Snörp orðaskipti og frammíköll á Alþingi: "Nú hitti ég á viðkvæman punkt" Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. desember 2015 17:47 Sigmundur Davíð og Brynhildur Pétursdóttir tókust á á Alþingi í dag. Hægt er að sjá orðaskiptin í spilaranum neðst í fréttinni. Vísir Snörp orðaskipti urðu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Fyrir svörum sat Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, en þingmaður Bjartrar framtíðar, Brynhildur Pétursdóttir steig í pontu og kvartaði yfir þeim litla fjölda mála sem lögð hafa verið fyrir þingið undanfarna mánuði. „ Samkvæmt þingamálaskrá átti að leggja fram 184 mál. Staðan er þannig að það eru komin fram 45 frumvörp og 11 þingsályktunartillögur. Það er ekki mikið af málum sem ríkisstjórnin sjálf hefur lagt fram,” sagði Brynhildur.Sjá einnig:Leggur til að þingmenn fari í verkfall í nefndum Alþingis vegna málaþurrðar ríkisstjórnarinnar Eru ráðherrar í ríkisstjórn starfi sínu vaxnir? „Nú skil ég það þannig að ráðherrar séu einhverskonar verkefnisstjórar sem þurfa að tryggja að málin þeirra séu unnin í ráðuneytunum. Ég geri ekki lítið úr því það er ábyggilega áskorun að setja saman frumvörp, en ég hlýt að spyrja hvort ráðherrar í ríkisstjórn séu starfi sínu vaxnir og hvort að hæstvirtur forsætisráðherra sem á að vera að stýra ríkisstjórninni sé nægilega góður verkstjóri? Mér finnst þetta sláandi tölur.” Sigmundur Davíð svaraði fyrir sig og sagði tölurnar ættu ekki að vera sláandi hefði Brynhildur fylgst með sambærilegum tölum undanfarin ár, ef ekki áratugi. „Hvað sem því líður má gera ráð fyrir því að það komi ekki fram öll þau mál sem eru á þeim lista yfir mál sem kemur til greina að leggja fram fyrir áramót. Þingmaður ætti að gleðjast yfir því. Það á ekki að vera sjálfstætt markmið að menn séu alltaf að gera sem mestar breytingar á lögum, heldur góðar breytingar.” Til hvers erum við þá með ráðherra? Brynhildur svaraði Sigmundi á nýjan leik og spurði til hvers þingmálaskrá væri þá. „Er þetta svona óskalisti ríkisstjórnar um mál sem væri gaman að leggja fram, ef við höfum til þess tíma, hugsanlega? Þá finnst mér alveg eins gott að sleppa þessu, til hvers eru þá ráðherrarnir ef það er ekki þeirra hluverk að koma í gegn pólítískum áherslumálum ríkisstjórnarinnar? Til hvers erum við þá með ráðherra? Ég held að ráðuneytin og fólkið þar geti alveg stýrt þessum daglega rekstri.” Brynhildur hélt áfram og spurði, “eru þingmenn endilega bestu ráðherraefnin? Ég er svolítið hrifin af því að taka fólk bara utan úr þjóðfélaginu, kannski með gráðu í verkefnisstjórnun og mannlegum samskiptum og hvað það er sem þarf til. En mér finnst þessi árangur mjög lélegur og ég held ég fari rétt með, að þetta er sögulega lélegt.” Stjórnarandstaðan myndi samt tala fram á kvöldSigmundur Davíð svaraði Brynhildi og sagði áhyggjur þingmannsins með öllu óþarfar. „En hinsvegar hefur það ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með þingstörfum að undanförnu að það er nú ekki eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar skorti mál til að tala um. Ég hugsa að það myndi nægja þeim að hafa bara eitt mál, þá myndu þau samt tala fram á kvöld um það mál. Það verður að segjast, virðulegur forseti, að það er auðvitað hluti af vandanum með hvaða hætti þessi stjórnarandstaða, ekki hvað síst og raunar frekar en stjórnarandstöður liðinna áratuga…”Þegar Sigmundur sleppti orðinu varð mikið um frammíköll í þingsalnum og forseti þingsins skarst í leikinn. Þá hélt Sigmundur áfram. „Nú hitti ég á viðkvæman punkt greinilega, hvernig stjórnarandstaða þessa tíma tekur fyrir nánast hvaða mál sem er og gerir úr þeim málþóf, og það frá fyrstu viku hafi menn valið sér mál, stór eða lítil, til að taka fyrir í málþófi.” Umræðuna má horfa á hér að neðan. Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Snörp orðaskipti urðu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Fyrir svörum sat Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, en þingmaður Bjartrar framtíðar, Brynhildur Pétursdóttir steig í pontu og kvartaði yfir þeim litla fjölda mála sem lögð hafa verið fyrir þingið undanfarna mánuði. „ Samkvæmt þingamálaskrá átti að leggja fram 184 mál. Staðan er þannig að það eru komin fram 45 frumvörp og 11 þingsályktunartillögur. Það er ekki mikið af málum sem ríkisstjórnin sjálf hefur lagt fram,” sagði Brynhildur.Sjá einnig:Leggur til að þingmenn fari í verkfall í nefndum Alþingis vegna málaþurrðar ríkisstjórnarinnar Eru ráðherrar í ríkisstjórn starfi sínu vaxnir? „Nú skil ég það þannig að ráðherrar séu einhverskonar verkefnisstjórar sem þurfa að tryggja að málin þeirra séu unnin í ráðuneytunum. Ég geri ekki lítið úr því það er ábyggilega áskorun að setja saman frumvörp, en ég hlýt að spyrja hvort ráðherrar í ríkisstjórn séu starfi sínu vaxnir og hvort að hæstvirtur forsætisráðherra sem á að vera að stýra ríkisstjórninni sé nægilega góður verkstjóri? Mér finnst þetta sláandi tölur.” Sigmundur Davíð svaraði fyrir sig og sagði tölurnar ættu ekki að vera sláandi hefði Brynhildur fylgst með sambærilegum tölum undanfarin ár, ef ekki áratugi. „Hvað sem því líður má gera ráð fyrir því að það komi ekki fram öll þau mál sem eru á þeim lista yfir mál sem kemur til greina að leggja fram fyrir áramót. Þingmaður ætti að gleðjast yfir því. Það á ekki að vera sjálfstætt markmið að menn séu alltaf að gera sem mestar breytingar á lögum, heldur góðar breytingar.” Til hvers erum við þá með ráðherra? Brynhildur svaraði Sigmundi á nýjan leik og spurði til hvers þingmálaskrá væri þá. „Er þetta svona óskalisti ríkisstjórnar um mál sem væri gaman að leggja fram, ef við höfum til þess tíma, hugsanlega? Þá finnst mér alveg eins gott að sleppa þessu, til hvers eru þá ráðherrarnir ef það er ekki þeirra hluverk að koma í gegn pólítískum áherslumálum ríkisstjórnarinnar? Til hvers erum við þá með ráðherra? Ég held að ráðuneytin og fólkið þar geti alveg stýrt þessum daglega rekstri.” Brynhildur hélt áfram og spurði, “eru þingmenn endilega bestu ráðherraefnin? Ég er svolítið hrifin af því að taka fólk bara utan úr þjóðfélaginu, kannski með gráðu í verkefnisstjórnun og mannlegum samskiptum og hvað það er sem þarf til. En mér finnst þessi árangur mjög lélegur og ég held ég fari rétt með, að þetta er sögulega lélegt.” Stjórnarandstaðan myndi samt tala fram á kvöldSigmundur Davíð svaraði Brynhildi og sagði áhyggjur þingmannsins með öllu óþarfar. „En hinsvegar hefur það ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með þingstörfum að undanförnu að það er nú ekki eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar skorti mál til að tala um. Ég hugsa að það myndi nægja þeim að hafa bara eitt mál, þá myndu þau samt tala fram á kvöld um það mál. Það verður að segjast, virðulegur forseti, að það er auðvitað hluti af vandanum með hvaða hætti þessi stjórnarandstaða, ekki hvað síst og raunar frekar en stjórnarandstöður liðinna áratuga…”Þegar Sigmundur sleppti orðinu varð mikið um frammíköll í þingsalnum og forseti þingsins skarst í leikinn. Þá hélt Sigmundur áfram. „Nú hitti ég á viðkvæman punkt greinilega, hvernig stjórnarandstaða þessa tíma tekur fyrir nánast hvaða mál sem er og gerir úr þeim málþóf, og það frá fyrstu viku hafi menn valið sér mál, stór eða lítil, til að taka fyrir í málþófi.” Umræðuna má horfa á hér að neðan.
Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira