Óþarft að hækka vástig Fanney Biarna Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2015 07:00 Vangaveltur þingmannsins hafa vakið hörð viðbrögð meðal samflokksmanna hans. Fréttablaðið/Vilhelm „Hefur bakgrunnur þeirra 1.500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrland eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima?“ spurði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni á mánudagskvöld. Viðbrögð við þessari færslu létu ekki á sér standa og ljóst að skoðun hans á lítið sem ekkert upp á pallborðið hjá þeim kjörnu fulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem tjáðu sig um málið í gær. Ásmundur velti því fyrir sér í þessu samhengi hvort Íslendingar væru óhultir hér á landi. „Hefur innanríkisráðuneytið eða lögreglan gripið til einhverra ráðstafana til að vernda Íslendinga fyrir slíkum árásum?“ spurði Ásmundur ennfremur. Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, segir að hættustig hér á landi vegna hryðjuverkaógnar sé metið lágt. „Ekki hefur verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi vegna þessara hryðjuverka í París,“ sagði Ásgeir í samtali við Fréttablaðið. Greiningardeildin vinnur stefnumiðaða greiningu varðandi ógn af hryðjuverkum til lengri tíma. Í skýrslu um mat ríkislögreglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum, sem gefin var út árið 2013, segir að ekki séu fyrirliggjandi upplýsingar af neinu tagi um að verið sé að skipuleggja eða undirbúa hryðjuverkaaðgerðir gegn skotmörkum eða viðburðum hérlendis. Þó er tekið fram að lögreglan búi ekki yfir sambærilegum forvirkum rannsóknarheimildum innan þessa málaflokks og tíðkast á Norðurlöndunum. Þannig séu möguleikar lögreglunnar til að fyrirbyggja hryðjuverk ekki þeir sömu og þar. Þessu fylgir að takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um mögulega ógn eða hættulega einstaklinga sem kunna að fremja hryðjuverk. Óvissuþátturinn sé því meiri hér en annars staðar. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira
„Hefur bakgrunnur þeirra 1.500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrland eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima?“ spurði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni á mánudagskvöld. Viðbrögð við þessari færslu létu ekki á sér standa og ljóst að skoðun hans á lítið sem ekkert upp á pallborðið hjá þeim kjörnu fulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem tjáðu sig um málið í gær. Ásmundur velti því fyrir sér í þessu samhengi hvort Íslendingar væru óhultir hér á landi. „Hefur innanríkisráðuneytið eða lögreglan gripið til einhverra ráðstafana til að vernda Íslendinga fyrir slíkum árásum?“ spurði Ásmundur ennfremur. Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, segir að hættustig hér á landi vegna hryðjuverkaógnar sé metið lágt. „Ekki hefur verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi vegna þessara hryðjuverka í París,“ sagði Ásgeir í samtali við Fréttablaðið. Greiningardeildin vinnur stefnumiðaða greiningu varðandi ógn af hryðjuverkum til lengri tíma. Í skýrslu um mat ríkislögreglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum, sem gefin var út árið 2013, segir að ekki séu fyrirliggjandi upplýsingar af neinu tagi um að verið sé að skipuleggja eða undirbúa hryðjuverkaaðgerðir gegn skotmörkum eða viðburðum hérlendis. Þó er tekið fram að lögreglan búi ekki yfir sambærilegum forvirkum rannsóknarheimildum innan þessa málaflokks og tíðkast á Norðurlöndunum. Þannig séu möguleikar lögreglunnar til að fyrirbyggja hryðjuverk ekki þeir sömu og þar. Þessu fylgir að takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um mögulega ógn eða hættulega einstaklinga sem kunna að fremja hryðjuverk. Óvissuþátturinn sé því meiri hér en annars staðar.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira