Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Kristján Már Unnarsson skrifar 9. febrúar 2015 19:13 Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur hvetur til þess að Snæfellsnes verði vaktað betur, jafnt í þágu almannavarna sem vísinda.Háahraun skammt frá Dagverðará er talið yngsta hraunið frá Snæfellsjökli og talið runnið úr toppgíg eldfjallsins úr gosi fyrir um 1.700 árum, að sögn Haraldar. Hann segir að í Hnappadal við Haffjarðará sé þó enn yngra hraun, Rauðhálsahraun, tengt Ljósufjallaeldstöðinni, talið úr gosi sem varð eftir landnám eða í kringum árið 900. Haraldur segir að líta verði á eldstöðvar Snæfellsness sem virkar og nú hafi fengist mikilvæg staðfesting. „Það er skjálftavirkni undir jöklinum og það eru nýjar upplýsingar,” segir Haraldur. Til þessa hafi skort nákvæmar mælingar á Snæfellsnesi þar sem jarðskjálftanet Veðurstofu nái aðeins stærstu skjálftum þar en ekki þeim minni. „En þýskir vísindamenn settu niður jarðskjálftamæla á Snæfellsjökli og í Ljósufjöllum fyrir tveimur árum. Og viti menn: Þá kemur það í ljós að það eru smáskjálftar undir báðum þessum eldstöðvum. Þær eru báðar virkar.” Haraldur segir vísbendingar um að kvikuhreyfingar orsaki þessa smáskjálfta og hvetur til þess að Snæfellsnes verði vaktað betur. „Ég held að það sé mikil þörf á því, sérstaklega fyrir vísindin og einnig náttúrlega fyrir almannavarnir.” Þetta eigi ekki einungis við um Snæfellsjökul heldur ekki síður um Ljósufjöll. „Ljósufjallaeldstöðin er reyndar sú sem hefur verið virk seinna heldur en Snæfellsjökull. Það má segja að hún sé kannski virkari heldur en Snæfellsjökull.” Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 annaðkvöld verður nánar rætt við Harald um eldvirkni Snæfellsness.Það verður síðari þáttur af tveimur en þann fyrri, um Stykkishólm og Eldfjallasafnið, má sjá hér.Haraldur fjallar um eldvirkni Snæfellsness í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.20.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eldgos og jarðhræringar Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær Stykkishólmur Um land allt Tengdar fréttir Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur hvetur til þess að Snæfellsnes verði vaktað betur, jafnt í þágu almannavarna sem vísinda.Háahraun skammt frá Dagverðará er talið yngsta hraunið frá Snæfellsjökli og talið runnið úr toppgíg eldfjallsins úr gosi fyrir um 1.700 árum, að sögn Haraldar. Hann segir að í Hnappadal við Haffjarðará sé þó enn yngra hraun, Rauðhálsahraun, tengt Ljósufjallaeldstöðinni, talið úr gosi sem varð eftir landnám eða í kringum árið 900. Haraldur segir að líta verði á eldstöðvar Snæfellsness sem virkar og nú hafi fengist mikilvæg staðfesting. „Það er skjálftavirkni undir jöklinum og það eru nýjar upplýsingar,” segir Haraldur. Til þessa hafi skort nákvæmar mælingar á Snæfellsnesi þar sem jarðskjálftanet Veðurstofu nái aðeins stærstu skjálftum þar en ekki þeim minni. „En þýskir vísindamenn settu niður jarðskjálftamæla á Snæfellsjökli og í Ljósufjöllum fyrir tveimur árum. Og viti menn: Þá kemur það í ljós að það eru smáskjálftar undir báðum þessum eldstöðvum. Þær eru báðar virkar.” Haraldur segir vísbendingar um að kvikuhreyfingar orsaki þessa smáskjálfta og hvetur til þess að Snæfellsnes verði vaktað betur. „Ég held að það sé mikil þörf á því, sérstaklega fyrir vísindin og einnig náttúrlega fyrir almannavarnir.” Þetta eigi ekki einungis við um Snæfellsjökul heldur ekki síður um Ljósufjöll. „Ljósufjallaeldstöðin er reyndar sú sem hefur verið virk seinna heldur en Snæfellsjökull. Það má segja að hún sé kannski virkari heldur en Snæfellsjökull.” Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 annaðkvöld verður nánar rætt við Harald um eldvirkni Snæfellsness.Það verður síðari þáttur af tveimur en þann fyrri, um Stykkishólm og Eldfjallasafnið, má sjá hér.Haraldur fjallar um eldvirkni Snæfellsness í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.20.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Eldgos og jarðhræringar Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær Stykkishólmur Um land allt Tengdar fréttir Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45