fegurðin kemur innan frá“ hefur aldrei átt jafn vel við.VÍSIR/MAX PLANCK INSTITUTESkrefi nær samrunaorku Hvað kostar að framleiða ofurheitt helíum-plasma í örfá sekúndubrot? Svarið er 130 milljarðar króna og tíu ár af rannsóknarvinnu. Þetta var þessi virði fyrir vísindamenn hjá Max Planck-stofnuninni í Greifswald í Þýskalandi sem ræstu Wendelstein 7-X vélina, eða Stellarator, fyrr á þessu ári, þar sem segulsvið er framleitt með ofurleiðni við alkul til að halda rafgasi í lausu lofti. Þetta er stutt en engu að síður stórt skref í átt að beislun samrunaorku. Stellarator-vélin markar tímamót en sjálf lítur vélin út eins og eitthvað sem kom af teikniborðinu í verkfræðistofnun kölska.
Fréttir ársins 2015 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira