WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. maí 2015 17:37 „Eftir að hafa rætt ítarlega við áhöfnina í flugi WOW air til Washington, D.C. þann 10. maí, er ekkert sem bendir til þess að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað og er það niðurstaða okkar að ekki sé fótur fyrir fréttaflutningi þess efnis að flugliði hafi tjáð sig opinberlega um mál farþega. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá flugfélaginu WOW sem barst Vísi rétt í þessu. „Rík áhersla er lögð á trúnað gagnvart farþegum WOW air og skýrt ákvæði þess eðlis í öllum ráðningasamningum starfsmanna félagsins.“Sjá einnig: WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar EinarsÓnafngreind flugfreyja sagði Ásmund hafa verið áberandi drukkinn Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. Fundað var vegna ummæla flugfreyju WOW en hún tjáði sig um ástand Ásmundar við Fréttanetið. ,,Við sáum strax að hann var töluvert drukkinn þegar hann kom um borð og við fylgdumst vel með honum. Það er náttúrulega erfitt að díla við svona hluti þegar um er að ræða virðulegan þingmann,” segir flugfreyjan við Fréttanetið. Hún vilji ekki koma fram undir nafni enda ríki þagnarskylda í starfi þeirra hjá WOW air. Sjálfur sagði þingmaðurinn í gær að hann hafi verið með magakveisu en bæði DV, sem fyrst greindi frá málinu, og Nútíminn segjast hafa það frá öðrum að hann hafi verið áberandi ölvaður í fluginu.Sjá einnig: Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig vegna ofdrykkjuÞórunn Egilsdóttir er hneyksluð á umræðunni.Vísir/VilhelmÞingflokksformaður segir Ásmund fárveikan Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar í samtali við Vísi Ásmund ekki eiga við nokkurn áfengisvanda að stríða. „Þetta er meira en pest. Hann er fárveikur, er kominn í veikindaleyfi og er á sterkum lyfjum,“ segir Þórunn. Hún sagðist jafnframt vera hneyksluð á umfjöllunin sem hófst í kjölfar atburðarins. „Ótrúlegt hvernig fólk leyfir sér að taka einstakling fyrir og af lífi, dreifa óhróðri og hlusta jafnvel ekki á þá sem eru að segja rétt frá,“ sagði Þórunn. Tengdar fréttir Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23 #ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15 WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Eftir að hafa rætt ítarlega við áhöfnina í flugi WOW air til Washington, D.C. þann 10. maí, er ekkert sem bendir til þess að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað og er það niðurstaða okkar að ekki sé fótur fyrir fréttaflutningi þess efnis að flugliði hafi tjáð sig opinberlega um mál farþega. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá flugfélaginu WOW sem barst Vísi rétt í þessu. „Rík áhersla er lögð á trúnað gagnvart farþegum WOW air og skýrt ákvæði þess eðlis í öllum ráðningasamningum starfsmanna félagsins.“Sjá einnig: WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar EinarsÓnafngreind flugfreyja sagði Ásmund hafa verið áberandi drukkinn Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. Fundað var vegna ummæla flugfreyju WOW en hún tjáði sig um ástand Ásmundar við Fréttanetið. ,,Við sáum strax að hann var töluvert drukkinn þegar hann kom um borð og við fylgdumst vel með honum. Það er náttúrulega erfitt að díla við svona hluti þegar um er að ræða virðulegan þingmann,” segir flugfreyjan við Fréttanetið. Hún vilji ekki koma fram undir nafni enda ríki þagnarskylda í starfi þeirra hjá WOW air. Sjálfur sagði þingmaðurinn í gær að hann hafi verið með magakveisu en bæði DV, sem fyrst greindi frá málinu, og Nútíminn segjast hafa það frá öðrum að hann hafi verið áberandi ölvaður í fluginu.Sjá einnig: Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig vegna ofdrykkjuÞórunn Egilsdóttir er hneyksluð á umræðunni.Vísir/VilhelmÞingflokksformaður segir Ásmund fárveikan Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar í samtali við Vísi Ásmund ekki eiga við nokkurn áfengisvanda að stríða. „Þetta er meira en pest. Hann er fárveikur, er kominn í veikindaleyfi og er á sterkum lyfjum,“ segir Þórunn. Hún sagðist jafnframt vera hneyksluð á umfjöllunin sem hófst í kjölfar atburðarins. „Ótrúlegt hvernig fólk leyfir sér að taka einstakling fyrir og af lífi, dreifa óhróðri og hlusta jafnvel ekki á þá sem eru að segja rétt frá,“ sagði Þórunn.
Tengdar fréttir Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23 #ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15 WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23
#ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15
WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21