Gífurleg stemning var á Ingólfstorgi í kvöld þar sem fjöldi manns komu saman til að fagna gengi strákanna í landsliði Íslands í fótbolta og gengi þeirra. Þeir tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumeistaramóti sem fram fer í Frakklandi á næsta ári.
Góðkunnir tónlistarmenn komu fram og skemmtu áhorfendum.
Fram komu Páll Óskar, Steindi Jr., Ásdís María, Bent og Daníel Ágúst. Strákarnir í landsliðinu munu einnig mæta á Ingólfstorg í kvöld, eftir sturtu, viðtöl og allt það sem fylgir landsleikjum.
Strákarnir mættu á Ingólfstorg
Samúel Karl Ólason skrifar
