Noregskonungur óvænt í Njarðvík Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2015 18:45 Haraldur Noregskonungur skoðaði víkingaskipið Íslending í fylgd forseta Íslands í Njarðvík nú síðdegis. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld voru sýndar myndir af þessari óvæntu konungsheimsókn. Fánar Íslands og Noregs höfðu verið dregnir að hún við Víkingaheima og brátt birtist bílalest í lögreglufylgd. Haraldur Noregskonungur hafði lent á Keflavíkurflugvelli með vél Icelandair frá Osló, hugðist svo fljúga áfram með félaginu vestur um haf til Seattle einum og hálfum tíma síðar og ákvað konungur að þiggja gamalt boð forseta Íslands um að nýta stutt stopp til að sjá eitthvað áhugavert á Íslandi. Forsetinn bauð því Noregskonungi að skoða víkingaskipið Íslending í Innri-Njarðvík undir leiðsögn skipasmiðsins Gunnars Marels Eggertssonar en fyrirmynd þess er einmitt hið fræga norska Gauksstaðaskip. Að sögn Gunnars lýsti Noregskonungur ánægju með hvernig skipið tengdi löndin saman. Konungur flaug svo á sjötta tímanum áleiðis til vesturstrandar Bandaríkjanna, í sex daga heimsókn til Washington-ríkis og Alaska. Ljósmyndir af þjóðhöfðingjunum með Gunnari Marel um borð í Íslendingi má sjá hér á heimasíðu forsetaembættisins. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Haraldur Noregskonungur skoðaði víkingaskipið Íslending í fylgd forseta Íslands í Njarðvík nú síðdegis. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld voru sýndar myndir af þessari óvæntu konungsheimsókn. Fánar Íslands og Noregs höfðu verið dregnir að hún við Víkingaheima og brátt birtist bílalest í lögreglufylgd. Haraldur Noregskonungur hafði lent á Keflavíkurflugvelli með vél Icelandair frá Osló, hugðist svo fljúga áfram með félaginu vestur um haf til Seattle einum og hálfum tíma síðar og ákvað konungur að þiggja gamalt boð forseta Íslands um að nýta stutt stopp til að sjá eitthvað áhugavert á Íslandi. Forsetinn bauð því Noregskonungi að skoða víkingaskipið Íslending í Innri-Njarðvík undir leiðsögn skipasmiðsins Gunnars Marels Eggertssonar en fyrirmynd þess er einmitt hið fræga norska Gauksstaðaskip. Að sögn Gunnars lýsti Noregskonungur ánægju með hvernig skipið tengdi löndin saman. Konungur flaug svo á sjötta tímanum áleiðis til vesturstrandar Bandaríkjanna, í sex daga heimsókn til Washington-ríkis og Alaska. Ljósmyndir af þjóðhöfðingjunum með Gunnari Marel um borð í Íslendingi má sjá hér á heimasíðu forsetaembættisins.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira