Skjálftinn mikli sem var í gærmorgun orsakaði snjóflóð í hlíðum Everest og hefur verið greint frá því að sautján hafi farist og rúmlega sextíu hafi slasast í grunnbúðunum eða annars staðar í fjallinu. Að minnsta kosti 2.600 manns létust í skjálftanum í landinu öllu.
Á vefsíðunni Reddit hvetur Kobusch fólk til að leggja fé til hjálparsamtaka enda gríðarlegt uppbyggingarstarf framundan í Nepal.
Sjá myndband Kobusch að neðan.