Til varnar kaupaukakerfi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 7. janúar 2015 10:30 Á síðasta ári lagði fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Töluverðar umræður urðu um einn þátt þessa frumvarps er laut að kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja eða bónuskerfi. Til stóð að slaka örlítið á einum ströngustu takmörkunum á kaupaukum sem þekkjast í hinum vestræna heimi og færa gildandi reglur nær viðmiðum Evrópusambandsins. Annálaðir álitsgjafar risu þá upp á afturlappirnar, mótmæltu hugmyndum þessum harðlega og dylgjuðu jafnvel um að annarlegar hvatir lægju að baki tillögu ráðherra.Málefnalega umræðu skortir Eftir hrun hefur lítið farið fyrir málefnalegri umræðu um kaupaukakerfi eða íhlutun löggjafans í tilhögun þessara kerfa. Þess í stað hafa fjölmiðlar og álitsgjafar barist gegn því að starfsmenn einkafyrirtækja, sem auka verðmæti hlutaðeigandi fyrirtækja, fái sanngjarna hlutdeild í þeirri aukningu. Krossferð þeirra sem svo tala er óskiljanleg.Afskipti löggjafa slæm Það er bæði óskynsamlegt og óeðlilegt að löggjafinn hlutist til um ráðningarkjör einkafyrirtækja. Markmið kaupaukakerfa er að skapa hvata fyrir starfsmenn til að auka verðmætasköpun fyrirtækis. Hvort þetta takist veltur auðvitað að meginstefnu til á því hvernig tekst til með hönnun slíks kerfis og hún á að sjálfsögðu að vera á ábyrgð hlutaðeigandi fyrirtækja. Fyrirtækin eru best til þess fallin að meta hvernig beri að haga kerfinu þannig að ákjósanlegu markmiði verði náð. Staðlað kerfi fyrir alla, hannað af löggjafanum, mun missa marks.Hver á að njóta aukins ábata? Það skýtur skökku við að hinir sömu spámenn og gagnrýna kaupaukakerfi, brynna einnig músum vegna hækkandi launa hjá fjármálafyrirtækjum. Hækkandi laun eru þó líklegast afleiðing hinna ströngu reglna um kaupaukakerfi. Svo virðist sem þessum aðilum þætti raunar farsælast að starfsmenn fjármálafyrirtækja hefðu lág laun og engar væntingar um kaupauka. Eðlilegt er að álykta að þeir vilji þá að hluthafar fái alla verðmætasköpun hlutaðeigandi fyrirtækja, þar sem aukin verðmætasköpun má hvorki fara í hærri laun né kaupauka starfsmanna. Miðað við orðræðuna verður þeirrar skoðunar þó varla vart. Orðræða álitsgjafanna virðist því miður sú að enginn skuli fá hin auknu verðmæti sem verða til við betri rekstur – þá verða álitsgjafarnir fyrst sáttir. Því miður fékk tillaga fjármálaráðherra ekki þinglega meðferð á liðnu ári. Tilefni er því til að skora á ráðherra að taka fyrri tillögu til endurskoðunar og mæla fyrir aukinni tilslökun takmarkana á kaupaukagreiðslum, þannig að auka megi frelsi einkafyrirtækja til ábata fyrir fyrirtækin, starfsmenn þeirra og samfélagið í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir skrifar Skoðun Sérhagsmunafúsk á Alþingi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Sjá meira
Á síðasta ári lagði fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Töluverðar umræður urðu um einn þátt þessa frumvarps er laut að kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja eða bónuskerfi. Til stóð að slaka örlítið á einum ströngustu takmörkunum á kaupaukum sem þekkjast í hinum vestræna heimi og færa gildandi reglur nær viðmiðum Evrópusambandsins. Annálaðir álitsgjafar risu þá upp á afturlappirnar, mótmæltu hugmyndum þessum harðlega og dylgjuðu jafnvel um að annarlegar hvatir lægju að baki tillögu ráðherra.Málefnalega umræðu skortir Eftir hrun hefur lítið farið fyrir málefnalegri umræðu um kaupaukakerfi eða íhlutun löggjafans í tilhögun þessara kerfa. Þess í stað hafa fjölmiðlar og álitsgjafar barist gegn því að starfsmenn einkafyrirtækja, sem auka verðmæti hlutaðeigandi fyrirtækja, fái sanngjarna hlutdeild í þeirri aukningu. Krossferð þeirra sem svo tala er óskiljanleg.Afskipti löggjafa slæm Það er bæði óskynsamlegt og óeðlilegt að löggjafinn hlutist til um ráðningarkjör einkafyrirtækja. Markmið kaupaukakerfa er að skapa hvata fyrir starfsmenn til að auka verðmætasköpun fyrirtækis. Hvort þetta takist veltur auðvitað að meginstefnu til á því hvernig tekst til með hönnun slíks kerfis og hún á að sjálfsögðu að vera á ábyrgð hlutaðeigandi fyrirtækja. Fyrirtækin eru best til þess fallin að meta hvernig beri að haga kerfinu þannig að ákjósanlegu markmiði verði náð. Staðlað kerfi fyrir alla, hannað af löggjafanum, mun missa marks.Hver á að njóta aukins ábata? Það skýtur skökku við að hinir sömu spámenn og gagnrýna kaupaukakerfi, brynna einnig músum vegna hækkandi launa hjá fjármálafyrirtækjum. Hækkandi laun eru þó líklegast afleiðing hinna ströngu reglna um kaupaukakerfi. Svo virðist sem þessum aðilum þætti raunar farsælast að starfsmenn fjármálafyrirtækja hefðu lág laun og engar væntingar um kaupauka. Eðlilegt er að álykta að þeir vilji þá að hluthafar fái alla verðmætasköpun hlutaðeigandi fyrirtækja, þar sem aukin verðmætasköpun má hvorki fara í hærri laun né kaupauka starfsmanna. Miðað við orðræðuna verður þeirrar skoðunar þó varla vart. Orðræða álitsgjafanna virðist því miður sú að enginn skuli fá hin auknu verðmæti sem verða til við betri rekstur – þá verða álitsgjafarnir fyrst sáttir. Því miður fékk tillaga fjármálaráðherra ekki þinglega meðferð á liðnu ári. Tilefni er því til að skora á ráðherra að taka fyrri tillögu til endurskoðunar og mæla fyrir aukinni tilslökun takmarkana á kaupaukagreiðslum, þannig að auka megi frelsi einkafyrirtækja til ábata fyrir fyrirtækin, starfsmenn þeirra og samfélagið í heild.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun