Hver græðir eiginlega á þessu? Lára G. Sigurðardóttir og Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir skrifar 27. mars 2015 07:00 Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum gaf hún loforð um auknar áherslur í lýðheilsu og að huga að heilsu þjóðarinnar í allri stefnumótun. Í því felst að horfa til rannsókna á sviði lýðheilsuvísinda.Leitin að rannsókninni Andstætt því sem við var að búast með yfirlýsingu um bætta lýðheilsu liggur nú fyrir þingi frumvarp um að leyfa frjálsa sölu áfengis. Þrátt fyrir að stefna velferðarráðuneytisins sé að takmarka aðgengi að áfengi. Þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mæli gegn auknu aðgengi að áfengi. Þrátt fyrir að Embætti landlæknis vari við að samfélagslegur kostnaður geti tvöfaldast. Þrátt fyrir að frumvarpið vinni gegn stefnumótun Reykjavíkurborgar í forvarnarmálum. Þrátt fyrir að Embætti landlæknis, Læknafélag Íslands, Krabbameinsfélagið, foreldrasamtök og önnur grasrótarsamtök sem vinna að almannaheill séu mótfallin auknu aðgengi. Þessar stofnanir gefa þessar yfirlýsingar ekki út vegna eigin geðþóttaákvarðana. Fjöldi rannsókna liggur að baki þessum aðvörunum. Við höfum enn ekki rekist á rannsókn sem sýnir að aukið aðgengi sé jákvætt fyrir heilsu þjóðar.Í frumvarpinu stendur… Í frumvarpinu um frjálsa sölu áfengis stendur skýrum stöfum að áfengisneysla muni aukast. Enda eru það vel þekkt vísindi. Því er haldið fram að fjármagn til lýðheilsuforvarna verði aukið. En samkvæmt rannsóknum í lýðheilsuvísindum felast áhrifamestu forvarnaraðgerðir gegn áfengisneyslu einmitt í því að takmarka aðgengi að áfengi og sýnileika þess, auk verðstýringar og banns við auglýsingum. Fræðsla er mikilvæg en hún dugar ekki ein sér. Við leyfum okkur að fullyrða að enginn sem stefnir að bættri lýðheilsu styðji frumvarp um aukið aðgengi áfengis. Staðreyndin er sú að misnotkun áfengis er eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamál sem við horfumst í augu við með tilheyrandi vanlíðan stórs hóps þjóðarinnar og auknum útgjöldum fyrir samfélagið.Hafa reiknað dæmið til enda Svíar hafa unnið greiningu á áhrifum þess að einkavæða sölu áfengis í líkingu við það sem lagt er til í áfengisfrumvarpinu svokallaða og með því fyrirkomulagi má í stuttu máli búast við:1. 61% fjölgun á ótímabærum áfengis- tengdum dauðsföllum.2. 22% fjölgun á banaslysum.3. 30% fjölgun á sjálfsvígum.4. 40% fjölgun á morðum.5. 22% fjölgun á líkamsárásum.6. 40% fjölgun á veikindadögum. Auk þess sýna rannsóknir að aukin áfengisneysla leiði til aukinnar tíðni heimilisofbeldis, nauðgana, sjálfsvíga, vanrækslu barna, krabbameinstilfella, smitsjúkdóma og geðsjúkdóma svo nokkur dæmi séu tekin. Er heilbrigðiskerfið á Íslandi í stakk búið að takast á við aukningu útgjalda álíka sem hér er lýst? Nei, það er það ekki. Svíar, Norðmenn og Finnar hafa takmarkað aðgengi að áfengi og fleiri þjóðir eru að reyna að takmarka aðgengi í ljósi fenginnar reynslu. Það að auka aðgengi er því miður auðveldara en að takmarka það eftir að létt hefur verið á höftum. Horfum til Bretlands. Dánartíðni af völdum skorpulifrar fjórfaldaðist eftir að útsölustöðum áfengis fjölgaði með tilheyrandi auknu álagi og útgjöldum heilbrigðiskerfisins og Bretar eru nú í verulegum vanda vegna unglingadrykkju.Góður árangur Íslendinga Ísland er með einna lægstu heildarneyslu áfengis. Það er ekki tilkomið vegna góðra drykkjusiða heldur langrar sögu um takmarkanir á aðgengi, auglýsingabanni og verðstýringu. Auk þess hefur verið unnið mikilvægt forvarnarstarf gegn ofneyslu áfengis sem við ættum að vera stolt af og aðrar þjóðir horfa til okkar sem leiðandi á þessu sviði. Sem dæmi hefur tíðni ölvunar meðal ungmenna undir lögaldri lækkað úr 42% í 5% á síðustu 15 árum með virkum forvarnaraðgerðum. Með afnámi einkasölu ríkisins værum við að stíga stórt skref afturábak með alvarlegum afleiðingum fyrir samfélagið.Fyrir hvern er frumvarpið? Með frumvarpinu eru stjórnvöld að vinna gegn áliti sérfræðinga í lýðheilsu og gegn eigin loforðum um aukna lýðheilsu í landinu. Ef ríkisvaldið ætlar að standa við loforð sín um að huga að heilsu þjóðarinnar í allri stefnumótun þá getur Alþingi ekki samþykkt frumvarp um frjálsa sölu áfengis. Í skoðanakönnunum hefur meirihlutinn ávallt kosið að áfengissala sé ekki gefin frjáls. Fyrir hvern er þá frumvarpið? Þjóðin mun ekki græða á þessari breytingu. Það er eðlilegt að spyrja sig, hver græðir eiginlega á þessu? HEIMILDIR:https://www.systembolagetkampanj.se/forskarrapport_en/downloads/Hela_rapporten.pdfhttps://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna-i-afengis--og-vimuvornum-desember-2013.pdfhttps://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item26458/Aukid-adgengi-ad-afengi-%E2%80%93-aukinn-skadihttps://www.hscic.gov.uk/catalogue/PUB00135/alco-eng-2010-rep.pdfhttps://www.fph.org.uk/uploads/ps_alcohol.pdfhttps://www.who.int/substance_abuse/publications/global_alcohol_report/en/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum gaf hún loforð um auknar áherslur í lýðheilsu og að huga að heilsu þjóðarinnar í allri stefnumótun. Í því felst að horfa til rannsókna á sviði lýðheilsuvísinda.Leitin að rannsókninni Andstætt því sem við var að búast með yfirlýsingu um bætta lýðheilsu liggur nú fyrir þingi frumvarp um að leyfa frjálsa sölu áfengis. Þrátt fyrir að stefna velferðarráðuneytisins sé að takmarka aðgengi að áfengi. Þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mæli gegn auknu aðgengi að áfengi. Þrátt fyrir að Embætti landlæknis vari við að samfélagslegur kostnaður geti tvöfaldast. Þrátt fyrir að frumvarpið vinni gegn stefnumótun Reykjavíkurborgar í forvarnarmálum. Þrátt fyrir að Embætti landlæknis, Læknafélag Íslands, Krabbameinsfélagið, foreldrasamtök og önnur grasrótarsamtök sem vinna að almannaheill séu mótfallin auknu aðgengi. Þessar stofnanir gefa þessar yfirlýsingar ekki út vegna eigin geðþóttaákvarðana. Fjöldi rannsókna liggur að baki þessum aðvörunum. Við höfum enn ekki rekist á rannsókn sem sýnir að aukið aðgengi sé jákvætt fyrir heilsu þjóðar.Í frumvarpinu stendur… Í frumvarpinu um frjálsa sölu áfengis stendur skýrum stöfum að áfengisneysla muni aukast. Enda eru það vel þekkt vísindi. Því er haldið fram að fjármagn til lýðheilsuforvarna verði aukið. En samkvæmt rannsóknum í lýðheilsuvísindum felast áhrifamestu forvarnaraðgerðir gegn áfengisneyslu einmitt í því að takmarka aðgengi að áfengi og sýnileika þess, auk verðstýringar og banns við auglýsingum. Fræðsla er mikilvæg en hún dugar ekki ein sér. Við leyfum okkur að fullyrða að enginn sem stefnir að bættri lýðheilsu styðji frumvarp um aukið aðgengi áfengis. Staðreyndin er sú að misnotkun áfengis er eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamál sem við horfumst í augu við með tilheyrandi vanlíðan stórs hóps þjóðarinnar og auknum útgjöldum fyrir samfélagið.Hafa reiknað dæmið til enda Svíar hafa unnið greiningu á áhrifum þess að einkavæða sölu áfengis í líkingu við það sem lagt er til í áfengisfrumvarpinu svokallaða og með því fyrirkomulagi má í stuttu máli búast við:1. 61% fjölgun á ótímabærum áfengis- tengdum dauðsföllum.2. 22% fjölgun á banaslysum.3. 30% fjölgun á sjálfsvígum.4. 40% fjölgun á morðum.5. 22% fjölgun á líkamsárásum.6. 40% fjölgun á veikindadögum. Auk þess sýna rannsóknir að aukin áfengisneysla leiði til aukinnar tíðni heimilisofbeldis, nauðgana, sjálfsvíga, vanrækslu barna, krabbameinstilfella, smitsjúkdóma og geðsjúkdóma svo nokkur dæmi séu tekin. Er heilbrigðiskerfið á Íslandi í stakk búið að takast á við aukningu útgjalda álíka sem hér er lýst? Nei, það er það ekki. Svíar, Norðmenn og Finnar hafa takmarkað aðgengi að áfengi og fleiri þjóðir eru að reyna að takmarka aðgengi í ljósi fenginnar reynslu. Það að auka aðgengi er því miður auðveldara en að takmarka það eftir að létt hefur verið á höftum. Horfum til Bretlands. Dánartíðni af völdum skorpulifrar fjórfaldaðist eftir að útsölustöðum áfengis fjölgaði með tilheyrandi auknu álagi og útgjöldum heilbrigðiskerfisins og Bretar eru nú í verulegum vanda vegna unglingadrykkju.Góður árangur Íslendinga Ísland er með einna lægstu heildarneyslu áfengis. Það er ekki tilkomið vegna góðra drykkjusiða heldur langrar sögu um takmarkanir á aðgengi, auglýsingabanni og verðstýringu. Auk þess hefur verið unnið mikilvægt forvarnarstarf gegn ofneyslu áfengis sem við ættum að vera stolt af og aðrar þjóðir horfa til okkar sem leiðandi á þessu sviði. Sem dæmi hefur tíðni ölvunar meðal ungmenna undir lögaldri lækkað úr 42% í 5% á síðustu 15 árum með virkum forvarnaraðgerðum. Með afnámi einkasölu ríkisins værum við að stíga stórt skref afturábak með alvarlegum afleiðingum fyrir samfélagið.Fyrir hvern er frumvarpið? Með frumvarpinu eru stjórnvöld að vinna gegn áliti sérfræðinga í lýðheilsu og gegn eigin loforðum um aukna lýðheilsu í landinu. Ef ríkisvaldið ætlar að standa við loforð sín um að huga að heilsu þjóðarinnar í allri stefnumótun þá getur Alþingi ekki samþykkt frumvarp um frjálsa sölu áfengis. Í skoðanakönnunum hefur meirihlutinn ávallt kosið að áfengissala sé ekki gefin frjáls. Fyrir hvern er þá frumvarpið? Þjóðin mun ekki græða á þessari breytingu. Það er eðlilegt að spyrja sig, hver græðir eiginlega á þessu? HEIMILDIR:https://www.systembolagetkampanj.se/forskarrapport_en/downloads/Hela_rapporten.pdfhttps://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna-i-afengis--og-vimuvornum-desember-2013.pdfhttps://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item26458/Aukid-adgengi-ad-afengi-%E2%80%93-aukinn-skadihttps://www.hscic.gov.uk/catalogue/PUB00135/alco-eng-2010-rep.pdfhttps://www.fph.org.uk/uploads/ps_alcohol.pdfhttps://www.who.int/substance_abuse/publications/global_alcohol_report/en/
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun