Lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna Mann ársins 2015 nú um áramótin. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar og er öllum frjálst að senda inn.
Tekið er við tilnefningum á vefsvæði Bylgjunnar en frestur til að tilnefna rennur út næstkomandi mánudag, þann 14. desember. Ritstjórn Vísis og Reykjavík Síðdegis fara sameiginlega yfir innsendar tilnefningar og í kjölfarið hefst atkvæðagreiðsla. Einstaklingurinn verður heiðraður í árlegum áramótaþætti Reykjavík árdegis á Gamlársdag.
Í tilnefningunni þarf nafn viðkomandi að koma fram auk upplýsinga um hvers vegna viðkomandi á skilið að vera útnefndur sem Maður ársins 2014. Farið verður yfir tilnefningar með tilliti til rökstuðnings og fjölda tilnefninga sem hver og einn fær. Atkvæðagreiðsla fer svo fram á Vísi yfir jólin.
Tómas Guðbjartsson læknir var valinn maður ársins í fyrra en hér má sjá þá tíu sem kosið var á milli eftir að tilnefningum rigndi inn frá hlustendum og lesendum.
Tilnefndu þína konu eða þinn mann
á vefsvæði Bylgjunnar
með fullu nafni viðkomandi og stuttum rökstuðningi.
Hlustendur Bylgjunnar og lesendur Vísis velja Mann ársins 2015

Tengdar fréttir

Tómas Guðbjartsson maður ársins: Heiður fyrir heilbrigðisstéttina alla
Hlustendur Bylgjunnar og lesendur Vísis hafa valið mann ársins.