Körfubolti

Tvær sekúndur ekki nóg fyrir Ragnar til að fá skráðan á sig leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Nathanaelsson í baráttunni um lokafrákast leiksins.
Ragnar Nathanaelsson í baráttunni um lokafrákast leiksins. Vísir/Valli
Miðherjinn Ragnar Nathanaelsson var síðastur íslensku landsliðsmannanna til að koma við sögu á móti Þjóðverjum í gær en Ísland tapaði þá naumlega í fyrsta leik sínum á stórmóti.

Ragnar þurfti að bíða þolinmóður þar til að það voru aðeins tvær sekúndur voru eftir af leiknum við Þjóðverja.

Ragnar kom þá inná fyrir Hörð Axel Vilhjálmsson þegar Logi Gunnarsson var að undirbúa sig að taka tvö víti.

Ragnar var þannig á vellinum þessar tvær síðustu sekúndur leiksins og fór í lokafrákastið eins og sést vel á mynd Valgarðs Gíslasonar hér fyrir ofan.

Samkvæmt tölfræði FIBA Europe fékk Ragnar hinsvegar "DNP" eða "Did not play" skráð á sig á tölfræðiblaðið sem þýðir "Tók ekki þátt í leiknum". Það er hægt að sjá tölfræði leiksins hér.

Það virðist því vera þannig að tvær sekúndur hafi ekki verið nóg fyrir Ragnar til að fá skráðan á sig leik.

Axel Kárason og Ægir Þór Steinarsson spiluðu báðir síðustu 30 sekúndurnar í fyrri hálfleik og þeir fengu báðir skráða á sig eina spilaða mínútu í tölfræði FIBA Europe.


Tengdar fréttir

Strákarnir mæta þremur frægum NBA-leikmönnum í kvöld

Íslenska körfuboltalandsliðið mætir Ítalíu í kvöld í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta en bæði lið töpuðu naumlega í fyrsta leik sínum í B-riðlinum í Berlin. Ísland á móti Þýskalandi en Ítalir á móti Tyrkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×