Lífið

Straight Outta Compton: Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni um N.W.A.

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
N.W.A. er ein mikilvægasta rappsveit sögunnar.
N.W.A. er ein mikilvægasta rappsveit sögunnar.
Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni Straight Outta Compton, sem fjallar um rappsveitina goðsagnakenndu N.W.A., hefur nú litið dagsins ljós.

Stikluna má sjá hér að neðan.

Myndin byggir á sögu sveitarinnar, en N.W.A. markaði djúpt spor í sögu rappsins og í raun sögu dægurmálamenningar í Bandaríkjunum. Rapparar sveitarinnar lentu í pólitískum deilum við lögregluyfirvöld, eins og sjá má í stiklunni.

Í sveitinni voru Eazy E, Ice Cube, Dr. Dre, Mc Ren, DJ Yella og Arabian Prince. Aðdáendur sveitarinnar ættu að hafa gaman af því að sjá þá Dr. Dre og Ice Cube ferðast um Compton hverfið í upphafi stiklunnar. Rætt er við Kendrick Lamar og The Game sem hafa tekið við keflinu sem framverðir Vesturstrandarrapps í Bandaríkjunum og þróað stefnuna á sinn hátt.





Þeir Dr. Dre og Ice Cube hafa verið afar áberandi í rappsenunni eftir að sveitin hætti. Eazy E lést árið 1995 en var nokkuð áberandi áður en hann dó. Hann var til dæmis sá sem uppgötvaði sveitina Bone Thugs and Harmony og átti þátt í að finna upp á nafninu fyrir sveitina.

Áætlað er að myndin komi í kvikmyndahús í ágúst. Aldis Hodge, O'Shea Jackson Jr., Neil Brown, Corey Hawkins, Jason Mitchell og Brandon Lafourche fara með hlutverk meðlima N.W.A. en Paul Giamatti er líklega þekktasti leikarinn í myndinni. Þeir Snoop Dogg, Suge Knight, Cuck D, Warren G og T-Bone koma fyrir í Straight Outta Compton og verða leikarar í þeirra gervi í myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×