Taðreykt hvalseistu notuð í þorrabjórinn Haraldur Guðmundsson skrifar 9. janúar 2015 07:00 Starfsmenn Steðja tappa nú bjórnum á flöskur áður en sala á þorrabjór hefst í verslunum ÁTVR. Mynd/Steðji „Við viljum skapa sanna þorrastemningu og ákváðum því að nota taðreykt eistu úr langreyðum til að bragðbæta bjórinn,“ segir Dagbjartur Arilíusson, einn eigenda Brugghúss Steðja í Borgarfirði, um þorrabjórinn Hval 2 sem fyrirtækið hefur nú framleitt. „Eistun eru verkuð eftir gamalli íslenskri hefð, léttsöltuð og síðan taðreykt. Við lögðum mikið í þetta og vinnsluferillinn var langur,“ segir Dagbjartur og bætir við að hver bruggun hafi innihaldið eitt eista.Click here for an English version of this news storyDagbjartur Arilíusson og Svanhildur Valdimarsdóttir, eigendur Brugghúss SteðjaBjórinn verður að sögn Dagbjarts kynntur sem sérstakur arftaki þorrabjórsins sem Steðji seldi í janúar í fyrra og innihélt hvalmjöl. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands bannaði sölu bjórsins en mjölið innihélt meðal annars innyfli og þarma hvala. Nokkrum dögum síðar ákvað Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að leyfa sölu vörunnar. Viku síðar var hún uppseld eftir að fimm þúsund lítrar höfðu farið í gegnum verslanir ÁTVR. „Bjórinn seldist upp nánast strax og því ákváðum við að fara út í framleiðslu á svipaðri vöru fyrir þorrann,“ segir Dagbjartur. Ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands var í október síðastliðnum staðfest af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Sala á bjór úr hvalmjöli er því bönnuð. „Við fengum hins vegar fjölda áskorana um að bjóða aftur hvalabjór. Þetta varð ofan á en við höfum fengið öll tilskilin leyfi fyrir framleiðslu og sölu bjórsins,“ segir Dagbjartur. Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, staðfestir að fyrirtækinu sé heimilt að selja bjór sem inniheldur hvalseistu. „Hvalseistu, rengi og spik eru tekin út af viðkomandi eftirlitsaðila á vegum Matvælastofnunar. Það sem fer í hvalamjöl er hins vegar aukaafurð sem er ekki ætluð til manneldis og hefur ekki verið vottuð sem slík.“ Tengdar fréttir Bann á hvalabjór enn til skoðunar í kerfinu Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki úrskurðað um lagagrundvöll ákvörðunar um að banna sölu á Hvalabjór Steðja. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra heimilaði sölu á bjórnum í janúar síðastliðnum og varan kláraðist viku síðar. 12. september 2014 09:04 Sala á Hvalabjór heimiluð Sala og dreifing á Hvalabjór Brugghússins Steðja í Borgarfirði hefur verið heimiluð af Sigurði Inga Jóhannssyni umhverfis- og auðlindamála. 24. janúar 2014 18:27 Ekkert sem réttlætir ákvörðun ráðherra Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telja að ekkert nýtt hafi komið fram í kæru framleiðanda hvalabjórs sem réttlætir þá ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að afturkalla sölubann á bjórnum. 10. febrúar 2014 15:43 Staðfesta bann við hvalabjór Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að staðfesta eigi úrskurð heilbrigðiseftirlits Vesturlands, um bann við sölu hvalabjórs. 8. október 2014 14:51 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
„Við viljum skapa sanna þorrastemningu og ákváðum því að nota taðreykt eistu úr langreyðum til að bragðbæta bjórinn,“ segir Dagbjartur Arilíusson, einn eigenda Brugghúss Steðja í Borgarfirði, um þorrabjórinn Hval 2 sem fyrirtækið hefur nú framleitt. „Eistun eru verkuð eftir gamalli íslenskri hefð, léttsöltuð og síðan taðreykt. Við lögðum mikið í þetta og vinnsluferillinn var langur,“ segir Dagbjartur og bætir við að hver bruggun hafi innihaldið eitt eista.Click here for an English version of this news storyDagbjartur Arilíusson og Svanhildur Valdimarsdóttir, eigendur Brugghúss SteðjaBjórinn verður að sögn Dagbjarts kynntur sem sérstakur arftaki þorrabjórsins sem Steðji seldi í janúar í fyrra og innihélt hvalmjöl. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands bannaði sölu bjórsins en mjölið innihélt meðal annars innyfli og þarma hvala. Nokkrum dögum síðar ákvað Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að leyfa sölu vörunnar. Viku síðar var hún uppseld eftir að fimm þúsund lítrar höfðu farið í gegnum verslanir ÁTVR. „Bjórinn seldist upp nánast strax og því ákváðum við að fara út í framleiðslu á svipaðri vöru fyrir þorrann,“ segir Dagbjartur. Ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands var í október síðastliðnum staðfest af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Sala á bjór úr hvalmjöli er því bönnuð. „Við fengum hins vegar fjölda áskorana um að bjóða aftur hvalabjór. Þetta varð ofan á en við höfum fengið öll tilskilin leyfi fyrir framleiðslu og sölu bjórsins,“ segir Dagbjartur. Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, staðfestir að fyrirtækinu sé heimilt að selja bjór sem inniheldur hvalseistu. „Hvalseistu, rengi og spik eru tekin út af viðkomandi eftirlitsaðila á vegum Matvælastofnunar. Það sem fer í hvalamjöl er hins vegar aukaafurð sem er ekki ætluð til manneldis og hefur ekki verið vottuð sem slík.“
Tengdar fréttir Bann á hvalabjór enn til skoðunar í kerfinu Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki úrskurðað um lagagrundvöll ákvörðunar um að banna sölu á Hvalabjór Steðja. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra heimilaði sölu á bjórnum í janúar síðastliðnum og varan kláraðist viku síðar. 12. september 2014 09:04 Sala á Hvalabjór heimiluð Sala og dreifing á Hvalabjór Brugghússins Steðja í Borgarfirði hefur verið heimiluð af Sigurði Inga Jóhannssyni umhverfis- og auðlindamála. 24. janúar 2014 18:27 Ekkert sem réttlætir ákvörðun ráðherra Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telja að ekkert nýtt hafi komið fram í kæru framleiðanda hvalabjórs sem réttlætir þá ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að afturkalla sölubann á bjórnum. 10. febrúar 2014 15:43 Staðfesta bann við hvalabjór Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að staðfesta eigi úrskurð heilbrigðiseftirlits Vesturlands, um bann við sölu hvalabjórs. 8. október 2014 14:51 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Bann á hvalabjór enn til skoðunar í kerfinu Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki úrskurðað um lagagrundvöll ákvörðunar um að banna sölu á Hvalabjór Steðja. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra heimilaði sölu á bjórnum í janúar síðastliðnum og varan kláraðist viku síðar. 12. september 2014 09:04
Sala á Hvalabjór heimiluð Sala og dreifing á Hvalabjór Brugghússins Steðja í Borgarfirði hefur verið heimiluð af Sigurði Inga Jóhannssyni umhverfis- og auðlindamála. 24. janúar 2014 18:27
Ekkert sem réttlætir ákvörðun ráðherra Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telja að ekkert nýtt hafi komið fram í kæru framleiðanda hvalabjórs sem réttlætir þá ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að afturkalla sölubann á bjórnum. 10. febrúar 2014 15:43
Staðfesta bann við hvalabjór Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að staðfesta eigi úrskurð heilbrigðiseftirlits Vesturlands, um bann við sölu hvalabjórs. 8. október 2014 14:51