Kæra ríkisins raskar ekki þunga aðgerða BHM Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2015 13:14 Möguleg kæra samninganefndar ríkisins á verfallsboðun fimm félaga af átján innan Bandalags háskólamanna mun ekki draga úr þunga boðaðra aðgerða að sögn formanns BHM. Formaður samninganefndar ríkisins fullyrðir að BHM krefjist þess að lægstu laun háskólamanna hækki um tæp fimmtíu prósent. Gunnar Björnsson formaður samninganefndar ríkisins sem alla jafna er með fámælustu mönnum og ákaflega spar á að tala við fjölmiðla, upplýsir flestum að óvörum í Morgunblaðinu í dag, að BHM krefjist 48 prósenta hækkunar lægstu launa og vilji semja til tveggja eða þriggja ára. Miðað við þriggja ár samnng væri þetta krafa um 9 prósenta hækkun á ári. „Mér finnst þetta reyndar dálítið undarleg yfirlýsing af hans hálfu. Vegna þess að við höfum ekki sett kröfur fram með þessum hætti. Hitt er auðvitað annað mál að við höfum margoft bent á að lægstu laun fyrir fólk sem hefur lokið háskólaprófi skuli vera undir 400 þúsundum. Það Það er auðvitað fyrir neðan allar hellur miðað við þær launatölur sem eru að ganga í samfélaginu þessa dagana,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Eitt sé að tala um lægstu laun, annað að tala um laun í heild sinni. Þá horfi BHM félagar einnig til þess hversu lengi fólk sé að vinna fyrir laununum. „Og við leggjum bara verulega áherslu á að fólk geti lifað af þeim launum sem það fær fyrir 40 stunda vinnu,“ segir Páll. Þá hefur fjármálaráðuneytið fullyrt að verkfallsboðun Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Stéttarfélags lögfræðinga, Ljósmæðrafélags Íslands, Stéttarfélags háskólamenntaðra starfsmanna á matvæla- og næringasviði og Félags íslenskra náttúrufræðinga sé ólögleg. Þetta eru fimm félög af þeim 18 félögum sem greiddu atkvæði um verkfallsaðgerðir og um 80 prósent að jafnaði samþykktu. Fjármálaráðuneytið mun líklega kæra verfallsboðun fimm áðurnefndra félaga BHM til Félagsdóms, jafnvel í dag. „Við erum að sjálfsögðu ekki sammála því. En málið er auðvitað þetta að lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna eru nú ekki óskaplega nákvæm í öllum atriðum. Þeir láta þarna reyna á atriði sem ég reyndar veit ekki hvað er. Vegna þess að þeir tilkynntu okkur um málaferlin áður en þeir sáu áður en þeir sáu hvernig atkvæðaseðillinn lítur út. Þannig að við bíðum bara spennt eftir að sjá nánar þeirra röksemdir,“ segir Páll. Það muni hins vegar ekki draga þunga aðgerða BHM félaga þótt Félagsdómur kæmist að þeirri niðurstöðu að endurtaka þyrfti atkvæðagreiðsluna í fimm félögum af átján. „Nei, það mun að sjálfsögðu ekki hafa áhrif á það. Því þú sérð að þegar að þessi hópur er á bakvið þessa verkfallsboðun, þá er honum full alvara,“ segir Páll. Mikill meirihluti félaga í þessum verkalýðsfélögum hafi verið hlyntur verkfalli. „Hann var mjög greinilegur,“ segir Páll Halldórsson. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Möguleg kæra samninganefndar ríkisins á verfallsboðun fimm félaga af átján innan Bandalags háskólamanna mun ekki draga úr þunga boðaðra aðgerða að sögn formanns BHM. Formaður samninganefndar ríkisins fullyrðir að BHM krefjist þess að lægstu laun háskólamanna hækki um tæp fimmtíu prósent. Gunnar Björnsson formaður samninganefndar ríkisins sem alla jafna er með fámælustu mönnum og ákaflega spar á að tala við fjölmiðla, upplýsir flestum að óvörum í Morgunblaðinu í dag, að BHM krefjist 48 prósenta hækkunar lægstu launa og vilji semja til tveggja eða þriggja ára. Miðað við þriggja ár samnng væri þetta krafa um 9 prósenta hækkun á ári. „Mér finnst þetta reyndar dálítið undarleg yfirlýsing af hans hálfu. Vegna þess að við höfum ekki sett kröfur fram með þessum hætti. Hitt er auðvitað annað mál að við höfum margoft bent á að lægstu laun fyrir fólk sem hefur lokið háskólaprófi skuli vera undir 400 þúsundum. Það Það er auðvitað fyrir neðan allar hellur miðað við þær launatölur sem eru að ganga í samfélaginu þessa dagana,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Eitt sé að tala um lægstu laun, annað að tala um laun í heild sinni. Þá horfi BHM félagar einnig til þess hversu lengi fólk sé að vinna fyrir laununum. „Og við leggjum bara verulega áherslu á að fólk geti lifað af þeim launum sem það fær fyrir 40 stunda vinnu,“ segir Páll. Þá hefur fjármálaráðuneytið fullyrt að verkfallsboðun Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Stéttarfélags lögfræðinga, Ljósmæðrafélags Íslands, Stéttarfélags háskólamenntaðra starfsmanna á matvæla- og næringasviði og Félags íslenskra náttúrufræðinga sé ólögleg. Þetta eru fimm félög af þeim 18 félögum sem greiddu atkvæði um verkfallsaðgerðir og um 80 prósent að jafnaði samþykktu. Fjármálaráðuneytið mun líklega kæra verfallsboðun fimm áðurnefndra félaga BHM til Félagsdóms, jafnvel í dag. „Við erum að sjálfsögðu ekki sammála því. En málið er auðvitað þetta að lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna eru nú ekki óskaplega nákvæm í öllum atriðum. Þeir láta þarna reyna á atriði sem ég reyndar veit ekki hvað er. Vegna þess að þeir tilkynntu okkur um málaferlin áður en þeir sáu áður en þeir sáu hvernig atkvæðaseðillinn lítur út. Þannig að við bíðum bara spennt eftir að sjá nánar þeirra röksemdir,“ segir Páll. Það muni hins vegar ekki draga þunga aðgerða BHM félaga þótt Félagsdómur kæmist að þeirri niðurstöðu að endurtaka þyrfti atkvæðagreiðsluna í fimm félögum af átján. „Nei, það mun að sjálfsögðu ekki hafa áhrif á það. Því þú sérð að þegar að þessi hópur er á bakvið þessa verkfallsboðun, þá er honum full alvara,“ segir Páll. Mikill meirihluti félaga í þessum verkalýðsfélögum hafi verið hlyntur verkfalli. „Hann var mjög greinilegur,“ segir Páll Halldórsson.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira