Eldur í hvalaskoðunarbáti á Skjálfandaflóa Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. apríl 2015 10:55 Björgunarsveitarmenn, lögreglumenn og fleiri við bryggjuna á Húsavík í dag. Mynd/Jónas Emils Uppfært klukkan 11:42 24 farþegar voru um borð í hvalaskoðunarbátnum Faldi á vegum fyrirtækisins Gentle Giants á Skjálfandaflóa, þegar reykur kom upp um hálf ellefuleytið í morgun. Brugðist var skjótt við og eru farþegarnir nú komnir um borð í hvalaskoðunarbátinn Bjössa Sör. Sammæltust þeir um að halda hvalaskoðun áfram.Knörr með Fald í togi á leið til Húsavíkur.Mynd/Jónas EmilsÖllum farþegum um borð í Faldi var komið fyrir í björgunarbátum þegar að bilunarinnar varð vart. Nokkru síðar bar hvalaskoðunarbátinn Bjössa Sör að og stóð farþegunum til boða að halda hvalaskoðun áfram eða halda áleiðis til Húsavíkur. Varð fyrri kosturinn fyrir valinu og bættust farþegarnir 24 því við þá 23 sem fyrir voru að leggja af stað í hvalaskoðun um borð í Bjössa Sör. Hvalaskoðunarbáturinn Knörrinn og björgunarbáturinn Jón Kjartansson eru nú á leið með Fald til Húsavíkur og áætlað er að þeir verði komnir þangað um hádegisbil. Ekki liggur fyrir hvar bilunin kom upp. Slökkviliðsmenn eru um borð í Faldi en ekki rýkur úr honum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. Veður er þokkalegt til sjós, smá gola og dálítill sjór en brim hefur verið síðustu daga.Slökkvilið, lögregla og sjúkrastarfsmenn mættu á bryggjuna á Húsavík.Mynd/Jónas EmilsStefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants, sagði í stuttu samtali við Vísi að allt væri í standi. Vænta mætti tilkynningar frá honum um málið innan tíðar. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að Samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð hafi verið virkjuð í samræmi við hópslysaáætlun vegna farþegabáta á Skjálfandaflóa. Þá voru björgunarsveitir í nágrenninu virkjaðar sem og slökkviliðin á Húsavík og Akureyri auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.Faldur.Vísir/PjeturUppfært klukkan 13:22 Í tilkynningu frá Stefáni Guðmundssyni hjá Gentle Giants segir að um lítilsháttar reyk hafi verið að ræða sem komið hafi upp á útleið frá Húsavík. Skammt utan við höfnina. Verður hafi verið hið besta og allar aðstæður góðar. „Eftir um 30 mínútna siglingu varð skiptstjórinn var við lítilsháttar reyk í vélarrúmi og brást við samkvæmt öryggisáætlun skips og fyrirtækis,“ segir í tilkynningunni. „Björgunarsveitin á staðnum var komin á örskotsstundu sem og nærstaddir bátar á svæðinu. Farþegarnir 20 voru ferjaðir um borð í Bjössa Sör og héldu för sinni áfram í hvalaskoðun um Skjálfanda.“ Stefán segir að farþegum og áhöfn heilsist vel. Allir séu heilir. Hann þakkar öllum sem tóku þátt í aðgerðinni til lands og sveita.Frá björgunaraðgerðum í dag.Mynd/Jónas EmilsFaldur dreginn í land.Mynd/Jónas EmilsKnörrinn og Faldur í höfn á Húsavík.Mynd/Jónas EmilsSlökkviliðsmenn um borð í Faldri í Húsavíkurhöfn.Mynd/Jónas EmilsHér má sjá bátinn: Faldur returning to the harbor with a dozen of passengers that will bring home a very special and unexpected memory.Posted by Gentle Giants Whale Watching on Thursday, 2 April 2015 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Uppfært klukkan 11:42 24 farþegar voru um borð í hvalaskoðunarbátnum Faldi á vegum fyrirtækisins Gentle Giants á Skjálfandaflóa, þegar reykur kom upp um hálf ellefuleytið í morgun. Brugðist var skjótt við og eru farþegarnir nú komnir um borð í hvalaskoðunarbátinn Bjössa Sör. Sammæltust þeir um að halda hvalaskoðun áfram.Knörr með Fald í togi á leið til Húsavíkur.Mynd/Jónas EmilsÖllum farþegum um borð í Faldi var komið fyrir í björgunarbátum þegar að bilunarinnar varð vart. Nokkru síðar bar hvalaskoðunarbátinn Bjössa Sör að og stóð farþegunum til boða að halda hvalaskoðun áfram eða halda áleiðis til Húsavíkur. Varð fyrri kosturinn fyrir valinu og bættust farþegarnir 24 því við þá 23 sem fyrir voru að leggja af stað í hvalaskoðun um borð í Bjössa Sör. Hvalaskoðunarbáturinn Knörrinn og björgunarbáturinn Jón Kjartansson eru nú á leið með Fald til Húsavíkur og áætlað er að þeir verði komnir þangað um hádegisbil. Ekki liggur fyrir hvar bilunin kom upp. Slökkviliðsmenn eru um borð í Faldi en ekki rýkur úr honum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. Veður er þokkalegt til sjós, smá gola og dálítill sjór en brim hefur verið síðustu daga.Slökkvilið, lögregla og sjúkrastarfsmenn mættu á bryggjuna á Húsavík.Mynd/Jónas EmilsStefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants, sagði í stuttu samtali við Vísi að allt væri í standi. Vænta mætti tilkynningar frá honum um málið innan tíðar. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að Samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð hafi verið virkjuð í samræmi við hópslysaáætlun vegna farþegabáta á Skjálfandaflóa. Þá voru björgunarsveitir í nágrenninu virkjaðar sem og slökkviliðin á Húsavík og Akureyri auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.Faldur.Vísir/PjeturUppfært klukkan 13:22 Í tilkynningu frá Stefáni Guðmundssyni hjá Gentle Giants segir að um lítilsháttar reyk hafi verið að ræða sem komið hafi upp á útleið frá Húsavík. Skammt utan við höfnina. Verður hafi verið hið besta og allar aðstæður góðar. „Eftir um 30 mínútna siglingu varð skiptstjórinn var við lítilsháttar reyk í vélarrúmi og brást við samkvæmt öryggisáætlun skips og fyrirtækis,“ segir í tilkynningunni. „Björgunarsveitin á staðnum var komin á örskotsstundu sem og nærstaddir bátar á svæðinu. Farþegarnir 20 voru ferjaðir um borð í Bjössa Sör og héldu för sinni áfram í hvalaskoðun um Skjálfanda.“ Stefán segir að farþegum og áhöfn heilsist vel. Allir séu heilir. Hann þakkar öllum sem tóku þátt í aðgerðinni til lands og sveita.Frá björgunaraðgerðum í dag.Mynd/Jónas EmilsFaldur dreginn í land.Mynd/Jónas EmilsKnörrinn og Faldur í höfn á Húsavík.Mynd/Jónas EmilsSlökkviliðsmenn um borð í Faldri í Húsavíkurhöfn.Mynd/Jónas EmilsHér má sjá bátinn: Faldur returning to the harbor with a dozen of passengers that will bring home a very special and unexpected memory.Posted by Gentle Giants Whale Watching on Thursday, 2 April 2015
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira