Níu ára stúlka sögð ólétt eftir nauðganir vígamanna ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2015 14:56 Daoud segir að þetta fólk eigi eftir að ganga í gegnum mikla erfiðleika þrátt fyrir að vera komið úr höndum ISIS og þá sérstaklega þær konur og stúlkur sem eru óléttar eftir nauðganir. Vísir/AFP Vígamenn Íslamska ríkisins slepptu 216 Jasídum fyrir helgi, sem hafa verið í haldi samtakanna í um átta mánuði. Um er að ræða börn og gamalmenni sem var rænt þegar ISIS réðst á þorp Jasída í norðvesturhluta Írak. Í árásum sínum fönguðu vígamenn ISIS þúsundir Jasída og hafa margir þeirra sloppið, eða verið sleppt síðan. Meðal þeirra sem sleppt var úr haldi er níu ára stúlka sem sögð er ólétt. Þetta kemur fram í viðtali Toronto Star við Kanadískan mann sem vann við hjálparstarf í Írak þar til mjög nýlega. Maðurinn sem notast við dulnefnið Daoud, sagði að stúlkunni hafi verið nauðgað af minnst tíu vígamönnum og sprengjumönnum. Þeir séu verðlaunaðir með konum og stúlkum. „Hún var mjög illa á sig komin.“ Toronto Star segir að stúlkan hafi verið flutt undir læknishendur í Þýskalandi. Fólkið sem ISIS sleppti nú fyrir helgi var afhent öryggissveitum Kúrda nærri Kirkuk. Fólkið var látið halda að taka ætti þau af lífi, þegar þau voru flutt um borð í rútur. Samkvæmt Independent telja einhverjir að það að fólkinu hafi verið sleppt sé til merkis um versnandi stöðu ISIS, en Daoud segir svo ekki vera. „Það að senda þessar konur og stúlkur til baka er þeirra leið til að koma skömm á samfélag Jasída.“ Hann segir að þetta fólk eigi eftir að ganga í gegnum mikla erfiðleika þrátt fyrir að vera komið úr höndum ISIS og þá sérstaklega þær konur og stúlkur sem eru óléttar eftir nauðganir. „Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir börnin. Stúlkurnar og konurnar vilja þau ekki. Þær hafa þjáðst svo mikið að þær vilja gleyma þessu. Ef þær eru giftar munu eiginmenn þeirra ekki taka við þeim aftur, séu þær óléttar, og það er ljóst að börnin verða aldrei tekin í sátt.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli "Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ 11. ágúst 2014 07:00 Saka ISIS um að hafa framið þjóðarmorð Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna telur að liðsmenn ISIS hafi mögulega gerst sekir um þjóðarmorð á jasídum í Írak, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. 19. mars 2015 10:19 Vara við blóðbaði í Amerli Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að ástandið í bænum Amerli, sem er tæpum 200 kílómetrum norðan við Bagdad, sé orðið grafalvarlegt. 25. ágúst 2014 07:00 ISIS-liðar sleppa um 200 Jasídum Fólkinu hafði verið haldið í gíslingu af liðsmönnum hryðjaverkasamtakanna í fleiri mánuði. 8. apríl 2015 20:10 Stæra sig af þrælahaldi IS-samtökin stæra sig af hafa hreppt jasídískar konur og börn í ánauð í nýjustu útgáfu áróðurstímarits samtakanna. 13. október 2014 13:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins slepptu 216 Jasídum fyrir helgi, sem hafa verið í haldi samtakanna í um átta mánuði. Um er að ræða börn og gamalmenni sem var rænt þegar ISIS réðst á þorp Jasída í norðvesturhluta Írak. Í árásum sínum fönguðu vígamenn ISIS þúsundir Jasída og hafa margir þeirra sloppið, eða verið sleppt síðan. Meðal þeirra sem sleppt var úr haldi er níu ára stúlka sem sögð er ólétt. Þetta kemur fram í viðtali Toronto Star við Kanadískan mann sem vann við hjálparstarf í Írak þar til mjög nýlega. Maðurinn sem notast við dulnefnið Daoud, sagði að stúlkunni hafi verið nauðgað af minnst tíu vígamönnum og sprengjumönnum. Þeir séu verðlaunaðir með konum og stúlkum. „Hún var mjög illa á sig komin.“ Toronto Star segir að stúlkan hafi verið flutt undir læknishendur í Þýskalandi. Fólkið sem ISIS sleppti nú fyrir helgi var afhent öryggissveitum Kúrda nærri Kirkuk. Fólkið var látið halda að taka ætti þau af lífi, þegar þau voru flutt um borð í rútur. Samkvæmt Independent telja einhverjir að það að fólkinu hafi verið sleppt sé til merkis um versnandi stöðu ISIS, en Daoud segir svo ekki vera. „Það að senda þessar konur og stúlkur til baka er þeirra leið til að koma skömm á samfélag Jasída.“ Hann segir að þetta fólk eigi eftir að ganga í gegnum mikla erfiðleika þrátt fyrir að vera komið úr höndum ISIS og þá sérstaklega þær konur og stúlkur sem eru óléttar eftir nauðganir. „Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir börnin. Stúlkurnar og konurnar vilja þau ekki. Þær hafa þjáðst svo mikið að þær vilja gleyma þessu. Ef þær eru giftar munu eiginmenn þeirra ekki taka við þeim aftur, séu þær óléttar, og það er ljóst að börnin verða aldrei tekin í sátt.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli "Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ 11. ágúst 2014 07:00 Saka ISIS um að hafa framið þjóðarmorð Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna telur að liðsmenn ISIS hafi mögulega gerst sekir um þjóðarmorð á jasídum í Írak, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. 19. mars 2015 10:19 Vara við blóðbaði í Amerli Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að ástandið í bænum Amerli, sem er tæpum 200 kílómetrum norðan við Bagdad, sé orðið grafalvarlegt. 25. ágúst 2014 07:00 ISIS-liðar sleppa um 200 Jasídum Fólkinu hafði verið haldið í gíslingu af liðsmönnum hryðjaverkasamtakanna í fleiri mánuði. 8. apríl 2015 20:10 Stæra sig af þrælahaldi IS-samtökin stæra sig af hafa hreppt jasídískar konur og börn í ánauð í nýjustu útgáfu áróðurstímarits samtakanna. 13. október 2014 13:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli "Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ 11. ágúst 2014 07:00
Saka ISIS um að hafa framið þjóðarmorð Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna telur að liðsmenn ISIS hafi mögulega gerst sekir um þjóðarmorð á jasídum í Írak, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. 19. mars 2015 10:19
Vara við blóðbaði í Amerli Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að ástandið í bænum Amerli, sem er tæpum 200 kílómetrum norðan við Bagdad, sé orðið grafalvarlegt. 25. ágúst 2014 07:00
ISIS-liðar sleppa um 200 Jasídum Fólkinu hafði verið haldið í gíslingu af liðsmönnum hryðjaverkasamtakanna í fleiri mánuði. 8. apríl 2015 20:10
Stæra sig af þrælahaldi IS-samtökin stæra sig af hafa hreppt jasídískar konur og börn í ánauð í nýjustu útgáfu áróðurstímarits samtakanna. 13. október 2014 13:33