Sport

Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson mætir Demian Maia í Las Vegas

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson. Vísir/Getty
Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 194 og mæta Demian Maia. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann vann Brandon Thatch í Las Vegas í júlí.

Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Demian Maia fer fram í Las Vegas eins og sá síðasti en Gunnar hefur unnið fimm af sex UFC-bardögum sínum.

Demian Maia er Brasilíumaður og ellefu árum eldri en Gunnar en Maia hefur verið að keppa í MMA frá árinu 2001. Fyrsti UFC-bardagi hans fór fram 2007.

Þetta verður gríðarlega mikilvægur bardagi fyrir Gunnar enda gerir sigur á Maia mikið fyrir feril Gunnars. Í „Leiðinni að búrinu" talar Gunnar um bardagann gegn Brandon Thatch, Demian Maia og andrúmsloftið vikuna fyrir bardagann.

Sjá einnig:Minn stærsti bardagi á ferlinum

Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Demian Maia er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardaginn og hefst útsendingin klukkan þrjú. Bardagi Gunnars hefst líklega um 3:30.

Henry Birgir Gunnarsson er á leiðinni út til Las Vegas og mun fjalla ítarlega um bardagann og aðdraganda hans hér inn á Vísi.

Fyrir þá sem geta ekki beðið er skemmtilegt að skoða Leiðina að búrinu frá MMA-fréttum og þar má heyra að Gunnar mætir tilbúinn í hringinn á laugardaginn.

MMA

Tengdar fréttir

Gallar í lyfjaprófum UFC

Þó svo UFC sé búið að taka upp nýtt og betra lyfjaprófunarkerfi þá segir Conor McGregor að það sé hægt að gera betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×