Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. apríl 2015 20:52 Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. Þetta er fyrsta jarðvarmavirkjun sem Landsvirkjun reisir og jafnframt stærsta virkjun sem byggð hefur verið á Norðurlandi frá því Blönduvirkjun var gangsett fyrir aldarfjórðungi. Forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, og framkvæmdastjóri verktakans LNS Saga, Ásgeir Loftsson, undirrituðu 6,6 milljarða króna verksamninga um smíði stöðvarhúss og lagningu gufuveitna. Fyrir Landsvirkjun markar þetta tímamót. Þær tvær jarðvarmavirkjanir, sem félagið rekur, við Kröflu og í Bjarnarflagi, voru byggðar af öðrum. Þetta verður því fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir. Áætlað er að þessi fyrsti áfangi Þeistareykjavirkjunar kosti 20 til 24 milljarða króna en miðað er við 45 megavatta afl. Svo stór virkjun hefur ekki risið á Norðurlandi í aldarfjórðung, eða frá því Blöndvirkjun tók til starfa árið 1991. „Þetta mun styrkja mjög afhendingu, sérstaklega til stórnotenda, hvort heldur iðnfyrirtækja eða fiskimjölsverksmiðja, á Norðausturlandi,“ segir Hörður í fréttum Stöðvar 2.Þeistareykjavirkjun að vetri.Grafík/Landsvirkjun.Athygli vekur að Landsvirkjun lítur svo á að þessar framkvæmdir séu óháðar því hvort samningar verði kláraðir um smíði kísilvers á Bakka. Virkjunin mun hins vegar styðja við kísilverið en þörf sé fyrir orkuna, óháð því, að sögn Harðar. Undirbúningsframkvæmdir voru á Þeistareykjum í fyrra en verktakinn LNS Saga gerir ráð fyrir að mæta á svæðið og hefja framkæmdir á næstu vikum. Áætlað er þar verði hátt í 200 manns í vinnu í sumar en stefnt er að því að orkuframleiðslan hefjist haustið 2017. Tengdar fréttir Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59 Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. Þetta er fyrsta jarðvarmavirkjun sem Landsvirkjun reisir og jafnframt stærsta virkjun sem byggð hefur verið á Norðurlandi frá því Blönduvirkjun var gangsett fyrir aldarfjórðungi. Forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, og framkvæmdastjóri verktakans LNS Saga, Ásgeir Loftsson, undirrituðu 6,6 milljarða króna verksamninga um smíði stöðvarhúss og lagningu gufuveitna. Fyrir Landsvirkjun markar þetta tímamót. Þær tvær jarðvarmavirkjanir, sem félagið rekur, við Kröflu og í Bjarnarflagi, voru byggðar af öðrum. Þetta verður því fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir. Áætlað er að þessi fyrsti áfangi Þeistareykjavirkjunar kosti 20 til 24 milljarða króna en miðað er við 45 megavatta afl. Svo stór virkjun hefur ekki risið á Norðurlandi í aldarfjórðung, eða frá því Blöndvirkjun tók til starfa árið 1991. „Þetta mun styrkja mjög afhendingu, sérstaklega til stórnotenda, hvort heldur iðnfyrirtækja eða fiskimjölsverksmiðja, á Norðausturlandi,“ segir Hörður í fréttum Stöðvar 2.Þeistareykjavirkjun að vetri.Grafík/Landsvirkjun.Athygli vekur að Landsvirkjun lítur svo á að þessar framkvæmdir séu óháðar því hvort samningar verði kláraðir um smíði kísilvers á Bakka. Virkjunin mun hins vegar styðja við kísilverið en þörf sé fyrir orkuna, óháð því, að sögn Harðar. Undirbúningsframkvæmdir voru á Þeistareykjum í fyrra en verktakinn LNS Saga gerir ráð fyrir að mæta á svæðið og hefja framkæmdir á næstu vikum. Áætlað er þar verði hátt í 200 manns í vinnu í sumar en stefnt er að því að orkuframleiðslan hefjist haustið 2017.
Tengdar fréttir Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59 Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59
Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18
Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45