Lífið

Hann kemur aftur í júlí

Birgir Olgeirsson skrifar
Skjáskot úr nýjustu stiklunni úr Terminator Genisys.
Skjáskot úr nýjustu stiklunni úr Terminator Genisys. Vísir/YouTube
Aðdáendur Tortímanda-myndanna bíða eflaust spenntir eftir fimmtu myndinni í röðinni sem nefnist TerminatorGenisys og verður frumsýnd hér á landi 1. júlí næstkomandi.

Í þessari fimmtu mynd fáum áhorfendur að fylgjast með því þegar John Connor, leiðtogi uppreisnarhóps manna gegn vélunum, sendir sinn traustasta mann, KyleReese, aftur í tímann til að vernda móður sína SarahConnor fyrir vélmennum sem er ætlað að myrða hana.

Þetta er að sjálfsögðu vísun í fyrstu Terminator-myndina sem kom út árið 1984 en nú hafa rétthafar þessa vörumerkis ákveðið að skapa aðra tímalínu þar sem SarahConnor er með sitt eigið T-800 vélmenni, sem vöðvabúntið Arnold Schwarzenegger leikur.

Til að koma í veg fyrir að spilla áhorfi þeirra sem ætla sér að sjá þessa mynd verður ekki farið nánar út í söguþráðinn hér en þeir sem vilja ólmir vita meira geta séð nýjastu stikluna hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.