Quarashi kemur fram með Gísla Pálma 4. júní: „Gísli er að búa til framhaldslíf fyrir íslenskt hiphop“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. maí 2015 08:00 Hér má sjá Egil Ólaf Thorarensen, Gísla Pálma og Sölva Blöndal. Þeir eru allir miklir mátar og munu troða upp í Gamla bíói þann 4. júní. Vísir/Vilhelm „Ég man enn þegar ég heyrði fyrsta lagið með Gísla Pálma,“ segir Egill Ólafur Thorarensen, meðlimur Quarashi. Sveitin kemur fram á útgáfutónleikum Gísla Pálma enda tengjast meðlimir sveitarinnar og Gísli tryggðarböndum, eins og Egill heldur áfram að útskýra: „Fyrsta lagið sem ég heyrði með honum var Set mig í gang. Eftir að hafa hlustað á það einu sinni fór ég út í bíl og keyrði um með lagið í gangi. „Loft út um lúgur, kolsvartar rúður með borvél í skúrnum…“, þetta greip mig strax.“ Sölvi Blöndal, forsprakki Quarashi, tekur undir orð Egils og segir Gísla eiga sérstakan sess í íslensku rappi. „Þegar rappari eins og Gísli kemur fram, þá er ekki annað hægt en að leggja eyrun við. Svona gaur kemur fram hugsanlega á 15 ára fresti, og platan hans markar tímamót í íslensku hiphopi.“Hér má sjá Gísla Pálma árið 2011, í myndbandinu við lagið Set mig í gang. Lagið vakti mikla athygli og hefur Gísli Pálmi verið einn af forsprökkum íslenskrar rapptónlistar síðan. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni.Framhaldslíf „Ég kynntist Gísla fyrir fjórum árum en þá spilaði hann fyrir mig nokkur lög sem hann hafði verið að vinna í. Ég var algerlega agndofa,“ útskýrir Sölvi og heldur áfram: „Í kjölfarið urðum við vinir. Og það er búið að vera magnað að fylgjast með honum vaxa sem tónlistarmaður.“ Sölvi hlakkar til útgáfutónleikanna og hvetur fólk að sjálfsögðu til að mæta. „Hér er gaur sem er ekki eins og neitt annað sem er í gangi og lögin eru frábær. Gísli er að búa til framhaldslíf fyrir íslenskt hiphop.“ Sjá einnig: Frumburður Gísla Pálma rauk út: Í flokki með Sigur Rós í sölu Egill grípur orð Sölva á lofti og segir að bræðralag hafi myndast í kjölfar þess að Gísli og meðlimir sveitarinnar hittust í fyrsta skiptið. „Gísli er sá eini sem hefur náð að draga mig inn í stúdíó til að taka rapp á íslensku,“ bætir Egill við. Hann rappar á plötu Gísla, í laginu 5AM, og er það í fyrsta sinn sem Egill rappar opinberlega á íslensku, hann hafði áður aðeins rappað á ensku. Góður rómur hefur verið gerður að laginu og lofaði gagnrýnandi Fréttablaðsins Egil í dómi sínum um plötu Gísla Pálma.Steinar Fjelsted til vinstri, Sölvi Blöndal fyrir miðju og Egill Ólafur Thorarensen til hægri. Hin goðsagnakennda sveit Quarashi hefur verið í framvarðasveit íslenskrar rapptónlistar um áratugaskeið.Búa til eitthvað minnisstætt „Við erum að koma þarna inn á fíling, skapa góða stemningu og búa til eitthvað minnisstætt,“ segir Egill um útgáfutónleikana. Sjálfur er Gísli í skýjunum að fá þá Egil, Sölva og Steinar Fjeldsted til að koma fram á tónleikunum, enda hefur Gísli lengi haldið upp á Quarashi. „Það er gríðarlega mikill heiður að fá þá til að koma fram þetta kvöld. Orð fá því ekki lýst. Þegar það kemur að rappi vill fólk oft mikið vera að metast og halda alls kyns hlutum fram. En ég get með sanni sagt að það er aðeins ein íslensk rapphljómsveit sem hefur haldið mér á tánum lag eftir lag, plötu eftir plötu. Og það er Quarashi.“Sjá einnig:Gísli Pálmi heldur útgáfutónleika Gísli bætir því við að eftir að hann kynntist meðlimum sveitarinnar hafi í raun myndast bræðralag á milli þeirra sem sé enn mjög sterkt. „Við urðum strax mjög nánir,“ útskýrir hann og Egill bætir við orð Gísla: „Þess vegna langaði mig svo að koma fram á tónleikunum hans Gísla á þessum forsendum; að við kæmum þarna fram því við höfum tengst svo lengi og á svo sterkan hátt.“Miðar á tónleika Gísla Pálma fara í sölu í hádeginu á morgun á vefsíðunni tix.is. Salan hefst klukkan 12. Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Ég man enn þegar ég heyrði fyrsta lagið með Gísla Pálma,“ segir Egill Ólafur Thorarensen, meðlimur Quarashi. Sveitin kemur fram á útgáfutónleikum Gísla Pálma enda tengjast meðlimir sveitarinnar og Gísli tryggðarböndum, eins og Egill heldur áfram að útskýra: „Fyrsta lagið sem ég heyrði með honum var Set mig í gang. Eftir að hafa hlustað á það einu sinni fór ég út í bíl og keyrði um með lagið í gangi. „Loft út um lúgur, kolsvartar rúður með borvél í skúrnum…“, þetta greip mig strax.“ Sölvi Blöndal, forsprakki Quarashi, tekur undir orð Egils og segir Gísla eiga sérstakan sess í íslensku rappi. „Þegar rappari eins og Gísli kemur fram, þá er ekki annað hægt en að leggja eyrun við. Svona gaur kemur fram hugsanlega á 15 ára fresti, og platan hans markar tímamót í íslensku hiphopi.“Hér má sjá Gísla Pálma árið 2011, í myndbandinu við lagið Set mig í gang. Lagið vakti mikla athygli og hefur Gísli Pálmi verið einn af forsprökkum íslenskrar rapptónlistar síðan. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni.Framhaldslíf „Ég kynntist Gísla fyrir fjórum árum en þá spilaði hann fyrir mig nokkur lög sem hann hafði verið að vinna í. Ég var algerlega agndofa,“ útskýrir Sölvi og heldur áfram: „Í kjölfarið urðum við vinir. Og það er búið að vera magnað að fylgjast með honum vaxa sem tónlistarmaður.“ Sölvi hlakkar til útgáfutónleikanna og hvetur fólk að sjálfsögðu til að mæta. „Hér er gaur sem er ekki eins og neitt annað sem er í gangi og lögin eru frábær. Gísli er að búa til framhaldslíf fyrir íslenskt hiphop.“ Sjá einnig: Frumburður Gísla Pálma rauk út: Í flokki með Sigur Rós í sölu Egill grípur orð Sölva á lofti og segir að bræðralag hafi myndast í kjölfar þess að Gísli og meðlimir sveitarinnar hittust í fyrsta skiptið. „Gísli er sá eini sem hefur náð að draga mig inn í stúdíó til að taka rapp á íslensku,“ bætir Egill við. Hann rappar á plötu Gísla, í laginu 5AM, og er það í fyrsta sinn sem Egill rappar opinberlega á íslensku, hann hafði áður aðeins rappað á ensku. Góður rómur hefur verið gerður að laginu og lofaði gagnrýnandi Fréttablaðsins Egil í dómi sínum um plötu Gísla Pálma.Steinar Fjelsted til vinstri, Sölvi Blöndal fyrir miðju og Egill Ólafur Thorarensen til hægri. Hin goðsagnakennda sveit Quarashi hefur verið í framvarðasveit íslenskrar rapptónlistar um áratugaskeið.Búa til eitthvað minnisstætt „Við erum að koma þarna inn á fíling, skapa góða stemningu og búa til eitthvað minnisstætt,“ segir Egill um útgáfutónleikana. Sjálfur er Gísli í skýjunum að fá þá Egil, Sölva og Steinar Fjeldsted til að koma fram á tónleikunum, enda hefur Gísli lengi haldið upp á Quarashi. „Það er gríðarlega mikill heiður að fá þá til að koma fram þetta kvöld. Orð fá því ekki lýst. Þegar það kemur að rappi vill fólk oft mikið vera að metast og halda alls kyns hlutum fram. En ég get með sanni sagt að það er aðeins ein íslensk rapphljómsveit sem hefur haldið mér á tánum lag eftir lag, plötu eftir plötu. Og það er Quarashi.“Sjá einnig:Gísli Pálmi heldur útgáfutónleika Gísli bætir því við að eftir að hann kynntist meðlimum sveitarinnar hafi í raun myndast bræðralag á milli þeirra sem sé enn mjög sterkt. „Við urðum strax mjög nánir,“ útskýrir hann og Egill bætir við orð Gísla: „Þess vegna langaði mig svo að koma fram á tónleikunum hans Gísla á þessum forsendum; að við kæmum þarna fram því við höfum tengst svo lengi og á svo sterkan hátt.“Miðar á tónleika Gísla Pálma fara í sölu í hádeginu á morgun á vefsíðunni tix.is. Salan hefst klukkan 12.
Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira