Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Keflavík 1-0 | Víti Þóris skildi á milli Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Fjölnisvelli skrifar 20. maí 2015 12:56 Aron Sigurðarson hefur farið vel af stað með Fjölni í sumar. vísir/valli Fjölnir hafði betur gegn Keflavík, 1-0, með marki Þóris Guðjónssonar úr vítaspyrnu þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Fram að því hafði lítið markvert gerst í leiknum en bæði lið gerðu sig líkleg til að skora á lokamínútunum. Allt kom þó fyrir ekki. Fyrir vikið er Fjölnir nú komið með sjö stig og í góðri stöðu í deildinni. Útlitið er orðið hins vegar ansi svart fyrir Keflvíkinga sem er einungis með eitt stig eftir fyrstu fjóra leikina. Gestirnir geta þó að miklu leyti sjálfum sér um kennt. Liðið var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að ná að skapa sér eitt einasta almennilegt færi. Þeir réðu svo ekkert við breytt leikskipulag Fjölnis í síðari hálfleik sem náði, með örlítilli heppni ef til vill, að tryggja sér sigur með vítaspyrnumarki í lokin. Fjölnir fékk tvö dauðafæri í lokin til að bæta við þegar Keflvíkingar settu allt sitt afl í sóknarleikinn til að freista þess að jafna leikinn. En allt kom fyrir ekki og þurftu Suðurnesjamenn að halda stigalausir heim á leið. Bæði lið neyddust til að gera breytingar á liðum sínum vegna mannabreytinga og meiðsla. Það hafði sín áhrif og liðin fóru sér hægt til að byrja með. Keflavík var með Sammy Hernandez aftur í byrjunarliðinu og hann var ágætlega sprækur á vinstri kantinum til að byrja með. En það kom lítið úr hans aðgerðum þar. Fjölnismenn héldu sínu skipulagi og nutu þess að vera komnir með Gunnar Má Guðmundsson inn á miðsvæðið við hlið Ólafs Páls Snorrasonar. Þrátt fyrir að Keflavík hafi sótt meira sá varnarlína Fjölnis til þess að gestirnir gengu ítrekað á vegg í sínum sóknaraðgerðum. Það færðist meira líf í sóknarleik Fjölnis eftir því sem leið á síðari hálfleikinn en það var þó lítið sem benti til þess að það væri mark í vændum. Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, breytti leikskipulagi sinna manna í hálfleik og færði Gunnar Má í fremstu sóknarlínu. Það breytti leiknum algerlega og fyrsta korterið náði Fjölnir að ógna margfalt meira en allan fyrri hálfleikinn. Besta færið fékk Aron Sigurðarson sem átti skalla að marki eftir sendingu Viðars Ara Jónssonar en Richard Arends, markvörður Keflavíkur, varði glæsilega frá honum. Það dró þó af heimamönnum eftir þessa spræku byrjun og leikurinn virtist að fjara út og gott betur þegar vítaspyrna var skyndilega dæmd á Magnús Þóri Matthíasson, sem hafði handleikið boltann. Þórir skoraði af öryggi úr spyrnunni á 82. mínútu og við það galopnaðist leikurinn. Keflavík setti allt sitt í sóknarleikinn og við það fengu Fjölnismenn tvö dauðafæri þar sem varamennirnir Birnir Snær Ingason og Mark Charles McGee komust einir í gegn en í bæði skiptin náði Arends að sjá við þeim. Gestirnir gerðu sig einnig líklega til að ná í jöfnunarmarkið en rétt eins og áður í leiknum náðu þeir einfaldlega ekki að skapa hættu við mark andstæðinganna. Það er áhyggjuefni fyrir Keflavík hversu slakur sóknarleikur liðsins var í kvöld. Eftir ágætan fyrri hálfleik þar sem liðið var sterkari aðilinn í leiknum datt allur botn úr leik liðsins þegar varnarlínan þurfti að hafa áhyggjur af Gunnari Má. Keflvíkingar voru algjörlega heillum horfnir í síðari hálfleik og það færðu heimamenn sér í nyt, eftir að hafa haldið að sér höndum í þeim fyrri og séð fyrst og fremst til þess að verjast með kjafti og klóm. Barátta og grimmd Fjölnismanna lét ekki kræla á sér fyrr en í síðari hálfleik og liðið getur þakkað fyrir að hafa endurheimt Gunnar Má úr meiðslum. Bergsveinn Ólafsson stýrði varnarleiknum sem fyrr af miklum myndarskap en betri lið en Keflavík hefðu verið búin að refsa Fjölnismönnum áður en markið kom loksins hjá þeim gulu. Sigurinn í kvöld færir þó Grafarvogsliðinu þó vonandi aukinn kraft sem liðið getur þó nýtt sér í næstu leikjum. Stigin sem Fjölnir fékk í kvöld voru dýrmæt en miðað við spilamennsku liðsins er hætt við því að það séu erfiðari verkefni fram undan. Hið sama má segja um Keflavík, sem er einungis með eitt stig. Ef liðið fer ekki að snúa genginu við í næstu leikjum gæti orðið eftir að finna leiðina aftur upp úr holunni sem liðið er komið í nú.Þórir: Sjaldan verið jafn ánægður Sóknarmaður Fjölnis var einmana framan af leiknum í kvöld en skoraði svo sigurmarkið dýrmæta gegn Keflavík. „Það var virkilega ánægjulegt að sjá hann inni. Ég hef sjaldan verið jafn glaður yfir sigri. Þetta var algjör baráttuleikur,“ sagði Þórir eftir leikinn. Hann var ánægður með síðari hálfleikinn. „Við breyttum aðeins leikskipulaginu okkar og Gunnar Már kom fram með mér. Þá fóru hlutirnir að ganga aðeins betur fram á við.“ „Maður hefur verið svolítið einn uppi á toppnum og gott að fá Gunnar Má með sér þarna fram.“ Þórir segir að það séu afar dýrmæt stigin sem Fjölnir vinnur á heimavellinum sínum í Grafarvogi. „Þessi sigur sendir ákveðinn skilaboð og við ætlum okkur að halda áfram að verja okkar heimvöll.“Ágúst: Kærkomið að fá Gunnar Má aftur Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, segir að hans menn hafi unnið mikilvægan sex stiga leik á Fjölnisvellinum í kvöld. „Ég er mjög ánægður með stigin og að halda núllinu. Við sýndum mikinn karakter í dag eftir að þeir lágu aðeins á okkur í fyrri hálfleik. Við komum sterkir út í seinni hálfleikinn og náðum að setja pressu á þá. Færin komu og ég er ánægður með að sigurmarkið hafi komið líka.“ Gunnar Már var færður fram í sókn í síðari hálfleik og svo aftur niður á miðjuna. Ágúst segir að þessar tilfærslur hafi borið árangur. „Hann tekur svo mikið til sín. Þeir voru bara basli með hann þegar við færðum hann fram en ég setti hann svo aftur á miðjuna þegar það leið á leikinn. Það er langt síðan að hann spilaði heilan fótboltaleik og kærkomið að fá hann aftur.“ Ágúst segir að sigurinn í kvöld hafi verið gríðarlega mikilvægur fyrir lið Fjölnis. „Við þurftum á þessu að halda, sérstaklega á okkar heimavelli. Við erum í þriðja sætinu núna sem er flott en það er lítið liðið af mótinu en gott að vinna þessa leiki, sérstaklega sex stiga leiki eins og þennan.“ Hann segir að það hafi verið margt jákvætt við spilamennsku Fjölnis í kvöld. „Eftir að við skoruðum fengum við 2-3 dauðafæri til að slátra leikinn. Við gerðum það ekki og fengum smá pressu á okkur í lokin sem við náðum að standa af okkur. Við fögnum því þessum þremur stigum sem við fengum í dag.“Kristján: Náðum ekki að ógna markinu Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með margt við leik sinna manna í kvöld en setti spurningamerki við sóknarleikinn og ákefðina í honum. „Við spiluðum feykilega vel í fyrri hálfleik - heilt yfir góðan fótbolta og við náðum að setja boltann nokkrum sinnum inn í teiginn. En við erum langt í frá nógu ákveðnir í að skora mörk.“ „Við náðum að búa til ágætar sóknir en þegar kom að því að ógna markinu og koma með réttu hlaupin inn í teig þá vantaði upp á það.“ Kristján segir að þrátt fyrir tapið í kvöld sé þetta ekki skref aftur á bak fyrir hans menn. „Mér fannst þetta vera nokkuð gott. Varnarleikurinn var fínn og uppspilið miklu betra en í síðasta leik. Við héldum betur boltanum og þetta var allt í góðu lagi.“ „Það er nú síðasti þriðjungur vallarins sem skiptir máli og við þurfum að bæta okkur þar. En þetta var allt annað í seinni hálfleik og við þurfum að skoða af hverjum við týnumst algjörlega þá. Sem betur fer átti markvörðurinn okkar margar magnaðar vörslur.“ Keflavík er aðeins með eitt stig eftir fjóra leiki en Kristján hefur ekki áhyggjur af því. „Nei, alls ekki. Það er mikil vinna framundan sem er aðalmálið. Nú eru fjórir leikir búnir af 22 og það er ekki neitt.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Fjölnir hafði betur gegn Keflavík, 1-0, með marki Þóris Guðjónssonar úr vítaspyrnu þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Fram að því hafði lítið markvert gerst í leiknum en bæði lið gerðu sig líkleg til að skora á lokamínútunum. Allt kom þó fyrir ekki. Fyrir vikið er Fjölnir nú komið með sjö stig og í góðri stöðu í deildinni. Útlitið er orðið hins vegar ansi svart fyrir Keflvíkinga sem er einungis með eitt stig eftir fyrstu fjóra leikina. Gestirnir geta þó að miklu leyti sjálfum sér um kennt. Liðið var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að ná að skapa sér eitt einasta almennilegt færi. Þeir réðu svo ekkert við breytt leikskipulag Fjölnis í síðari hálfleik sem náði, með örlítilli heppni ef til vill, að tryggja sér sigur með vítaspyrnumarki í lokin. Fjölnir fékk tvö dauðafæri í lokin til að bæta við þegar Keflvíkingar settu allt sitt afl í sóknarleikinn til að freista þess að jafna leikinn. En allt kom fyrir ekki og þurftu Suðurnesjamenn að halda stigalausir heim á leið. Bæði lið neyddust til að gera breytingar á liðum sínum vegna mannabreytinga og meiðsla. Það hafði sín áhrif og liðin fóru sér hægt til að byrja með. Keflavík var með Sammy Hernandez aftur í byrjunarliðinu og hann var ágætlega sprækur á vinstri kantinum til að byrja með. En það kom lítið úr hans aðgerðum þar. Fjölnismenn héldu sínu skipulagi og nutu þess að vera komnir með Gunnar Má Guðmundsson inn á miðsvæðið við hlið Ólafs Páls Snorrasonar. Þrátt fyrir að Keflavík hafi sótt meira sá varnarlína Fjölnis til þess að gestirnir gengu ítrekað á vegg í sínum sóknaraðgerðum. Það færðist meira líf í sóknarleik Fjölnis eftir því sem leið á síðari hálfleikinn en það var þó lítið sem benti til þess að það væri mark í vændum. Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, breytti leikskipulagi sinna manna í hálfleik og færði Gunnar Má í fremstu sóknarlínu. Það breytti leiknum algerlega og fyrsta korterið náði Fjölnir að ógna margfalt meira en allan fyrri hálfleikinn. Besta færið fékk Aron Sigurðarson sem átti skalla að marki eftir sendingu Viðars Ara Jónssonar en Richard Arends, markvörður Keflavíkur, varði glæsilega frá honum. Það dró þó af heimamönnum eftir þessa spræku byrjun og leikurinn virtist að fjara út og gott betur þegar vítaspyrna var skyndilega dæmd á Magnús Þóri Matthíasson, sem hafði handleikið boltann. Þórir skoraði af öryggi úr spyrnunni á 82. mínútu og við það galopnaðist leikurinn. Keflavík setti allt sitt í sóknarleikinn og við það fengu Fjölnismenn tvö dauðafæri þar sem varamennirnir Birnir Snær Ingason og Mark Charles McGee komust einir í gegn en í bæði skiptin náði Arends að sjá við þeim. Gestirnir gerðu sig einnig líklega til að ná í jöfnunarmarkið en rétt eins og áður í leiknum náðu þeir einfaldlega ekki að skapa hættu við mark andstæðinganna. Það er áhyggjuefni fyrir Keflavík hversu slakur sóknarleikur liðsins var í kvöld. Eftir ágætan fyrri hálfleik þar sem liðið var sterkari aðilinn í leiknum datt allur botn úr leik liðsins þegar varnarlínan þurfti að hafa áhyggjur af Gunnari Má. Keflvíkingar voru algjörlega heillum horfnir í síðari hálfleik og það færðu heimamenn sér í nyt, eftir að hafa haldið að sér höndum í þeim fyrri og séð fyrst og fremst til þess að verjast með kjafti og klóm. Barátta og grimmd Fjölnismanna lét ekki kræla á sér fyrr en í síðari hálfleik og liðið getur þakkað fyrir að hafa endurheimt Gunnar Má úr meiðslum. Bergsveinn Ólafsson stýrði varnarleiknum sem fyrr af miklum myndarskap en betri lið en Keflavík hefðu verið búin að refsa Fjölnismönnum áður en markið kom loksins hjá þeim gulu. Sigurinn í kvöld færir þó Grafarvogsliðinu þó vonandi aukinn kraft sem liðið getur þó nýtt sér í næstu leikjum. Stigin sem Fjölnir fékk í kvöld voru dýrmæt en miðað við spilamennsku liðsins er hætt við því að það séu erfiðari verkefni fram undan. Hið sama má segja um Keflavík, sem er einungis með eitt stig. Ef liðið fer ekki að snúa genginu við í næstu leikjum gæti orðið eftir að finna leiðina aftur upp úr holunni sem liðið er komið í nú.Þórir: Sjaldan verið jafn ánægður Sóknarmaður Fjölnis var einmana framan af leiknum í kvöld en skoraði svo sigurmarkið dýrmæta gegn Keflavík. „Það var virkilega ánægjulegt að sjá hann inni. Ég hef sjaldan verið jafn glaður yfir sigri. Þetta var algjör baráttuleikur,“ sagði Þórir eftir leikinn. Hann var ánægður með síðari hálfleikinn. „Við breyttum aðeins leikskipulaginu okkar og Gunnar Már kom fram með mér. Þá fóru hlutirnir að ganga aðeins betur fram á við.“ „Maður hefur verið svolítið einn uppi á toppnum og gott að fá Gunnar Má með sér þarna fram.“ Þórir segir að það séu afar dýrmæt stigin sem Fjölnir vinnur á heimavellinum sínum í Grafarvogi. „Þessi sigur sendir ákveðinn skilaboð og við ætlum okkur að halda áfram að verja okkar heimvöll.“Ágúst: Kærkomið að fá Gunnar Má aftur Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, segir að hans menn hafi unnið mikilvægan sex stiga leik á Fjölnisvellinum í kvöld. „Ég er mjög ánægður með stigin og að halda núllinu. Við sýndum mikinn karakter í dag eftir að þeir lágu aðeins á okkur í fyrri hálfleik. Við komum sterkir út í seinni hálfleikinn og náðum að setja pressu á þá. Færin komu og ég er ánægður með að sigurmarkið hafi komið líka.“ Gunnar Már var færður fram í sókn í síðari hálfleik og svo aftur niður á miðjuna. Ágúst segir að þessar tilfærslur hafi borið árangur. „Hann tekur svo mikið til sín. Þeir voru bara basli með hann þegar við færðum hann fram en ég setti hann svo aftur á miðjuna þegar það leið á leikinn. Það er langt síðan að hann spilaði heilan fótboltaleik og kærkomið að fá hann aftur.“ Ágúst segir að sigurinn í kvöld hafi verið gríðarlega mikilvægur fyrir lið Fjölnis. „Við þurftum á þessu að halda, sérstaklega á okkar heimavelli. Við erum í þriðja sætinu núna sem er flott en það er lítið liðið af mótinu en gott að vinna þessa leiki, sérstaklega sex stiga leiki eins og þennan.“ Hann segir að það hafi verið margt jákvætt við spilamennsku Fjölnis í kvöld. „Eftir að við skoruðum fengum við 2-3 dauðafæri til að slátra leikinn. Við gerðum það ekki og fengum smá pressu á okkur í lokin sem við náðum að standa af okkur. Við fögnum því þessum þremur stigum sem við fengum í dag.“Kristján: Náðum ekki að ógna markinu Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með margt við leik sinna manna í kvöld en setti spurningamerki við sóknarleikinn og ákefðina í honum. „Við spiluðum feykilega vel í fyrri hálfleik - heilt yfir góðan fótbolta og við náðum að setja boltann nokkrum sinnum inn í teiginn. En við erum langt í frá nógu ákveðnir í að skora mörk.“ „Við náðum að búa til ágætar sóknir en þegar kom að því að ógna markinu og koma með réttu hlaupin inn í teig þá vantaði upp á það.“ Kristján segir að þrátt fyrir tapið í kvöld sé þetta ekki skref aftur á bak fyrir hans menn. „Mér fannst þetta vera nokkuð gott. Varnarleikurinn var fínn og uppspilið miklu betra en í síðasta leik. Við héldum betur boltanum og þetta var allt í góðu lagi.“ „Það er nú síðasti þriðjungur vallarins sem skiptir máli og við þurfum að bæta okkur þar. En þetta var allt annað í seinni hálfleik og við þurfum að skoða af hverjum við týnumst algjörlega þá. Sem betur fer átti markvörðurinn okkar margar magnaðar vörslur.“ Keflavík er aðeins með eitt stig eftir fjóra leiki en Kristján hefur ekki áhyggjur af því. „Nei, alls ekki. Það er mikil vinna framundan sem er aðalmálið. Nú eru fjórir leikir búnir af 22 og það er ekki neitt.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira