Magnús Ver vill 10 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2015 17:00 Magnús Ver sakar lögreglu og ríkissaksóknara um að hafa með freklegum og ósvífnum hætti brotið á grundvallarmannréttindum sínum. Vísir/Valli Fyrrverandi aflraunamaðurinn Magnús Ver Magnússon hefur krafið íslenska ríkið um tíu milljónir króna í miska- og skaðabætur fyrir ólögmæta meingerð. Upphaf málsins má rekja til símtals sem Magnús Ver fékk frá lögreglunni þann 21. ágúst í fyrra. Í því símtali tilkynnti lögreglumaður Magnúsi Ver að lögreglan hefði beitt ýmsum rannsóknarúrræðum í rannsókn sem beindist að honum á sínum tíma, þar með talið að hlera síma hans, nota eftirfararbúnað í bifreið hans sem og að setja hlustunarbúnað í bifreið í umráðum Magnúsar.Rannsakaður í þrjú ár Magnús byggir bótakröfu sína á því að hafa verið rannsakaður af lögreglu í nærri þrjú ár en 1. október árið 2014 var lögmanni Magnúsar tilkynnt um að rannsókn málsins, þar sem Magnús hafði réttarstöðu grunaðs manns, væri lokið. Var Magnús grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl að sögn lögmanns hans, Ólafs Karls Eyjólfssonar, en sá grunur reyndist ekki á rökum reistur og var rannsókn málsins hætt.Beittur þvingunaraðgerðum Á tilgreindum tíma var Magnús beittur þvingunaraðgerðum af hálfu lögreglu um tveggja mánaða skeið, í nóvember og desember 2012, þar sem lögreglu var heimilað að fá upplýsingar um úr og í hvaða símanúmer hringt var úr og í símanúmer Magnúsar svo og önnur símanúmer og símtæki sem hann hafði í eigu sinni eða umráðum.Segist hafa verið rannsakaður án rökstudds gruns Magnús byggir kröfu sína á því að rannsókn lögreglu hafi ekki átt rétt á sér og hafi verið tilefnislaus og án rökstudds gruns. Telur hann sig ekki hafa með nokkru móti valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á. Segir hann gögn lögreglu staðfesta með engu móti rökstuddan grun, þar sem einungis hafi verið vísað til þess að lögreglu hafi borist upplýsingar en þær með engu staðfestar og var því að hans mati ekki um rökstuddan grun að ræða.10 milljónir sanngjarnar bætur Þá sakar hann lögreglu og ríkissaksóknara um að hafa með freklegum og ósvífnum hætti brotið á grundvallar mannréttindum sínum. Hann segir sig ekkert hafa gert til að kalla yfir sig þetta óréttlæti og telur að krafa um 10 milljónir króna í skaðabætur sé sanngjörn sé litið til þess hversu alvarlegt brotið er og hversu mikilvæg réttindi, friðhelgi einkalífs eru, sem vernduð eru af stjórnarskránni og lögum um mannréttindasáttmála Evrópu. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sjá meira
Fyrrverandi aflraunamaðurinn Magnús Ver Magnússon hefur krafið íslenska ríkið um tíu milljónir króna í miska- og skaðabætur fyrir ólögmæta meingerð. Upphaf málsins má rekja til símtals sem Magnús Ver fékk frá lögreglunni þann 21. ágúst í fyrra. Í því símtali tilkynnti lögreglumaður Magnúsi Ver að lögreglan hefði beitt ýmsum rannsóknarúrræðum í rannsókn sem beindist að honum á sínum tíma, þar með talið að hlera síma hans, nota eftirfararbúnað í bifreið hans sem og að setja hlustunarbúnað í bifreið í umráðum Magnúsar.Rannsakaður í þrjú ár Magnús byggir bótakröfu sína á því að hafa verið rannsakaður af lögreglu í nærri þrjú ár en 1. október árið 2014 var lögmanni Magnúsar tilkynnt um að rannsókn málsins, þar sem Magnús hafði réttarstöðu grunaðs manns, væri lokið. Var Magnús grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl að sögn lögmanns hans, Ólafs Karls Eyjólfssonar, en sá grunur reyndist ekki á rökum reistur og var rannsókn málsins hætt.Beittur þvingunaraðgerðum Á tilgreindum tíma var Magnús beittur þvingunaraðgerðum af hálfu lögreglu um tveggja mánaða skeið, í nóvember og desember 2012, þar sem lögreglu var heimilað að fá upplýsingar um úr og í hvaða símanúmer hringt var úr og í símanúmer Magnúsar svo og önnur símanúmer og símtæki sem hann hafði í eigu sinni eða umráðum.Segist hafa verið rannsakaður án rökstudds gruns Magnús byggir kröfu sína á því að rannsókn lögreglu hafi ekki átt rétt á sér og hafi verið tilefnislaus og án rökstudds gruns. Telur hann sig ekki hafa með nokkru móti valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á. Segir hann gögn lögreglu staðfesta með engu móti rökstuddan grun, þar sem einungis hafi verið vísað til þess að lögreglu hafi borist upplýsingar en þær með engu staðfestar og var því að hans mati ekki um rökstuddan grun að ræða.10 milljónir sanngjarnar bætur Þá sakar hann lögreglu og ríkissaksóknara um að hafa með freklegum og ósvífnum hætti brotið á grundvallar mannréttindum sínum. Hann segir sig ekkert hafa gert til að kalla yfir sig þetta óréttlæti og telur að krafa um 10 milljónir króna í skaðabætur sé sanngjörn sé litið til þess hversu alvarlegt brotið er og hversu mikilvæg réttindi, friðhelgi einkalífs eru, sem vernduð eru af stjórnarskránni og lögum um mannréttindasáttmála Evrópu.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent