Fótbolti er áhugamál númer eitt 7. desember 2015 12:00 Haukur Hinriksson er fæddur og uppalinn á Akureyri, en flutti til Reykjavíkur þegar hann hóf háskólanám. Fréttablaðið/GVA Svipmynd haukur hinriksson Haukur Hinriksson hefur verið ráðinn lögfræðingur Knattspyrnusambands Íslands. Þar mun hann starfa í mótadeild. „Þetta er í raun og veru mjög fjölbreytt verkefni. Starfslýsingin er þannig að ég er í sambandi við milliliði, ég sé um uppfærslu á reglugerðum, ég er með á borðinu hjá mér samningamál og félagsskiptamál og ýmis tilfallandi verkefni í raun og veru,“ segir Haukur þegar hann er beðinn um að lýsa nýja starfinu sínu. Hann segir þetta vera nýtt starf og ekki hafi verið starfandi lögfræðingur hjá KSÍ. Þó hafi staðið til í nokkurn tíma að ráða lögfræðing. Hann byrjar í starfinu þann 4. janúar næstkomandi. Haukur útskrifaðist með ML-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík síðastliðið vor, en var jafnframt í skiptinámi í París árið 2014. Haukur var aðstoðarmaður lögmanna á Lögfræðistofu Suðurnesja sumarið 2014 en hefur verið sölumaður hjá heildverslun Ólafs Gíslasonar & Co frá útskrift. Haukur lætur vel af náminu í Háskólanum í Reykjavík. Uppsetning námsins sé svolítið frábrugðin því sem er í HÍ, því að í HR sé meira lagt upp úr raunhæfum verkefnum í stað 100 prósent prófa í lok annar. Í lokaritgerð skrifaði hann um skuldajöfnun afleiðusamninga við gjaldþrotaskipti eða slitameðferð. Hann segir áhugamál sín á sviði lögfræði því mjög fjölbreytt. En hann hafi ekki þurft að hugsa sig tvisvar um þegar starfið hjá KSÍ bauðst. „Þetta er áhugamál númer eitt, það er fótbolti.“ Haukur er Akureyringur í húð og hár, fæddur þar og uppalinn. „En foreldrar mínir eru hins vegar báðir að sunnan,“ segir Haukur. Það hafi því ekki verið neitt mál að flytja suður þegar lögfræðinámið hófst. Haukur á ekki langt að sækja knattspyrnuáhugann, því afi hans var lögfræðingur og spilaði með íslenska landsliðinu í fyrsta landsleik Íslands árið 1946. Hann hét Þórhallur Ingibergur Einarsson og varð meðal annars Íslandsmeistari með Fram. Haukur hefur sjálfur spilað fótbolta. Þrjú tímabil spilaði hann í fyrstu deild, með KA og Þrótti í Reykjavík og einnig spilaði hann í annarri deild. Eftir að hann byrjaði í mastersnámi í lögfræði spilaði hann líka í fjórðu deild. Áhugamálin fyrir utan fótboltann eru aðrar íþróttir. Þá helst snjóbretti, golf og veiði, en einnig hefur Haukur mikinn áhuga á ferðamennsku. Sá áhugi kviknaði þegar hann var í skiptináminu í París. „Þá tókst mér að ferðast til átta landa í leiðinni. Það var tiltölulega auðvelt að finna flug og þá kviknaði mikill áhugi á ferðamennsku,“ segir Haukur og bætir við að það sé sérstaklega gaman að sjá ólíka menningu. Hann segir áhugaverðustu heimsóknina hafa verið til Slóvakíu. jonhakon@frettabladid.is Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Svipmynd haukur hinriksson Haukur Hinriksson hefur verið ráðinn lögfræðingur Knattspyrnusambands Íslands. Þar mun hann starfa í mótadeild. „Þetta er í raun og veru mjög fjölbreytt verkefni. Starfslýsingin er þannig að ég er í sambandi við milliliði, ég sé um uppfærslu á reglugerðum, ég er með á borðinu hjá mér samningamál og félagsskiptamál og ýmis tilfallandi verkefni í raun og veru,“ segir Haukur þegar hann er beðinn um að lýsa nýja starfinu sínu. Hann segir þetta vera nýtt starf og ekki hafi verið starfandi lögfræðingur hjá KSÍ. Þó hafi staðið til í nokkurn tíma að ráða lögfræðing. Hann byrjar í starfinu þann 4. janúar næstkomandi. Haukur útskrifaðist með ML-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík síðastliðið vor, en var jafnframt í skiptinámi í París árið 2014. Haukur var aðstoðarmaður lögmanna á Lögfræðistofu Suðurnesja sumarið 2014 en hefur verið sölumaður hjá heildverslun Ólafs Gíslasonar & Co frá útskrift. Haukur lætur vel af náminu í Háskólanum í Reykjavík. Uppsetning námsins sé svolítið frábrugðin því sem er í HÍ, því að í HR sé meira lagt upp úr raunhæfum verkefnum í stað 100 prósent prófa í lok annar. Í lokaritgerð skrifaði hann um skuldajöfnun afleiðusamninga við gjaldþrotaskipti eða slitameðferð. Hann segir áhugamál sín á sviði lögfræði því mjög fjölbreytt. En hann hafi ekki þurft að hugsa sig tvisvar um þegar starfið hjá KSÍ bauðst. „Þetta er áhugamál númer eitt, það er fótbolti.“ Haukur er Akureyringur í húð og hár, fæddur þar og uppalinn. „En foreldrar mínir eru hins vegar báðir að sunnan,“ segir Haukur. Það hafi því ekki verið neitt mál að flytja suður þegar lögfræðinámið hófst. Haukur á ekki langt að sækja knattspyrnuáhugann, því afi hans var lögfræðingur og spilaði með íslenska landsliðinu í fyrsta landsleik Íslands árið 1946. Hann hét Þórhallur Ingibergur Einarsson og varð meðal annars Íslandsmeistari með Fram. Haukur hefur sjálfur spilað fótbolta. Þrjú tímabil spilaði hann í fyrstu deild, með KA og Þrótti í Reykjavík og einnig spilaði hann í annarri deild. Eftir að hann byrjaði í mastersnámi í lögfræði spilaði hann líka í fjórðu deild. Áhugamálin fyrir utan fótboltann eru aðrar íþróttir. Þá helst snjóbretti, golf og veiði, en einnig hefur Haukur mikinn áhuga á ferðamennsku. Sá áhugi kviknaði þegar hann var í skiptináminu í París. „Þá tókst mér að ferðast til átta landa í leiðinni. Það var tiltölulega auðvelt að finna flug og þá kviknaði mikill áhugi á ferðamennsku,“ segir Haukur og bætir við að það sé sérstaklega gaman að sjá ólíka menningu. Hann segir áhugaverðustu heimsóknina hafa verið til Slóvakíu. jonhakon@frettabladid.is
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira