Lífið

Fetar nýjar slóðir

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Björg Magnúsdóttir, rithöfundur og fréttamaður.
Björg Magnúsdóttir, rithöfundur og fréttamaður. vísir/vilhelm
Björg Magnúsdóttir, rithöfundur og fréttamaður, ætlar að feta nýjar slóðir á næstunni og undirbýr sig nú af kappi fyrir sitt fyrsta uppistand. „Ég er allavega að fara að gera tilraun til þess að uppistandast. Ég vil samt ekki vera með neinar yfirlýsingar,“ segir Björg.

Eitt af hennar áramótaheitum var að hlæja meira og er uppistandið því liður í því. „Þetta er ágætis leið, ég vil búa til meiri hlátur í heiminum, hvort sem fólk hlær með mér eða að mér,“ bætir Björg við og hlær.

Hún smíðar nú brandara á fullu og er iðin við að líta í kringum sig til þess að fá innblástur. Hún kemur fram á uppistandskvöldi á Stúdentakjallaranum 19. febrúar. „Ég er á barmi taugaáfalls en það er bara gaman að gera eitthvað svona og fara út fyrir þægindahringinn.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×