Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af nokkrum bílstjórum í nótt vegna gruns um vímuefnaaksturs. Þeirra á meðal var ökumaður sem var mældur á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund á Miklubraut en leyfður hraði þar er sextíu kílómetrar á klukkustund. Þá gista nokkrir fangageymslur vegna ofurölvunar.
Þá höfðu nokkur ölvuð ungmenni komið sér vel fyrir í sundlauginni í Grafarvogi. Þetta var laust eftir miðnætti í nótt og var lögreglan kölluð. Lögreglan greinir ekki frá málalyktum í dagbók sinni.
Á tólfta tímanum í gærkvöldi varð ung kona, sem var á göngu við Suðurgötu, fyrir árás. Ungur maður sem kom á hlaupum hafði slegið hana í andlitið og flúði hann vettvang. Konan komst til síns heima og kallaði eftir aðstoð lögreglu.
Sló konu við Suðurgötu og flúði vettvang
Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
