Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Bjarki Ármannsson skrifar 26. apríl 2015 10:29 Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi BBC um hinsegin fræðslu á Íslandi og Gylfa Ægisson. Vísir Adolf Ingi Erlingsson, útvarpsstjóri Radio Iceland og fyrrverandi íþróttafréttamaður, og Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, ræddu við þáttastjórnendur þáttarins BBC Trending á breska ríkisútvarpinu á dögunum. Tilefnið var ummæli Gylfa Ægissonar tónlistarmanns um hinsegin fræðslu í Hafnarfjarðarbæ og viðbrögðin sem þau hafa kallað fram.Hlýða má á þáttinn í heild sinni hér. Innslagið um Ísland hefst eftir um tólf mínútur. „Þau ákváðu að kenna börnum um LGBT og honum féll það ekki í geð,“ útskýrir Adolf fyrir spyrli BBC. „Hann stofnaði svo Facebook-síðu til að mótmæla því.“ Við upphaf innslagsins um Ísland var bútur úr lagi með Gylfa spilað. Spyrillinn biður svo Adolf um að segja frá því hver nákvæmlega Gylfi Ægisson er. „Hann er nokkurs konar „has been,““ segir Adolf og hlær. „Hann naut nokkurra vinsælda á áttunda og níunda áratugnum með hálfgerðri sjóaratónlist. Fínn náungi en í seinni tíð hefur hann fyrst og fremst verið þekktur fyrir fordóma sína gagnvart samkynhneigðum.“Sjá einnig: Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu Spyrillinn segist svo fyrst hafa skilið ummæli Gylfa sem gagnrýni á að hagsmunasamtök fái að hafa áhrif á kynfræðslu.En aðrir sjá þau þá sem fordómafull í garð samkynhneigðra, eins og þú segir?„Já, hann er búinn að berjast gegn Gay Pride-göngunni á Íslandi, sem er stór fjölskylduviðburður, og segir að hún hafi skaðleg áhrif á börn,“ segir Adolf Ingi. Þáttastjórnandi BBC tekur svo næst tali Árna Grétar og leyfir honum að segja frá viðbrögðunum við ummælum Gylfa á samfélagsmiðlum. „Þetta hefur slegið í gegn á netinu,“ segir Árni Grétar. „Síðan sem hann stofnaði hefur einungis um þrjú hundruð „læk“ en síður sem hafa verið stofnaðar í mótmælaskyni hafa þúsundir „læka.““Sjá einnig: Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa Þáttastjórnandi BBC Trending segir að þátturinn hafi reynt að ná tali af Gylfa en það ekki tekist. Hann spyr svo Adolf hvort umræðan um Gylfa og skoðanir hans tengist ekki umræðunni um málfrelsi, og hvort ekki sé hætta á að reiði fólks í garð þessara skoðana geti reynst Gylfa mjög erfið. „Auðvitað,“ segir Adolf. „Allt verður mjög persónulegt í landi þar sem aðeins 330 þúsund manns búa. Ég hugsa að það sé mjög erfitt fyrir hann að þola alla þá gagnrýni sem hann fær. En hann vakti athygli á þessu og hann verður að taka afleiðingunum.“ Tengdar fréttir Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa: „Versti óvinur fordómanna er opin og frjáls umræða“ „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum.“ 21. apríl 2015 15:49 Vill sjá ríkissaksóknara í fangelsi fyrir að taka þátt í Gleðigöngunni Það fóru fram fjörugar umræður á Útvarpi Sögu í dag. 22. apríl 2015 18:27 Útvarp Saga eða Tvíhöfði: Getur þú fundið út hvaðan ummælin koma? Sum ummælin úr Línan er opin á Útvarpi Söga minna mjög á klassísk ummæli Tvíhöfða. 22. apríl 2015 15:00 Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu „Þarf að fara að sýna þeim, kenna þeim eða káfa á þeim?“ spurði hlustandi Útvarp Sögu. Þá svarar þáttastjórnandi: „Þetta er innrætingarstarfsemi, það er alveg ljóst.“ 21. apríl 2015 13:23 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Adolf Ingi Erlingsson, útvarpsstjóri Radio Iceland og fyrrverandi íþróttafréttamaður, og Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, ræddu við þáttastjórnendur þáttarins BBC Trending á breska ríkisútvarpinu á dögunum. Tilefnið var ummæli Gylfa Ægissonar tónlistarmanns um hinsegin fræðslu í Hafnarfjarðarbæ og viðbrögðin sem þau hafa kallað fram.Hlýða má á þáttinn í heild sinni hér. Innslagið um Ísland hefst eftir um tólf mínútur. „Þau ákváðu að kenna börnum um LGBT og honum féll það ekki í geð,“ útskýrir Adolf fyrir spyrli BBC. „Hann stofnaði svo Facebook-síðu til að mótmæla því.“ Við upphaf innslagsins um Ísland var bútur úr lagi með Gylfa spilað. Spyrillinn biður svo Adolf um að segja frá því hver nákvæmlega Gylfi Ægisson er. „Hann er nokkurs konar „has been,““ segir Adolf og hlær. „Hann naut nokkurra vinsælda á áttunda og níunda áratugnum með hálfgerðri sjóaratónlist. Fínn náungi en í seinni tíð hefur hann fyrst og fremst verið þekktur fyrir fordóma sína gagnvart samkynhneigðum.“Sjá einnig: Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu Spyrillinn segist svo fyrst hafa skilið ummæli Gylfa sem gagnrýni á að hagsmunasamtök fái að hafa áhrif á kynfræðslu.En aðrir sjá þau þá sem fordómafull í garð samkynhneigðra, eins og þú segir?„Já, hann er búinn að berjast gegn Gay Pride-göngunni á Íslandi, sem er stór fjölskylduviðburður, og segir að hún hafi skaðleg áhrif á börn,“ segir Adolf Ingi. Þáttastjórnandi BBC tekur svo næst tali Árna Grétar og leyfir honum að segja frá viðbrögðunum við ummælum Gylfa á samfélagsmiðlum. „Þetta hefur slegið í gegn á netinu,“ segir Árni Grétar. „Síðan sem hann stofnaði hefur einungis um þrjú hundruð „læk“ en síður sem hafa verið stofnaðar í mótmælaskyni hafa þúsundir „læka.““Sjá einnig: Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa Þáttastjórnandi BBC Trending segir að þátturinn hafi reynt að ná tali af Gylfa en það ekki tekist. Hann spyr svo Adolf hvort umræðan um Gylfa og skoðanir hans tengist ekki umræðunni um málfrelsi, og hvort ekki sé hætta á að reiði fólks í garð þessara skoðana geti reynst Gylfa mjög erfið. „Auðvitað,“ segir Adolf. „Allt verður mjög persónulegt í landi þar sem aðeins 330 þúsund manns búa. Ég hugsa að það sé mjög erfitt fyrir hann að þola alla þá gagnrýni sem hann fær. En hann vakti athygli á þessu og hann verður að taka afleiðingunum.“
Tengdar fréttir Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa: „Versti óvinur fordómanna er opin og frjáls umræða“ „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum.“ 21. apríl 2015 15:49 Vill sjá ríkissaksóknara í fangelsi fyrir að taka þátt í Gleðigöngunni Það fóru fram fjörugar umræður á Útvarpi Sögu í dag. 22. apríl 2015 18:27 Útvarp Saga eða Tvíhöfði: Getur þú fundið út hvaðan ummælin koma? Sum ummælin úr Línan er opin á Útvarpi Söga minna mjög á klassísk ummæli Tvíhöfða. 22. apríl 2015 15:00 Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu „Þarf að fara að sýna þeim, kenna þeim eða káfa á þeim?“ spurði hlustandi Útvarp Sögu. Þá svarar þáttastjórnandi: „Þetta er innrætingarstarfsemi, það er alveg ljóst.“ 21. apríl 2015 13:23 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Helgi Hrafn vill ekki láta loka síðu Gylfa: „Versti óvinur fordómanna er opin og frjáls umræða“ „Með því að þagga niður í óvinsælum skoðunum lokum við augunum fyrir vandanum.“ 21. apríl 2015 15:49
Vill sjá ríkissaksóknara í fangelsi fyrir að taka þátt í Gleðigöngunni Það fóru fram fjörugar umræður á Útvarpi Sögu í dag. 22. apríl 2015 18:27
Útvarp Saga eða Tvíhöfði: Getur þú fundið út hvaðan ummælin koma? Sum ummælin úr Línan er opin á Útvarpi Söga minna mjög á klassísk ummæli Tvíhöfða. 22. apríl 2015 15:00
Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu „Þarf að fara að sýna þeim, kenna þeim eða káfa á þeim?“ spurði hlustandi Útvarp Sögu. Þá svarar þáttastjórnandi: „Þetta er innrætingarstarfsemi, það er alveg ljóst.“ 21. apríl 2015 13:23