Sex barnshafandi konur eru í óvissu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 5. janúar 2015 09:15 Viðræður þokuðust hægt fram á við í gær í karphúsinu. Sigurveig eygði möguleika á að deiluaðilar næðu saman. Á meðan bíða veikir og þeirra á meðal sex barnshafandi konur. Vísir/Ernir Fresta hefur þurft ríflega 700 skurðaðgerðum, um 100 hjartaþræðingum, 800 myndgreiningarannsóknum og 3.000 dag- og göngudeildarkomum vegna verkfallsaðgerða lækna. Sex konur bíða þess að fara í keisaraskurð í valkvæðar aðgerðir. Mögulega eiga þær ekki kost á að fara í þær á þeim tíma sem ákveðið var. Þetta eru þær tölur sem Landspítalinn getur birt um áhrif verkfallsins en á slíkri stofnun eru áhrifin mun víðtækari og hefur ómæld áhrif á líðan veikra í landinu enda hefur meðferð inniliggjandi sjúklinga frestast og hægt hefur verulega á útskriftum. Þær barnshafandi konur sem um ræðir eru samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mjög uggandi. Ein þeirra er sett í lok vikunnar en telur líkur á að aðgerðinni verði frestað fram yfir helgi. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, segir stöðuna mjög alvarlega og konurnar sex sem bíða eftir keisaraskurði segir hann undir sérstöku eftirliti. „Það verður fylgst sérstaklega með þeim. Vissulega getur farið svo að tímasetningar hjá þeim truflist eitthvað og það verður passað að vera í nánu sambandi við þær.“ Engin fordæmi eru fyrir verkfallsaðgerðum eins og hafa staðið yfir og Ólafur segir lán að engin dauðsföll eða alvarleg atvik hafi orðið. „Þetta hefur aldrei verið gert áður. Viðkvæm starfsemi eins og okkar má ekki við neinu af þessu tagi.“Krísuástand Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga.Hann segir mikið verkefni fram undan. Vandi þeirra veiku sem bíða nauðsynlegrar þjónustu vindi upp á sig. „Líðan fólks á biðlistunum breytist og það gerir okkur erfitt fyrir að tryggja öryggi þeirra.“ Hann segir framkvæmdastjórnina funda daglega og taka púlsinn á stöðunni. Það sé ljóst að það muni verða bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að vinda ofan af ástandinu. „Þetta er krísuástand og við eigum engar töfralausnir til að bregðast við því ástandi sem nú ríkir. Það er barist frá degi til dags. Það á eftir að taka langan tíma að vinna þessa biðlista upp og það á eftir að kosta viðbótarfjármuni, sú vinna verður líklega að fara fram á kvöldin og um helgar. Það er flókið og það er kostnaðarsamt.“Ekki náðust samningar á fundi samningarnefndar lækna og ríkis sem hófst klukkan tvö í gær og stóð fram á nótt. Aðilar munu setjast að samningarborðinu að nýju klukkan tvö í dag. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags Íslands, sagði í gærkvöldi viðræður þokast áfram og eygði möguleika á því að að deiluaðilar næðu saman. Það gekk hins vegar ekki eftir. Verkfall lækna sem starfa á aðgerðasviði og flæðasviði er boðað til fjögurra daga. Þá hefur verkfall skurðlækna verið boðað frá 12. janúar næstkomandi náist ekki að semja. Fundur í deilu þeirra hefur ekki verið boðaður. Tengdar fréttir Samningafundi frestað og verkfall hófst á miðnætti Fjögurra daga verkfall lækna í Læknafélagi Íslands hófst á miðnætti, en samningafundur deilenda stóð til klukkan þrjú í nótt og verður fram haldið í dag klukkan tvö. 5. janúar 2015 06:31 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Fresta hefur þurft ríflega 700 skurðaðgerðum, um 100 hjartaþræðingum, 800 myndgreiningarannsóknum og 3.000 dag- og göngudeildarkomum vegna verkfallsaðgerða lækna. Sex konur bíða þess að fara í keisaraskurð í valkvæðar aðgerðir. Mögulega eiga þær ekki kost á að fara í þær á þeim tíma sem ákveðið var. Þetta eru þær tölur sem Landspítalinn getur birt um áhrif verkfallsins en á slíkri stofnun eru áhrifin mun víðtækari og hefur ómæld áhrif á líðan veikra í landinu enda hefur meðferð inniliggjandi sjúklinga frestast og hægt hefur verulega á útskriftum. Þær barnshafandi konur sem um ræðir eru samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mjög uggandi. Ein þeirra er sett í lok vikunnar en telur líkur á að aðgerðinni verði frestað fram yfir helgi. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, segir stöðuna mjög alvarlega og konurnar sex sem bíða eftir keisaraskurði segir hann undir sérstöku eftirliti. „Það verður fylgst sérstaklega með þeim. Vissulega getur farið svo að tímasetningar hjá þeim truflist eitthvað og það verður passað að vera í nánu sambandi við þær.“ Engin fordæmi eru fyrir verkfallsaðgerðum eins og hafa staðið yfir og Ólafur segir lán að engin dauðsföll eða alvarleg atvik hafi orðið. „Þetta hefur aldrei verið gert áður. Viðkvæm starfsemi eins og okkar má ekki við neinu af þessu tagi.“Krísuástand Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga.Hann segir mikið verkefni fram undan. Vandi þeirra veiku sem bíða nauðsynlegrar þjónustu vindi upp á sig. „Líðan fólks á biðlistunum breytist og það gerir okkur erfitt fyrir að tryggja öryggi þeirra.“ Hann segir framkvæmdastjórnina funda daglega og taka púlsinn á stöðunni. Það sé ljóst að það muni verða bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að vinda ofan af ástandinu. „Þetta er krísuástand og við eigum engar töfralausnir til að bregðast við því ástandi sem nú ríkir. Það er barist frá degi til dags. Það á eftir að taka langan tíma að vinna þessa biðlista upp og það á eftir að kosta viðbótarfjármuni, sú vinna verður líklega að fara fram á kvöldin og um helgar. Það er flókið og það er kostnaðarsamt.“Ekki náðust samningar á fundi samningarnefndar lækna og ríkis sem hófst klukkan tvö í gær og stóð fram á nótt. Aðilar munu setjast að samningarborðinu að nýju klukkan tvö í dag. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags Íslands, sagði í gærkvöldi viðræður þokast áfram og eygði möguleika á því að að deiluaðilar næðu saman. Það gekk hins vegar ekki eftir. Verkfall lækna sem starfa á aðgerðasviði og flæðasviði er boðað til fjögurra daga. Þá hefur verkfall skurðlækna verið boðað frá 12. janúar næstkomandi náist ekki að semja. Fundur í deilu þeirra hefur ekki verið boðaður.
Tengdar fréttir Samningafundi frestað og verkfall hófst á miðnætti Fjögurra daga verkfall lækna í Læknafélagi Íslands hófst á miðnætti, en samningafundur deilenda stóð til klukkan þrjú í nótt og verður fram haldið í dag klukkan tvö. 5. janúar 2015 06:31 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Samningafundi frestað og verkfall hófst á miðnætti Fjögurra daga verkfall lækna í Læknafélagi Íslands hófst á miðnætti, en samningafundur deilenda stóð til klukkan þrjú í nótt og verður fram haldið í dag klukkan tvö. 5. janúar 2015 06:31