Vindhviður undir Eyjafjöllum eru komnar yfir fimmtíu metra á sekúndu og minnst ein mæling sýnir hviðu fara yfir sextíu metra. Þetta sýnir veðurmælir á vef Vegagerðarinnar.
Veðurmælir við Hvamm undir Eyjafjöllum sýnir eina hviðuna hafa farið yfir 60 metra á sekúndu. Annar mælir á Steinum, einnig undir Eyjafjöllum, sýnir nokkrar hviður upp undir 50 metra.
Búið er að lýsa yfir hættustigi á Suðurlandi vegna óveðursins en óvissustig er í öðrum landshlutum.

