Um milljón nepalskra barna þarf á brýnni neyðaraðstoð Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2015 17:20 Mikil eyðilegging blasir við íbúum Nepals í kjölfar skjálftans. Vísir/AFP Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) áætlar að 940 þúsund börn hið minnsta á verst leiknu svæðunum eftir jarðskjálftann í Nepal þurfi á brýnni aðstoð að halda. Mjög mikil eyðilegging sé á byggingum og innviðum og tala látinna er komin yfir tvö þúsund. Óttast má að sú tala fara hækkandi þegar björgunaraðgerðir ná til afskekktari svæða. Í tilkynningu frá samtökunum segir að starfsfólk UNICEF í Nepal greini frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. „Hundruðir þúsunda eyddu nóttinni undir berum himni af ótta við eftirskjálfta. Miklar rigningar hafa gert fólki enn erfiðara fyrir. Neyðarástandið gerir börn mjög berskjölduð – takmarkað aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu eykur mjög hættuna á að börn smitist af vatnsbornum sjúkdómum, eins má búast við því að börn hafi orðið viðskila við fjölskyldur sínar„Ótal líf þurrkuð út á augabragði“ Jarðskjálftinn á laugardag er sá öflugasti í Nepal í 80 ár. „Ég hef aldrei upplifað annan eins skjálfta á mínum 57 árum. Skjálftinn var kröftugur og gekk á lengi,“ segir Rupa Joshi, upplýsingafulltrúi UNICEF í Nepal. „Nálægt borgarmörkunum sá ég pallbíl þjóta í átt að sjúkrahúsinu. Á pallinum hristist líkami ungrar stúlku í takt við holurnar í veginum, á grúfu og þakin ryki. Svartar gallabuxur útataðar ryki, hárið flókið af ryki. Þá rann upp fyrir mér hversu ógnarmikil áhrif þetta hefur á líf allra hér. Ég finn til með öllum fjölskyldunum hérna. Ótal líf þurrkuð út á augabragði.“ Áhrif skjálftans í Katmandú eru mikil. Sjúkrahús eru yfirfull og hratt gengur á neyðarbirgðir þeirra. Meirihluti fólks hefur hafst við undir berum himni síðan skjálftinn reið yfir af ótta við eftirskjálfta en nætur eru kaldar í Nepal á þessum tíma árs.UNICEF starfar á vettvangi UNICEF í Nepal býr yfir birgðum af tiltækum neyðarvistum sem munu nýtast vel í fyrstu. Sjúkrahús á svæðinu hafa kallað eftir lyfjum, lækningagögnum og tjöldum fyrir neyðarsjúkraskýli. Starfsfólk birgðastöðvar UNICEF í Dubai er undir það búið að senda frekari hjálpargögn eftir þörfum og fjölmargir sérhæfðir starfsmenn UNICEF í neyðarviðbrögðum eru tilbúnir að fara á vettvang. Svo vel vildi til að 20 sérfræðingar UNICEF í vatns- og hreinlætismálum voru staddir á fundi í Katmandu og geta strax hafist handa við að aðstoða við neyðaraðgerðirnar. Búist við því að nepölsk stjórnvöld óski aðstoðar á flestum sviðum, svo sem í vatns- hreinlætis- og fráveitumálum, heilsugæslu, næringu, barnavernd og menntun.UNICEF á Íslandi hefur neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UNICEF fyrir Nepal með þvi að senda SMSið UNICEF í númerið 1900 og gefa 1500 krónur til neyðaraðgerða vegna jarðskjálftans eða leggja inná söfnunarreikning 701-26-102040 kt: 481203-2950,“ segir í tilkynningunni. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) áætlar að 940 þúsund börn hið minnsta á verst leiknu svæðunum eftir jarðskjálftann í Nepal þurfi á brýnni aðstoð að halda. Mjög mikil eyðilegging sé á byggingum og innviðum og tala látinna er komin yfir tvö þúsund. Óttast má að sú tala fara hækkandi þegar björgunaraðgerðir ná til afskekktari svæða. Í tilkynningu frá samtökunum segir að starfsfólk UNICEF í Nepal greini frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. „Hundruðir þúsunda eyddu nóttinni undir berum himni af ótta við eftirskjálfta. Miklar rigningar hafa gert fólki enn erfiðara fyrir. Neyðarástandið gerir börn mjög berskjölduð – takmarkað aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu eykur mjög hættuna á að börn smitist af vatnsbornum sjúkdómum, eins má búast við því að börn hafi orðið viðskila við fjölskyldur sínar„Ótal líf þurrkuð út á augabragði“ Jarðskjálftinn á laugardag er sá öflugasti í Nepal í 80 ár. „Ég hef aldrei upplifað annan eins skjálfta á mínum 57 árum. Skjálftinn var kröftugur og gekk á lengi,“ segir Rupa Joshi, upplýsingafulltrúi UNICEF í Nepal. „Nálægt borgarmörkunum sá ég pallbíl þjóta í átt að sjúkrahúsinu. Á pallinum hristist líkami ungrar stúlku í takt við holurnar í veginum, á grúfu og þakin ryki. Svartar gallabuxur útataðar ryki, hárið flókið af ryki. Þá rann upp fyrir mér hversu ógnarmikil áhrif þetta hefur á líf allra hér. Ég finn til með öllum fjölskyldunum hérna. Ótal líf þurrkuð út á augabragði.“ Áhrif skjálftans í Katmandú eru mikil. Sjúkrahús eru yfirfull og hratt gengur á neyðarbirgðir þeirra. Meirihluti fólks hefur hafst við undir berum himni síðan skjálftinn reið yfir af ótta við eftirskjálfta en nætur eru kaldar í Nepal á þessum tíma árs.UNICEF starfar á vettvangi UNICEF í Nepal býr yfir birgðum af tiltækum neyðarvistum sem munu nýtast vel í fyrstu. Sjúkrahús á svæðinu hafa kallað eftir lyfjum, lækningagögnum og tjöldum fyrir neyðarsjúkraskýli. Starfsfólk birgðastöðvar UNICEF í Dubai er undir það búið að senda frekari hjálpargögn eftir þörfum og fjölmargir sérhæfðir starfsmenn UNICEF í neyðarviðbrögðum eru tilbúnir að fara á vettvang. Svo vel vildi til að 20 sérfræðingar UNICEF í vatns- og hreinlætismálum voru staddir á fundi í Katmandu og geta strax hafist handa við að aðstoða við neyðaraðgerðirnar. Búist við því að nepölsk stjórnvöld óski aðstoðar á flestum sviðum, svo sem í vatns- hreinlætis- og fráveitumálum, heilsugæslu, næringu, barnavernd og menntun.UNICEF á Íslandi hefur neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UNICEF fyrir Nepal með þvi að senda SMSið UNICEF í númerið 1900 og gefa 1500 krónur til neyðaraðgerða vegna jarðskjálftans eða leggja inná söfnunarreikning 701-26-102040 kt: 481203-2950,“ segir í tilkynningunni.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06
Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12
Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20