Jason Day fagnaði sigri eftir bráðabana 9. febrúar 2015 08:00 Jason Day hafði ástæðu til þess að brosa í kvöld. Getty Ástralinn Jason Day tryggði sér sinn þriðja sigur á PGA-mótaröðinni á ferlinum í kvöld en hann lék best allra á Farmers Insurance mótinu. Lokahringurinn var æsispennandi en margir kylfingar skiptust á að taka forystunna og á einum tímapunkti voru yfir átta kylfingar í forystu eða einu höggi frá henni. Það endaði því þannig að fjórir kylfingar deildu efsta sætinu að loknum 72 holum á Torrey Pines vellinum og því þurfti að grípa til bráðabana. Það voru þeir Scott Stallings, Harris English, J.B. Holmes og Jason Day en á fyrstu holu í bráðabana fengu Day og Holmes fugl á meðan að Stallings og English fengu par. Það var svo á annarri holu í bráðabananum þar sem úrslit réðust en J.B. Holmes fékk skolla á hana meðan að Day gat tvípúttað fyrir pari og sigrinum. Jason Day er gríðarlega vinsæll kylfingur á PGA-mótaröðinni, bæði meðal áhorfenda og annarra kylfinga enda er hann brosmildur með eindæmum. Ferill hans hefur þó verið plagaður af meiðslum en ef þessi hæfileikaríki kylfingur nær að halda sér heilum á komandi tímabili gæti hann hæglega gert atlögu að stærstu titlum ársins í golfheiminum. Fyrir sigurinn fékk Day rúmlega 130 milljónir króna en næsta mót á PGA-mótaröðinni verður á hinum sögufræga Pebble Beach velli og hefst á fimmtudaginn. Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ástralinn Jason Day tryggði sér sinn þriðja sigur á PGA-mótaröðinni á ferlinum í kvöld en hann lék best allra á Farmers Insurance mótinu. Lokahringurinn var æsispennandi en margir kylfingar skiptust á að taka forystunna og á einum tímapunkti voru yfir átta kylfingar í forystu eða einu höggi frá henni. Það endaði því þannig að fjórir kylfingar deildu efsta sætinu að loknum 72 holum á Torrey Pines vellinum og því þurfti að grípa til bráðabana. Það voru þeir Scott Stallings, Harris English, J.B. Holmes og Jason Day en á fyrstu holu í bráðabana fengu Day og Holmes fugl á meðan að Stallings og English fengu par. Það var svo á annarri holu í bráðabananum þar sem úrslit réðust en J.B. Holmes fékk skolla á hana meðan að Day gat tvípúttað fyrir pari og sigrinum. Jason Day er gríðarlega vinsæll kylfingur á PGA-mótaröðinni, bæði meðal áhorfenda og annarra kylfinga enda er hann brosmildur með eindæmum. Ferill hans hefur þó verið plagaður af meiðslum en ef þessi hæfileikaríki kylfingur nær að halda sér heilum á komandi tímabili gæti hann hæglega gert atlögu að stærstu titlum ársins í golfheiminum. Fyrir sigurinn fékk Day rúmlega 130 milljónir króna en næsta mót á PGA-mótaröðinni verður á hinum sögufræga Pebble Beach velli og hefst á fimmtudaginn.
Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira