Veruleg röskun á meðferðum krabbameinssjúkra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2015 18:49 Veruleg röskun hefur orðið á meðferðum krabbameinssjúkra undanfarna viku vegna verkfalls geislafræðinga. Fresta hefur þurft fjölda geislameðferða þar sem aðeins er hægt að geisla um helming af því sem venja er. Um vika er síðan að lífeindafræðingar, náttúrufræðingar, geislafræðingar og ljósmæður lögðu niður störf á Landspítalanum, alls um fimm hundruð manns. Verkfallið hefur haft töluverð áhrif á starfsemi spítalans, sérstaklega verkfall geislafræðinga. Verkföllin eru liður í kjarabaráttu Bandalags háskólamanna. Að jafnaði eru sex geislafræðingar við störf á spítalanum sem framkvæma geislameðferðir á hverjum degi. Þeir eru aðeins tveir á meðan verkfallinu stendur sem sinna brýnustu tilfellunum. „Það er sem sagt ýmiss konar meðferð sem er þá látin bíða en það eru líklega svona fimmtíu prósent afköst miðað við áður,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum. Þannig hefur verkfallið töluverð áhrif á geislameðferðir krabbameinssjúkra og eru áhrifin umtalsvert meiri nú en í læknaverkfallinu. Sem skýrist af því að verkfallið er samfellt og ekkert hlé gert. „Það tefur þeirra meðferð en eins og ég segi, það verður bara að vega og meta dag frá degi hversu lengi er hægt að bíða í hverju einasta tilviki,“ segir Gunnar Bjarni. Samningafundur BHM og ríkisins í Karphúsinu í dag reyndist árangurslaus. Næsti samningafundur verður ekki fyrr en á fimmtudaginn og á meðan ekki semst heldur verkfallið áfram. Gunnar Bjarni segir verkfallsaðgerðirnar valda kvíða hjá sjúklingum. „Þetta er mjög erfitt fyrir sjúklingana að þurfa að bíða. Óvissan er mjög erfið en ég undirstrika það að ef það er læknisfræðilega ekki forsvaranlegt fyrir sjúklingana að þeir bíði, þá eru þeir ekki látnir bíða,“ segir Gunnar Bjarni. Þá segir hann verkfall lífeindafræðinga, sem eru í verkfalli fyrir hádegi alla daga, einnig hafa töluverð áhrif á krabbameinssjúklinga. Til að mynda séu blóðprufur mikið notaðar til að meta hvort sjúklingar geti farið í lyfjameðferð. „Við erum nýbúin að klára erfiðar verkfallsaðgerðir lækna og nú byrjar þetta aftur. Þannig að við höfum miklar áhyggjur af þessum óstöðugleika sem ríkir í starfseminni. En við reynum að láta þetta ekki koma niður á öryggi sjúklinga og það er fullur skilningur á því hjá öllum aðilum að skaða ekki sjúklinginn,“ segir Gunnar Bjarni. Tengdar fréttir BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29 Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23 Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Ekkert miðaði á samningafundi BHM og ríkisins í morgun. Ekkert verður fundað um páskana. 1. apríl 2015 14:56 Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19 Fresta þarf aðgerðum á Landspítalanum vegna verkfalla í næstu viku Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir alla röskun á starfsemi spítalans alvarlega og mögulega öryggisógn. 1. apríl 2015 16:01 Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12 Lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála á Landspítalanum "Það ástand getur klárlega skapað ógn við öryggi sjúklinga“ 13. apríl 2015 18:36 Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Veruleg röskun hefur orðið á meðferðum krabbameinssjúkra undanfarna viku vegna verkfalls geislafræðinga. Fresta hefur þurft fjölda geislameðferða þar sem aðeins er hægt að geisla um helming af því sem venja er. Um vika er síðan að lífeindafræðingar, náttúrufræðingar, geislafræðingar og ljósmæður lögðu niður störf á Landspítalanum, alls um fimm hundruð manns. Verkfallið hefur haft töluverð áhrif á starfsemi spítalans, sérstaklega verkfall geislafræðinga. Verkföllin eru liður í kjarabaráttu Bandalags háskólamanna. Að jafnaði eru sex geislafræðingar við störf á spítalanum sem framkvæma geislameðferðir á hverjum degi. Þeir eru aðeins tveir á meðan verkfallinu stendur sem sinna brýnustu tilfellunum. „Það er sem sagt ýmiss konar meðferð sem er þá látin bíða en það eru líklega svona fimmtíu prósent afköst miðað við áður,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum. Þannig hefur verkfallið töluverð áhrif á geislameðferðir krabbameinssjúkra og eru áhrifin umtalsvert meiri nú en í læknaverkfallinu. Sem skýrist af því að verkfallið er samfellt og ekkert hlé gert. „Það tefur þeirra meðferð en eins og ég segi, það verður bara að vega og meta dag frá degi hversu lengi er hægt að bíða í hverju einasta tilviki,“ segir Gunnar Bjarni. Samningafundur BHM og ríkisins í Karphúsinu í dag reyndist árangurslaus. Næsti samningafundur verður ekki fyrr en á fimmtudaginn og á meðan ekki semst heldur verkfallið áfram. Gunnar Bjarni segir verkfallsaðgerðirnar valda kvíða hjá sjúklingum. „Þetta er mjög erfitt fyrir sjúklingana að þurfa að bíða. Óvissan er mjög erfið en ég undirstrika það að ef það er læknisfræðilega ekki forsvaranlegt fyrir sjúklingana að þeir bíði, þá eru þeir ekki látnir bíða,“ segir Gunnar Bjarni. Þá segir hann verkfall lífeindafræðinga, sem eru í verkfalli fyrir hádegi alla daga, einnig hafa töluverð áhrif á krabbameinssjúklinga. Til að mynda séu blóðprufur mikið notaðar til að meta hvort sjúklingar geti farið í lyfjameðferð. „Við erum nýbúin að klára erfiðar verkfallsaðgerðir lækna og nú byrjar þetta aftur. Þannig að við höfum miklar áhyggjur af þessum óstöðugleika sem ríkir í starfseminni. En við reynum að láta þetta ekki koma niður á öryggi sjúklinga og það er fullur skilningur á því hjá öllum aðilum að skaða ekki sjúklinginn,“ segir Gunnar Bjarni.
Tengdar fréttir BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29 Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23 Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Ekkert miðaði á samningafundi BHM og ríkisins í morgun. Ekkert verður fundað um páskana. 1. apríl 2015 14:56 Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19 Fresta þarf aðgerðum á Landspítalanum vegna verkfalla í næstu viku Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir alla röskun á starfsemi spítalans alvarlega og mögulega öryggisógn. 1. apríl 2015 16:01 Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12 Lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála á Landspítalanum "Það ástand getur klárlega skapað ógn við öryggi sjúklinga“ 13. apríl 2015 18:36 Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29
Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23
Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Ekkert miðaði á samningafundi BHM og ríkisins í morgun. Ekkert verður fundað um páskana. 1. apríl 2015 14:56
Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19
Fresta þarf aðgerðum á Landspítalanum vegna verkfalla í næstu viku Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir alla röskun á starfsemi spítalans alvarlega og mögulega öryggisógn. 1. apríl 2015 16:01
Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12
Lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála á Landspítalanum "Það ástand getur klárlega skapað ógn við öryggi sjúklinga“ 13. apríl 2015 18:36
Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28